Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 14
Ferðir og frásagnir
HVAÐ MÁ
BJÓÐA
YÐUR?
Vikan geröi nokkra könnun á þeim
feröum sem okkur íslendingum
standa til boöa á vit snjós og
heilbrigös útilífs og fara hér á eftir
nokkrar upplýsingar um þcer ásamt
áœtluöu veröi. Ennfremur
spjölluöum viö lítillega viö nokkra
aöila sem aö slíkum málum standa.
Skíðaferðir innanlands
ÞJÓÐARÍÞRÓTT
ÍSLENDINGA
— Það hafa orðið geysilegar stökk-
breytingar á iðkun skiðaíþróttarinnar
hér á landi á undanförnum árum, bæði
hvað varðar aðstæður og viðhorf fólks,
sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferða-
skrifstofu ríkisins, er við inntum hann
eftir möguleikum innanlands. — Enda
eru fáar íþróttir betur til þess fallnar að
sameina alla fjölskylduna, jafnt unga
sem aldna. Það má kannski lengi deila
um hvaðsé þjóðaríþrótt íslendinga en ég
mundi segja að skíðaíþróttin væri á
góðri leið með að verða það. hafi hún
ekki þegar náð því marki.
— Það hefur verið lögð mikil áhersla
á uppbyggingu skiðastaða hér og víða
orðin góð aðstaða fyrir iðkun þessarar
iþróttar. Má þar t.d. nefna Bláfjöll,
Skálafell og Hveradali, í nágrenni
Reykjavíkur, Skíðamiðstöðina á
Akureyri, Húsavík, ísafjörð. Siglufjörð
og Ólafsfjörð, en þar hefur skiðastökk
mjög verið í hávegum haft. Og svo var
nýlega verið að opna skíðalyftu í Odds-
skarði milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.
— Þetta er óneitanlega heilmikið
úrval. Hingað til hafa að vísu aðeins
verið skipulagðar ferðir til Akureyrar og
Húsavikur en þess verður áreiðanlega
ekki langt að þíða að einnig verði skipu-
lagðar ferðir til hinna staðanna.
Þessar ferðir og raunar öll uppbygging
skíðastaða innanlands hefur eingöngu
miðast við íslendinga og er ekki á
áætlun að bjóða þær til sölu á erlendum
markaði.
Annars má geta þess til gamans að nú
eru nákvæmlega 200 ár síðan fyrst var
stigið á skiði á íslandi. Um þann atburð
getur að lesa í Öldinni átjándu:
Fólk á bæjum við Eyjafjörð rak upp
stÓF augu, er jrað sá tvo menn koma af
Vaðlaheiði og fara undan brekkunni
sem fugl flygi, þótt fannkyngi væri og
mesta ófærð. Reyndust þetta vera tveir
ungir menn úr Þingeyjarsýslu á skíðum.
Þeir höfðu lagt af stað frá Húsavík
klukkan sjö um morguninn, og klukkan
níu um kvöldið komu þeir til Akureyrar.
Á Íslandi kunna menn yfirleitt ekki að
fara á skíðum, en assistent á Húsavík,
Nikulás Buch, hefur gefið þessum
Kjartan Lárusson.
tveimur mönnum finnsk skiði. er hann
fékk frá föður sínum á Finnmörk í
Noregi, og kennt þeim að nota þau.
Vigfús Jónsson, sýslumaður Þing-
eyinga, hefur skýrt dönsku stjórninni frá
framtaki verslunarþjónsins á Húsavík,
og í vetur var ákveðið, að hann skyldi
njóta verðlauna úr konungssjóði fyrir
hverja þrjá íslendinga. sem hann kenndi
að ganga á skíðum. Vilja stjórnarvöldin
í Kaupmannahöfn með þessu stuðla að
þvi að skíðaíþrótt verði iðkuð í landinu,
þar eð líklegt er, að hún geti orðið að
miklu gagni.
14 Vikan 7. tbl.