Vikan


Vikan - 14.02.1980, Síða 35

Vikan - 14.02.1980, Síða 35
sig. Nú fremur en nokkru sinni fyrr varð hún að taka bein- harðar ákvarðanir. „Ef ég leyfi þér að vera hér . . . hvaða vissu hef ég þá fyrir því, hvað þú ætlar þér. . . ég meina, kannski verður þú þreyttur á mér áður en vikan er liðin ... og finnur þér einhverja aðra.” „Það er ennþá til hlutur sem heitir trúlofun,” sagði Björn af alvöruþunga og Trína hefði getað hrópað HÚRRA af ánægju. Henni leið nákvæmlega eins og sportveiðimanninum, sem finnur kippinn, þegar laxinn bítur á, eða veiðimanninum, sem hefur gæsina í sigti. „Trúlofun?” „Já, með hringum og öllu þessu rándýra . . . við gætum farið til gullsmiðs á mánudaginn — skrambinn hafi það, á ein- hverju verða gullsmiðir að lifa, ekki satt?” Hann brosti til hennar hrífandi brosi. Það munaði aðeins millimetra að hún segði já, en svo tók hún á öllum sínum kröftum. „Áður en ég segi já,” sagði hún, „ætla ég að láta reyna á það, hvort þú verðir mér trúr. Komdu aftur annað kvöld klukkan átta.” Kvöldið eftir kom Björn aftur. Þegar hann opnaði dyrnar að herbergi Trínu blasti við sjónum einhver fallegasta stúlka, sem hann hafði augum litið. Leggjalöng ljóska með eld í augum og þrýstinn barm og Björn fann hvernig hann sökk niður í gólfið, alla vega eina þrjá sentímetra. „Þetta er Yvonne. Við vinnum saman,” sagði Trína. „Hún er reynsluprófið, sem ég talaði um. Ég ætla að fara í bíó en þú verður kyrr hér. Ef þú vilt enn trúlofast mér, þegar ég kem aftur, hefur þú staðist prófið — ogéger þín!”... Þýð.:HP I Skop 7. tbl. Vikan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.