Vikan


Vikan - 14.02.1980, Side 15

Vikan - 14.02.1980, Side 15
— Skíðadeild KR hefur aðstöðu sína í Skálafelli i Esjunni. Viö byrjuðum að reisa þar nýjan skála 1956, eftir að sá gamli hafði orðið eldi að bráð, og var hann vígður 1958. Við rekum þarna 6 skíðalyftur og er sú lengsta rúmlega 600 metrar. Að minu viti er þetta tvímæla- laust besta skiðabrekkan á Suðvestur- landi, hún er löng, ekkert óskaplega brött, en halli mjög þægilegur. Sem sagt heppileg brekka fyrir fólk á öllum stigum skíðaíþróttarinnar. — Félagar eru nú á milli 500-600 og við höfum orðið áþreifanlega varir við að þessi íþrótt nýtur stöðugt meiri hylli meðal almennings. Skíðadeildin er orðin ein af öflugustu deildunum innan KR. — Skálinn okkar er opinn fyrir félags- menn og aðra um helgar en leigður skólum i miðri viku. Það má segja að skíðatímabilið vari frá janúarbyrjun og fram í maí. Fólk kemur sjálft með mat með sér en við sjáum um sölu á gos- drykkjum, samlokum og öðru snarli. Gisting er ókeypis fyrir félagsmenn og einnig sjáum við þeim fyrir kennslu þeim að kostnaðarlausu. Ársgjald félags- manna er þrískipt: Fullorðnir: kr. 5000, Valur Jóhannsson, formaður skíðadeildar KR: DRAUM- URINN ER LYFTA UPP ÁTOPP 13-15 ára: kr. 3000 og kr. 2000 fyrir börnyngrien 13ára. — Við seljum líka lyftugjöld á árs- grundvelli: Kr. 32.000 fyrir fullorðna, kr. 18.000 fyrir 14-16 ára og kr. 12.000 fyrir börn yngri en 14 ára. Þetta gildir fyrir allar lyftur nema nr. 3 og 4, en þær eru sérstaklega ætlaðar keppnisæfing- um. — Við erum með sérferðir upp í Skálafell á laugardags- og sunnudags- morgnum og er þá lagt af stað frá Mýrarhúsaskóla kl. 9.30 með nokkrum viðkomustöðum á Stór-Reykja- Valur Jóhannsson. vikursvæðinu. Fargjald fram og til baka er kr. 2000. — Langi fólk til að fá fregnir af veðri og skiðafæri i Skálafelli áður en haldið er af stað þarf það ekki annað en hringja i sima skiðadeildar KR, 22195. Starfs- fólkið I Skálafelli sendir okkur þessar upplýsingar á hverjum morgni og við lesum þær siðan inn á símsvara. — Auðvitað erum við með margt á prjónunum hvað aukna þjónustu og endurbætur snertir. En stærsti draumur- inn er þó að koma okkur upp lyftu alveg upp á topp á Skálafelli, en lengd hennar yrði þá einhvers staðar á bilinu 1200- 1500 metrar eftir staðsetningu. SKÍÐAFERÐIR TIL AKUREYRAR - HLÍÐARFJALL: Brottför á föstudegi og komið til baka á surinudegi. Verð ferðanna er sem hér segir: Börn i svefnpokaplássi — 18.400 1 tveggja mann herb. kr. 41.500 Innifalið er flug. brotlfarargjald, gisting Svefnpokapláss —33.100 og morgunverður. Aukanótt í herbergi kostar kr. 8.400, kr. 4.200 í svefnpokaplássi og kr. 2.100 fyrir börn 11 ára og yngri. LYFTUGJÖLD: Stólalyfta, ein ferð kr. 600 börn kr. 300 Allar lyftur, einndag kr. 2.900 börn kr. 1.500 112 dag kr. 2.200 börn kr. 1.000 kvöld kr. 950bömkr. 600 Mat er að sjálfsögðu hægt að fá í matsal skíðahótelsins allan daginn. Þess má geta að haldin verður mikil vetrarhátíð í Hlíðarfjalli dagana 28. febrúar til 2. mars. Þar mun m.a. fara fram alþjóðlegt skiðamót þar sem keppt verður í stórsvigi karla og kvenna. í sambandi við hátíðina verða einnig settar upp sérstakar sögu- og vöru- sýningar. LEIGA: Skíði/skór/stafir skiði skór stafir gönguútbúnaður KENNSLA: kr. 5.100 á dag kr. 2.600 á dag kr. 2.600 á dag kr. l.lOOádag kr. 4.000 á dag I hóp, 1 klst. kr. 5.500 á mann. Söluaðilar: Ferðaskrifstofan Úrval og Ferðaskrifstofa ríkisins í samvinnu við Flugleiðir. Ennfremur bjóða ferðaskrifstofurnar Útsýn og Ferðaskrifstofa ríkisins upp i samskonar ferðir til Húsavikur i svipuðu verði. 7- tfel. VlkM lf

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.