Vikan - 14.02.1980, Side 37
lengri ferða utan troðinna slóða. Skiðin
geta verið frá 45-55 mm og upp í 75 mm.
Einnig ber að hafa líkamsþyngdina í
huga. Sá sem er i þyngra lagi þarf
breiðari skíði en sá sem er léttur.
Hvaða skíði á að velja?
Þó að við vitum hve löng skíðin eiga
að vera er ekki allur vandi leystur. Það
þarf að ákveða úr hvaða efni skíðin eiga
að vera. Eigum við að velja tréskíði,
tréskíði styrkt með treljaplasti eða skiði
framleidd úr gerviefni — yfirleitt trefja
plasti. Þessar tegundir eru gjarna með
plastþynnu að neðan og þarf þá ekki að
bera á sumar tegundir þeirra, nema hvað
nauðsynlegt er að smyrja gegn
bakrennsli.
Tréskíði þarf að tjörubera og síðan
bera á þau skíðaáburð til að fá gott
rennsli. Yfirleitt er ekki erfitt að ná góðu
rennsli á tréskiðum í köldu veðri og
bakrennsli tæpast vandamál. Aftur á
móti er erfiðara að fá gott rennsli á tré-
skíðum í þíðu og þegar hitj er við
frostmark.
Það er m.a. þess vegna sem skiði með
plastþynnu hafa orðið mjög vinsæl.
Þynnan gefur gott rennsli i hvaða færi
sem reynt er, jafnvel þó spyrnuflöturinn
sé ekki smurður. En ef spyrnuflöturinn
er ekki smurður er hætt við að maður
lendi í vandræðum með skiðin. Þau
renna nefnilega alveg jafnvel aftur á bak
sem áfram. Því ber að hafa í huga að
alltaf þarf að bera á spyrnuflötinn á
skíðum með plastþynnu til að komast
hjá bakrennsli.
Gæði plastþynnunnar eru misjöfn.
Þekktasta plastþynnan er kölluð P-tex
og er í þrem gæðaflokkum, N-100, 1000
og 2000. P-tex 2000 er dýrast en gefur
besta viðloðun fyrir skíðaáburðinn. Til
að vera viss um að skriðvaxið tolli meira
en nokkur hundruð metra ætti að bera
grunnvax á allan flötinn þó uin plast-
skíði sé að ræða.
Þaðer mikil list að bera rétt á skiði og
eitt stærsta leyndarmál keppnismanna á
skiðum. Leggja þarf alúð við verkið og
leita réttra leiða. Það skapar dæmalausa
armæðu og leiðindi ef rennsli er lélegt,
að maður tali nú ekki um bakrennsli.
Þeim sem finnst alveg fráleitt að eyða
tíma í að bera á skíðin sín og geta sætt
sig við að rennsli sé ekki sem best er benl
á að hægt mun að fá skíði sem ekki þarf
að nostra neitt við. Þessi skiði eru af
ýmsum gerðum. Ein gerð er t.d. með
plastþynnu og siðan eru fræstar raufar i
þynnuna og þar limdur móherborði.
Þetta dregur úr rennslinu en gefur i
staðinn góða spyrnu. Þessa gerð þarf
hreint ekkert að bera á. Svona efni
endist takmarkað og þarf að skipta
annað veifið um móherborðann.
Önnur tegund af skíðum, sem ekki
þarf að bera á, er með munstraðri plast-
þynnu. Sama gildir um þetta og hið fyrr-
nefnda, og rennslið verður síðra cn
spyrnan góð.
En ekkert jafnast á við skiði sem borið
hefur verið á eftir öllum kúnstarinnar
reglum og i samræmi við veðurfar
hverju sinni. Það skapast yfirleitt ein
hver vandræði með skíði eins og þau
sem hér var áður lýst.
Þeir sem hugsa sér að fara til fjalla
ættu helst að nota skiði með plastþynnu
og stálkanti, eða hickoryskíði með stál
eða „lignostone”kanti. Birkiskíði t.d.
myndu slitna fljótt í harðfenni.
Stálkantur er ekki algjör nauðsyn en
stór kostur þegar gengið er á snið i fjalla-
hliðum eða farið niður hliðar fjalla þar
sem harðfenni er mikið.
Spennan mikilvæg
Burtséð frá þvi hvað við ætlum okkur
með þau skíði, sem við fáum okkur, þarf
skíðið alltaf að hafa rétta spennu.
Spennan er sveigjan á skiðunum sem
veldur þvi að miðhlutinn, undir
fætinum, er ekki í sambandi við snjóinn
þegar ekki er verið á skíðunum. Þið getið
mælt rétta spennu með því að leggja
pappírsblað undir miðjuna, stiga á skiðin
með jafnan þunga á báða fætur og þá á
að vera hægt að draga blaðið undan. En
þetta mun hægt að mæla i skíða
vöruverslunum af meiri nákvæmni. Ef
meiningin er að ganga með byrði á
bakinu þarf að taka tillit til þess þegar
spennaner ákveðin.
Spennan má hvorki vera of stíf eða
lin. Of mikil spenna leiðir til þes's að þið
getið ekki spyrnt spyrnufletinum niður í
7. tbl. Vikan 37