Vikan


Vikan - 14.02.1980, Síða 11

Vikan - 14.02.1980, Síða 11
Nýr þéttur í Innsbruck árið 1964. Árið 1957 varð Valdimar stúdenta- meistari Frakklands á skíðum (í bruni og tvíkeppni-brun-svig). Fjöldi fólks hefur sótt skíða- kennslu í skóla Valdimars í Kerlingarfjöllum ár hvert, en hann var frumkvöðull að stofn- un skólans árið 1961. Þá hafa menntskælingar notið kennslu hans í íþróttum og frönsku um árabil og öll þjóðin hefur spriklað í morgunleikfimi Valdimars í útvarpi í 23 ár. Valdimar er nú íþróttastjóri Háskóla íslands og hefur verið formaður í^.óttanefndar ríkisins síðan 1972. Og þá er að mæta í kennslu- stundina — hún hefst á næstu blaðsíðu! l, „ SKIÐA SKÓUNN VALDIMAR ÖRNÓLFSSON KENNIR LES- ENDUM VIKUNNAR UNDIRSTÖÐUATRIÐI SKÍÐAÍÞRÓTTARINNAR Áhugi fólks á skíðaíþróttinni hefur alltaf verið mikill en það er mál manna að hann aukist sífellt. Mikið hefur verið gert til þess að bæta aðstöðu í skíða- löndum og fréttir berast um að þúsundir manna stundi þessa íþrótt í nágrenni þéttbýlissvæða á góðviðrisdögum. Skop Mundu bara að við förum heim um leið 0|> vínið er búið! Það er Vikunni því ánægju- efni að hafa fengið hinn kunna íþróttafrömuð Valdimar Örnólfsson til liðs við sig, en í næstu fimm tölublöðum Vikunnar mun hann kenna les- endum í máli og myndum undir- stöðuatriði skíðaíþróttarinnar og er fyrsta kennslustundin í blaðinu í dag. Flestum er auðvitað kunnugt um íþróttaferil Valdimars, en til gamans má rifja upp að árið 1952 varð hann íslandsmeistari í bruni á Akureyri og tugþraut- armeistari tslands árið eftir. Hann lagði stund á íþróttafræði og frönsku hér heima, en síðan i Köln í Þýskalandi, Innsbruck í Austurríki og í Grenoble í Frakklandi. Valdimar tók austurrískt skíðakennarapróf og var í ólympíuliðinu árið 1956. Þá var hann þjálfari og liðsstjóri svigmanna á ólympíuleikunum Lopi light einstaklega léttur og lipur Lopi light fagnar auknum vin- sældum í hverjum mánuði, enda einstaklega léttur og lipur, bæði í handprjóni og vélprjóni. Nú fæst lopi light í 24 guilfallegum Iitum — í versluninni eigum við fjöl margar hugmyndir og faliegar upp skriftir. Leitaðu óhikað hollra ráða — Við munum gera okkar alira besta. m ^lafossbúöin VESTURGÖTU 2 - SÍMI 13404 OG VERSLANIR UM LAND ALLT 7. tbl. Vlkan 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.