Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 39
Þeir sem kjósa að vera á skíðum i hvaöa færi
sem er og hræðast hvorki mikinn kulda eða
þiðu ættu að velja sér klossa sem ná hátt upp
á legginn og eru úr gerviefni. Þessir skór eiga
varla upp á pallboröið hér á landi og vafamál
að þá só að fá. En ef við eignumst slika skó
þarf að fá bindingar með tástykki i tvennu
lagi og vanda ásetningu mjög.
Hér eru sýnd skíði sem henta í troðinni slóð.
Skiðin eru nokkuð mjó, skórnir léttir og fram-
leiddir eftir sama staðli og tábindingarnar. I
þíöviðri er gott að verja skóna með þunnum
nælonleist (til hægri á myndinni).
Ef þið ætlið að ganga ótroðna vegu þurfið þið
breiðari skiði og myndarlega skó. Klossarnir
á myndinni ná upp fyrir ökklaliðinn og eru
með nokkuð þykkum sóla. Bæði skórnir og
bindingarnar hór er framleitt samkvæmt
Nordic Norm. I lausamjöll er gott að hafa
ökklahlífar svo snjórinn fari ekki inn á milli
(til hægri á myndinni).
Stafir eru úr reyr, trefjaplasti, stáli eða
léttmálmi. Þeir síðarnefndu eru sterkari en
dýrari. Karfan á myndinni er litil og hentar
aðeins þegar gengið er í troðinni slóð. Hafið
stærri körfu á stöfunum ef þið fariö út af
sporinu.
Skiðin tvö til vinstri á myndinni eru úr tré og þarf að tjörubera þau og bera á þau vax. Skíði
nr. tvö frá vinstri er sterkara, sólinn er úr hickory og kanturinn úr „lignostone". Skíðið fyrir
miðju er með plastþynnu. Ódýrari gerðir þarf að bera á, svo að spyrnuvaxið loði við.
Vandaðri tegundir á að vera óþarfi að bera á grunnvax en á ómunstraða plastþynnu þarf
alltaf að bera spyrnuvax, annars eigið þið við bakrennsli að striða. Skíðin til hægri þarf ekki
að bera á. Þau renna þokkalega og spyrnan er örugg. Skiðið lengst til hægri er með plast-
þynnu og móherborða í raufum.
Að lokum
Þ?ssi grein getur vonandi leiðbeint
þeim sem hyggst ráðast í að kaupa
skíðaútbúnað og leggja á fjöll. En þó
neytandinn telji sig geta séð við helstu
gildrunum, þegar inn í verslunina
kemur, þarf hann að leggja traust sitt á
sölumanninn, sem vissulega býr yfir
heilmikilli viðbótarþekkingu.
Ef við eigum að hafa ánægju af skiða
iðkun skiptir öllu máli að eiga réttan
búnað. Það er ekki hálf ánægja að
þvælast um á röngum útbúnaði og því
skulið þið leggja ykkur fram við að finna
það allra besta og gera ykkur vel grein
fyrir hvernig þið ætlið að nota ykkar
skíðaútbúnað. Á því veltur allt að valið
sé nákvæmt.
Birt í samráði við Noytendasamtökin. Þýð.: S.H.
úr Rád tr Rön.