Vikan


Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 4

Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 4
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Best hlutfall verðs og gœða Hin nýlega veitingastofa Hornið hefur best hlutfall verðs og gæða af þeim stofum, sem fjallað hefur verið um í gæðaprófun Vikunnar. Þar má fyrir tiltölulega litið verð fá mat og þjónustu. sem jafnast á við sum vínveitingahúsin og slær önnur þeirra út. Hornið er lítið og tekur aðeins rúmlega 40 í sæti. Sæmilegt rými er milli borða og hreinlæti í veitingasal er á háu stigi. Andrúmsloftið er viðkunnanlegt og hvetur til langrar setu. Lágvær tón- listin er vel valin. Innréttingar eru einfaldar og þó djarf- legar. Mest áberandi eru hinar gífurlegu pappírsljósakrónur yfir borðunum. Og fljótlega beinast augun að innmúruðum peningaskápnum i einu horninu. Tágastólar eru við smíðajárns- borð með einkar skemmtilegum marmaraplötum. Steinflísar eru á gólfi og grár panell i veggjum og lofti. A veggjum hangir ýmislegt dót, svo og stór skólatafla, sem á er kritaður réttur dagsins. Gluggar eru mjög stórir og tjalda- lausir, svo að tengslin við umferðina i Hafnarstræti eru náin. Kuldanum frá gluggunum er svo mætt með miklu blómaskrúði fyrir innan. Það gefur stofunni tiltölulega hlýlegan blæ, þrátt fyrir gluggana. ítalskt Ítölsk þjónustan var ágæt. Þjónarnir tveir virtust hafa nægan tíma til að sinna gestum, þótt Hornið væri um það bil fullsetið. Þeir voru ekki eins lærðir og íslenskir fagmenn, en bættu það upp með Ijúfmennsku og brosi. Matseðillinn var furðu stór á svona litlum stað. Hann er saminn undir ítölskum áhrifum, á franskri tungu, — og með islenskum skýringum. Boðið var upp á rétt dagsins, sex forrétti, ellefu aðalrétti, fimm pizzur og fimm eftirrétti. Kjötréttir voru aðeins tveir, lamb og kjúklingur. Mest var byggt á sjávar- réttum og voru þeir átta af ellefu aðal- réttum. Það gladdi auga mitt, því að hér á landi er fiskur og önnur sjávarfæða eitt besta hráefnið. Því miður hafði Hornið frystan fisk á boðstólum, en ekki ferskan, sem fékkst þó sama dag í fiskbúðum. Og Hornið gerði ekki skarpan greinarmun á rauðsprettu, smálúðu og ýsu í eldhúsinu, þótt matseðillinn þykist gera það. Matnum var fallega komið fyrir, oftast í djúpum, skemmtilegum skálum með hrísgrjónum í botni. Tilfinning fyrir lystaukandi útliti matar virtist vera mun meiri en gengur og gerist á íslenskum veitingastofum. Og maturinn var heitur. Hörpuskelfiskur Pönnusteiktur hörpuskelfiskur með hrisgrjónum, ananas og karrísósu var frekar smávaxinn og virtist fremur vera úr dós en frysti. Samt var hann meyr og hafði eðlilegt bragð. Meðlætið var ágætt, seljustönglar, hrásalat og gulrætur. Þessum rétti sem flestum öðrum fylgdi gott hvitlauksbrauð og grautsoðin hrisgrjón, sem mér fannst lítið til koma. Ég tek stinn hrísgrjón langt fram yfir þessi. Verðið er 3.800 krónur. Smálúðuflök Smálúðuflök í bakaðri kartöflu með rækjusósu báru þess greinileg merki, að þau voru úr frysti. Sem slik voru þau vel matreidd, ekki ofsoðin. Þau hvíldu á mjög stórri, opinni kartöflu. Mér fannst þetta sæmilegt en fremur bragðdauft. Verðið er 2.850 krónur. Ýsa? Pönnusteikt „smálúða" með kapers, lauk og hvitlauksbrauði var réttur dagsins. Mér fannst lúðan minna mig mjög á ýsu. En hún var mjög góð, mátulega steikt, mjúk og safarík. Með henni fylgdi ágætt hrásalat, gúrka og sítróna, svo og áðurnefndu, grautsoðnu hrisgrjónin. Verðið er 2.390 krónur, sannkölluð kostakaup. Humarhalar Smjörsteiktir humarhalar með banönum og hrísgrjónum voru smávaxnir. Þeir höfðu verið steiktir full lengi og við of mikinn hita, því að þeir voru allt að því brenndir. Þeir voru þó enn meyrir og reyndust búa yfir ágætu humarbragði. Verðið er 6.400 krónur, ódýrara en á vínveitingahúsunum, en ekki eins gott. Spaghetti Spaghetti með tómötum og hvitlauk reyndist vera spaghetti i sérhannaðri tómatsósu, fremur lítilfjörlegur matur. Verðið er 2.450 krónur. Kjúklingur Ofnbakaður hnetukjúklingur með salati, ofnbakaðri kartöflu og hvítlauks- smjöri var fremur mikið bakaður og þurr, en eigi að siður næstum þvi fram- bærilegur. Með honum fylgdi bráðið hvítlaukssmjör. Hnetubragð fann ég hvergi. Verðið er 4.300 krónur. Lamb Lambakjöt að austurlenskum hætti reyndist vera fyrirtaks matur á góðu verði. Þetta var blanda af kjöti og grænmeti, borin fram i ágætri sósu, ættaðri af tómötum. Kjötið var bæði meyrtogbragðgott. Verðið er 3.300 krónur. Skop Heyrðirðu lætin I mér þegar ég var að henda hundinum út I gærkvöldi þegar ég kom heim af barnum? 4 Vikan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.