Vikan


Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 22

Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 22
Framhaldssaga skrá: spurningar sem Mack spurði Janice Templeton. Sp. Frú Templeton. trúir þú á endurholdgun? Sv. Já. Sp. Já. Sp. Frú Templeton, truir þú að dóttir þin, lvy, sé endurholdguð dóttir hr. Floovers. Audrey Rose? Sv. Já. Sp. Trúir þú að hr. Hoover hafi rænt dóttur þinni? Sv. Nei. Ég trúi að Itann hafi haft allan rétt til að fara inn i svefnherbergi hennar þetta kvöld til að hj^ljta henni. Ég trúi að eina hjálpin sent barnið mitt mun nokkurn tíma fá á þessari jörð sé í gegnum hr. Hoover. Eina von hennar til að lifa er ef þessi maður verður leystur úr fangelsi. (Vitni yfirbugað vegna táral. Scott Velie sat einn á skrifstofu sinni. Templetonhjónin voru nýfarin eftir fundinn sem Velie hatði krafist með þeim. Þegar Janice bugaðist meðan hún var yfirheyrð hafði hann beðið um réttar- hlé til næsta morguns. Hann vorkenndi J/mice Templeton. Hún vildi svo ákaflega að barn sitt losnaði við andlega sjúkleikann, sent það varð að þola, að hún var fús að sam- þykkja einhverja frávita kenningu. Hún hafði viðurkennt skoðanir Hoovers um endurholdgun eins og dauðvona sjúkl- ingur samþykkir fiflalega krabbanteins meðferð. Og afleiðing þess gæti orðið sú að Hoover eyðilegði gott hjónaband. Velie sá hvernig sambandið var á ntilli Templetonhjónanna á því hvernig þau sátu og litu frá hvort öðru. Þau voru eins og þau þekktu hvort annað ekki. Eina skiptið sem Janice brást við var þegar Velie kom með uppástungu sína. Andlit hennar varð náhvítt. Aftur á nióti varð eiginmaðurinn ákafur. einkunt þegar hann sá andlit konu sinnar. Það voru furðuleg viðbrögð konu hans sem f^igu hann til að taka agni Velies, næstum eins og hann langaði til að refsa henni. Hvað hafði hún sagt við Bill með ásökun i svipnum? „Myndir þú raun- verulega vilja leggja svona hræðilegt á barnið þitt?" Og' hverju hafði liann svarað henni? „Það er ekkert verra en þaðsem þú hefur gert henni.” Langley dómari setti réttinn á ný. „Haltu áfram, hr. Velie." „Þakka þér fyrir, herra dómari. Ég kalla aftur á Gregory Perez lækni." „Perez læknir, ég býst við að dáleiðsla sé læknisaðferð notuð af flestum sál- fræðingum. meðal annars þér sjálfum?" „Já.” „Og er til tækni sem notuð er af sál- fræðingum og kölluð er dáleiðsla aftur í timann?” „Já. Það er ^fðferð þar sem einstakl- ingur i dái er færður aftur til fortíðar sinnar og getur þá endurlifað tilfinn- ingar þess timabils. Hann hegðar sér eins og hann væri bókstaflega á þessu tíma- bili.” „Hve langt aftur i timann getur manneskja í dái farið?” „Fræðilega séðeru engin takmörk.” „Perez læknir, er mögulegt að fara með manneskju aftur í fyrri tilveru?” Perez leit með óhagganlegum svip á Velie. „Fræðilega séð, já. það er mögu- !egt. Það er umdeilt atriði, en það er til fólk sem heldur því fram að það hafi getað sent sjúklinga aftur í aðra tilveru.” „Perez læknir,” sagði Velie, „ef þessi réttur bæði þig að reyna það, væri mögulegt fyrir þig að fara með persónu aftur í fyrri tilveru?” „Ég myndi vilja reyna það.” „Herra dómari,” sagði Velie gætinn, „ég ætla að biðja réttinn óvenjulegrar bónar: að þér heimilið tilraun þar sem lvy Templeton er dáleidd aftur í timann af Perez lækrti til að ganga úr skugga um hvort hún hafi í raun og veru lifað áður og, ef svo reynist, hvort það líf samræm- ist kröfum verjandans. Ennfremur legg ég til að tilraunin verði gerð undir eftirliti á spítalanum i Darien i Connecticut, þar sem lvy Templeton er nú sem stendur að ná sér eftir bruna sem hún lenti i fyrir nokkrum dögum. Ég hef tekið mér það leyfi að hringja í spítalann og ég var full- vissaður unt að hún sé andlega fær um að þola dáleiðslu.” Stíft bros myndaðist á andliti Velies. „Ég er viss unt að verjandinn ntun fagna slikri tilraun. ef sakborningurinn trúir í raun og veru á endurholdgun eins og hann segir.” „Ég fagna þvi." kallaði Hoover allt i einu. ,,Ég veiti mitt leyfi!" Dóntarinn leit á Brice Mack. „Ég hef ekkerl á nióti því, herra dómari,” sagði hann. „Skjólstæðingi minum er mjög umhugað um að þessi rannsókn verði gerð. þar sem honum finnst að það muni réttlæta sig." „Ég sé ekkert sem mælir gegn því að þessi réttur leyfi slika rannsókn.” sagði dómgrinn óvenju mildilega. „Viðgerum. hlé þar til á ntánudag.” Janice heyrði unt það í útvarpinu í svefnherberginu. Siðdegisfréttirnar stað- festu ófarir hennar. Það var ekki aðeins rétturinn. sem var viljugur að veita leyfi sitt til þessarar villimennsku, heldur líka Elliot Hoover. Hræðsla greip um hana þegar hún pakkaði niður. Hún varð að komast til lvy. Einhvern veginn myndi hún stöðva rannsóknina. Perez læknir stóð i ntiðri gluggalausri rannsóknarstofunni og virtist vera að tala við mynd sina, sem endurspeglaðist i rétthyrndum spegli sem náði yfir allan vegginn. Samt sem áður vissi hann að hann var ekki að tala við sjálfan sig heldur við hóp af fólki sem horfði og hlustaði á hinum megin við rúðuna. .Nítján manns tróðu sér á stað sem var ætlaður fyrir tiu. Kviðdómendum var safnað saman við rúðuna. Langley dómari hreiðraði hispurslaust um sig í miðjum hópnum. Báðir lögfræðingarnir sátu á bekk beint fyrir aftan frétta- mann réttarins. Hoover sat ásamt verði sínum beint fyrir framan Bill. Bill fannst nærvera hans truflandi. Janice hafði ákveðið að horfa ekki á verknaðinn og kaus að vera hjá frétta mönnunum i setustofunni á hæðinni fyrir neðan, þar sem verknaðurinn var sýndur í sjónvarpi. Ákvörðun hennar, íhugaði Bill dapur eins og hann var i hvert skipti sem Janice kom i huga hans núna. var bersýnilega sprottin af þörf hennar til að forðast hann. Þau höfðu talast stuttlega við á kaffi- stofu spítalans fyrr unt daginn. Hann hafði hindrað hana i dyrunum, þegar hún var að fara, og hann hafði sagt: „Janice, treystu mér. ég veit hvað ég cr að gera.” Hún hafði virst þreytt, andlit hennar tekið og tómlegt. „Nei, þú veist þaðekki," hafði hún svarað hjálparvana röddu. „En jafnvel þótt þú vissir það myndi það ekki skipta máli." „Fyrir klukkutíma,” sagði Perez, „hitti ég sakborninginn, hr. Hoover. Hann hefur sagt ntér fintm staðreyndir um líf dóttur sinnar sem hr. Hoover ég og félagar minir vita aðeins unt. Ef við náum tilgangi okkar hér núna mun ég biðja persónuna að endurminnast þessara atburða. Hæfileiki hennar til að gera það, eða ekki, gæti vel ráðið úrslitum.” Það yrði bráðum afstaðið. hugsaði Bill. Málið yrði útkljáð i eitt skipti fyrir öll. Bráðlega yrðu þau öll saman aftur. Og þegar þessu yrði einu sinni lokið fyndu þau leiðina hvort til annars aftur. Það yrði bið og áreynsla um tima en að lokum myndu þau fyrirgefa hvort öðru. „Ég mun núna konta með persónuna inn.” Hún grætur ekki. hafði Janice lofað sjálfri sér. Það var of seint fyrir tár. En að sjá Ivy leyfa lækninum að leiða sig að sófanum, svo óhrædda og berskjaldaða. orsakaði það að Janice stóð á öndinni. Hún óttaðist augnablik að ótti ntyndi yfirbuga sig. Ivy, sem lá þægilega á sófanum. sýndi engin merki um taugaóstyrk og virtist vera i jafnvægi. Perez byrjaði nteð blíðlegri sannfær- andi og tilbrey tingarlausri röddu: „Slappaðu af Ivy, leyfðu öllunt vöðvunt Skop Nú veit ég hvers vegna maturinn bragðaðist svona illa — tvær siður I kokka- bðkinni voru limdar saman! Hvað! Er hann ekki kominn á skrifstofuna ennþá? Ég sparkaði honum fram úr klukkan 1.... 22 Vikan 7. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.