Vikan - 14.02.1980, Qupperneq 41
Moltex
Combinette
buxur og bleia
í einulagi
Heildsölubirgðir Halldór Jónsson
• GLÆSIBÆ -
VERSLUNIN ? Od'l'ri' sÍMI 84820
Um morguninn þann fjórða júli
heyrði Tara háreysti um leið og hún setti
siðuslu spennuna i hárið. Hún hafði
heitið því að leyfa Smith aldrei að
snerta hjarta sitt. Samt var hún hér
núna. i sparifötunum og grænu augun
hennar Ijómuðu af eftirvæntingu.
Þegar Smith kom að sækja hana var
hann I einkennisbúningi. Allt bölið
virtist vera gleymt. Fólk veifaði og
fagnaði þegar þau óku upp aðalgötuna
aðskreyttum danspallinum.
Smith leiddi Töru að pallinum og
kynnti hana fyrir landstjóranum.
„Brady landstjóri hefur gert okkur
þann heiður að taka hermannakveðju."
sagði hann. veifaði síðan og hvarf á
brott til að leiða her sinn i skrúðgöng-
unni.
Hljómsveitin spilaði niars. tromm
urnar voru barðar hratt þegar Jefferson
Smith leiddi menn sina niður götuna.
„Stórkostlegt. stórkostlegt." muldraði
landstjórinn eftir að hafa tekið
hermannakveðju. Síðan steig hann aftur
til að njóta skrúðgöngunnar. röð tinibur-
flota táknaði viðskipti Skagways.
Skrúðgangan fór loksins frani hjá en
hópurinn stóð kyrr og beið eftir að
Smith kæmi aftur fram á pallinum.
. „Samborgarar i Skagway." byrjaði
Smith og lyfti höndunum til merkis um
þögn. „Þetta er ekki tími fyrir langar
ræður. þetta er stund til aðskemmta sér.
Þessa stóra þjóð á i striði og fólkið í
Skagway ætlar að taka þátt i þvi. Við
gerum skyldu okkar en okkur finnst lika
að við eigum stóran hlut skilinn. Ibúar
Alaska hafa beðið þingið að láta okkur
fá okkar eigin þingmenn. sem eru
kosnir.’’
Undir ræðunni stappaði fólkið niður
fótunum og það var hleypt af byssum.
„Við viljum ekkert nema rétl okkar."
öskraði Smith. „Hvað hefur Washing-
ton gert fyrir okkur? Búið til skitin lög.
skattlagt okkur, en hvað annað? Þetta
landsvæði á mesta möguleika í Norður-
Ameriku. Viðeigum ótaldan auðen við
þörfnumst manna í Washington sem
vilja tala fyrir okkur, hugsjónamanna.
manna sem eru hugrakkir, manna sem
trúa á Alaska og framtið þess — framtíð
okkar."
Þegar hann settist henti fólkið höttum
sinum upp i loftið og fagnaði. Smith
seildist eftir hendi Töru.
Smith hafði undirbúið stórkostlegt
ball þetta kvöld. Tara var ekki tauga-
óstyrk venjulega en þegar hún sat og
beið eftir vagni Smiths hafði hún ónot i
maganum.
Hún hugsaði um hvernig Daniel
myndi bregðast við ef hann gæti séð
Itana núna. klædda i kjól. sem annar
maður hafði keypt, bíða eftir vagnstjóra
hans til að sækja sig. Hún reyndi að
sýnast róleg þegar hún kyssti John sem
dottaði i örmum Lydiu. Svo fór hún út.
Þjóðhátiðarball Smiths var mesti
menningarviðburður í sögu Skagway.
Tara. sem var þess vitandi að fólk gaut
augunum á hana, hélt höfðinu hátt
þegar hún geystist inn á dansgólfið á
nýjasta hótelinu. Hún var svo heilluð af
dýrðinni að hún tók ekki eftir þegar
Smith nálgaðist hana.
„Kæra Tara mín." Hann kyssti á
hönd hennar. „Þú lítur stórkostlega út."
Þjónn kom með kampavin og Smith lyfti
glasi sinu. „Skál fyrir yndislegustu kon-
unni í heiminum.”
Hljómsveitin byrjaði aðspila fjörugan
Straussvals og Smith hneigði sig fyrir
Töru. Gestirnir horfðu á þau hefja dans-
inn. þau hæfðu hvort öðru vel. Hinir
komu lika i dansinn svo gólfið varð
skrautlegt.
Smith bauð henni kvöldverð seinna
um kvöldið. En þegar þau voru að fá
sér i svanginn kom maður til þeirra.
„Hlýtur að hafa kostað þig mikið af
peningum,” sagði hann kuldalega við
Smith. „en þetta kaupir okkur ekki!”
„Ég man ekki eftir að hafa boðið þér.
Reid,” sagði Smith rólega. Hann sneri
sér að Töru. „Mín kæra, afsakaðu mig.
Þessi heiðursmaður er Frank Reid, véla-
smiður borgarinnar."
Reid hneigði höfuðið stuttaralega
fyrir Töru.
„Ef þú komst aðeins inn til að hæða
mig, Reid. Hvers vegna ertu þá kyrr?"
Rödd Smiths var orðin ísköld.
„Ég ætlaði aðeins að vara þig við.
Smith,” svaraði Reid. „Þú ert búinn að
vera. Við höfum fengið nóg."
„Ég held að ég hafi líka fengið nóg."
Rödd Smiths varð harðneskjuleg. „Það
væri best fyrir þig að fara."
Augnablik stóðu þeir kyrrir, hvorugur
lét undan. Síðan snerist Reid á hæli og
gekk burtu.
Tara andvarpaði af létti, en Smith lék
með fætinum. „Reid er tvöfaldur. Tara.
Við vorunt félagar!”
Þau borðuðu þegjandi. Smith var i
þungum þönkum. Koma Reids hafði
komið Töru niður á jönðina. Höfðu allir
töfrarnir veriðdraumar?
Allt í einu var tilraun Skagway að
keppa við nútímasamfélag orðin einskis
virði. Allir voru orðnir háværir og einn
eða tveir gestir voru farnir að riða á
fótunum.
„Komdu," sagði Smith og leiddi hana
út úr salnum og upp.
„Hvert erum við að fara?” spurði
Tara þegar þau voru komin upp. „Hvað
heldurðu að gestirnir haldi?”
Smith yppti öxlum. „Þeir eru orðnir
of drukknir til að taka eftir að ég er ekki
þar. Hvaðsem öðru liður langar mig að
tala við þig eina." Hann opnaði dyrnar
að rökkvaðri setustofu. Þar inni var stór
rauður flauelssófi og í endanum á her
berginu voru stórar dyr. Bak við þær. . .
Tara leit meðóvissu á hann.
Smith brosti litillega. „Þctta er svefn
herbergið." Hann gekk þangað og læsti
dyrunum. kom siðan og rétti Töru lykil-
inn. Allt í einu fannst henni hún vera
mjög heimsk. „Ég vil ekki að þú brjótir
heilann um hvað muni gerast næst.
Sestu núna niður. farðu úr skonum og
slappaðu af.”
„Jæja, Jeff," sagði hún. „hvað
ætlaðirðu aðsegja?"
Hann fór úr jakkanum og settist vicT
hliðina á henni. „Ég er rneð litla gjöf
handa þér.” Og hann setti giftingar-
hringinn hennar í lófa hennar.
Ilún starði á áletrunina 7/7 TöruJ'rá
Dauiel, svipur hennar lýsti fáti og ham-
ingju, síðan dró hún hann á fingurinn.
„Þakka þér fyrir. Jeff,” sagði hún og
augu Itennar voru rök.
Starandi augnaráð Smiths vék ekki af
andliti hennar. „Ég verð að segja að
náungi sem elskar konu er vitlaus að
gefa henni giftingarhring annars
manns.”
Hún reyndi að tala en hann setti
ðdýrir
kertastjakar
Silkiblóm
Þurrkuð blóm
Skreytingar
í miklu úrvali
ÓDÝRT
7. tbl. Vikan 41