Vikan


Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 14.02.1980, Blaðsíða 42
Framhaldssaga fingur á munn hcnnar. ,,Nei. leyfðu mér að segja það. Ég fór að liugsa um hvernig sambandið er á milli okkar og það er aðeins ein leið fyrir mig og þig. Tara. Ég ætla. gð leggja spilin á borðið. Ég hugsaði um hvers vegna ég héldi honum. Til að telja sjálfum mér trú um að hann væri ekki til? Til að hugga mig við að það væri ekki einhver annar? Mér fannst ég láta eins og sá sem er hræddur við drauga." Hann snerti giftingarhringinn. „Þessi draugur. Af því að eiginmaður þinn er draugur, Tara. Daniel er látinn." „Ekki," hvislaði hún. „Hann er dáinn." hélt hann áfram. „Þú veist það og það er best að viður- kenna það. Þú getur ekki búið með vofu." Hann Itorfði fast I tárvot augu hennar. „Guð minn góður, þú hefur leitað mánuðum saman. Hve lengi geturðu neitað sannleikanum?” Hann faðmaði hana að sér og hún lagði höfuðið á öxl lians, likami hennar skalf. „Tara." sagði Smith og strauk henni yfir hárið, „ég vil að þú giftisl mér." Hún streittist á móti honum. „Ekki segja þetta," muldraði hún. „Ég elska þig, Tara." hélt hann áfram. „Ég vil að þú verðir konan mín. Ég veit að þú elskar mig líka, er það ekki?" „Jeff, ég — ég get ekki elskað þig." En hún gat ekki litið í augu hans. „Af þvi þú vilt ekki leyfa þér það. Tara. Þú ert að leita að framtíð. ég er að mynda eina. Verum saman fyrir hvort annað — fyrir John.” „Jeff, ég ætla að fara með John til San Fransisco. Þú veist að ég er búin að ákveða mig,” sagði hún titrandi. „Ég er ekki að reyna að breyla þeirri ákvörðun. Tara." fullvissaði Smith hana. „af því að mig langar að koma með ykkur til Frisco. Við giftum okkar fyrst hérna." „En hvað með allar áætlanir þínar?" „Þær skipta ekki máli, Tara. Aðeins ég og þú. Svo mikið elska ég þig. An þin er engin framtíð. Auðvitað myndi ég lifa áfram og mér myndi sennilega ganga ágætlega. Ef þú segir nei verð ég kyrr hérna en ég myndi gera hlutina á minn hátt. En ef þú samþykkir að giftast mér brcylist það." Hann dró hana að sér. „Tara. ég veit hvað minningin um Daniel er þér. Ég er ekki að reyna að Skop Þið veröiö aö koma aftur eftir mánuö vegna þess aö við liggjum enn i dvala. koma í staðinn fyrir hann. Ég vil giftast þér vegna min. Sérðu að það vitlausasta er að ég lét þig fá giftingarhringinn til baka vegna þess að ég elska þigl" Tara kom ekki upp nokkru orði en augu hennar Ijóstruðu upp ástriðu hennar til Smiths. Siðan kyssti hann hana og hún þrýsti sér að honum. Hann fjarlægði hægt spennurnar úr hári hennar og jarpir lokkarnir féllu á axlirnar. Tara lokaði augunum þegar hann hneppti frá kjólnum, fingur hans struku varfærnislega yfir brjóst hennar. . . . Þau lágu í faðmlögum eftir að ástríðan var gengin yfir og Tara velti þvi fyrir sér hvort hún hefði nokkurn tima verið þráð svona heitt. Jeff brosti og tók varfærnislega rakt hárið frá andliti hennar. „Tara,” hvíslaði hann, ,,ég elska þig. Égelska þigsvontikið" Hún leit á hann og brosti. „Ég elska þig líka, Jeff," svaraði hún. Eftir á, þegar þau gengu að kofanum gegnum hálfsofandi borgina. hélt Smith Töru þétt að sér. Fyrir utan kofann tók hann um hendur hennar. „Tara, segðu mér ekki hvað þú hefur ákveðið núna. Hugsaðu þig um i nokkra daga. Og það skiptir ekki máli hvert svar þitt verður. ég mun skilja. Ég bið bara, ó guð minn hvað ég bið að þú segir já." Tara vissi að hún gæti ekki gifst Smith. Hún elskaði hann. Hún treysti honum. Hann hafði gefið henni eitl mjög mikilvægt, trúna á sjálfa sig. En hvað gerðist ef Daníel kænti aftur einn góðan veðurdag? Þá, jafnvel þó lögin hefðu álitið hann látinn af mistökum. vissi hún að hún myndi vilja vera með honum aftur. Dapurleikinn iþyngdi henni þegar hún nálgaðist hægt Ostrustofuna. Hjarta hennar sló ört. hún andaði djúpt og ætlaði að opna dyrnar þegar menn Sniiths, þeir Mort og séra Bowers, flýttu sér úl. „Afsakaðu." sagði Bowers. „Við eigum i vandræðum.” Hann hljóp á brott með hinum. Tara gerði sér grein fyrir að |x;ir voru allir vopnaðir byssum. „Hvað er á seyði?"spurði hún barþjóninn. „Vandræði við höfnina,” sagði hann. „Reid kallaði stjórann út." Tara hljóp I áttina að ströndinni. Þegar hún tróð sér gegnum mann- þröngina sá hún Smith og Reid standa hvorn andspænis öðrum. Smith miðaði riffli á Reid, fingur hans hvíldu létt á gikknum. Reid stóð nokkra metra i burtu. fingur hans nálægt byssunni. „Jeff! Ekki!" Tara öskraði um leið og hún náði andanum. Augu Smiths voru enn stöðugá Reid. Mannfjöldinn þagnaði. Reid tók skref i áttina aðSmith. „Þcssu er lokið." kallaði hann. „Við höfum fengið nóg af þér og mönnum þínum. Þú færð tólf klukkutima til að koma þér burt." „Þú ert allt i einu orðinn kjarkmikill. Frank.” æsti Smith hann. Það voru aðeins eitt eða tvö skref á milli mannanna núna, augu þeirra voru starandi. Síðan, af ásettu ráði. greip Reid um byssuhlaupið á riffli Smiths með vinstri hendinni og reyndi að ýta honum. í hægri hendinni hélt hann á sexhleypunni sinni. „Láttu mig ekki drepa þig," aðvaraði Smith hann og lét sem hann tæki ekki eftir byssunni sem var rétt við bringu hans. Tara, sem var sem lömuð af skelf- ingu. sá að Reid tók þétt um gikkinn. Siðan heyrðist klikk, rúllettan snerist en það kom ekkert skot. „Þetta var leiöinlegt." sagði Smith seinmæltur og hann deplaði ekki einu sinni auga. Hann rykkti byssuhlaupinu upp á rifflinum sinum og skaut. Reid riðaði. andlit lians var afmyndað af kvölum. siðan féll hann. Smith stóð og horfði niður á Reid. andlit lians var svipbrigðalaust. Hann sneri sér frá þegar rödd kallaði: „Smith!" Maður stóð fyrir framan mannþröng- ina og sneri baki í Töru. „Hvað viltu, herra minn?” hrópaði Smith og horfði á hann. „Þig.” Rödd mannsins var lág. Smith horfði á hann með áhuga. kinkaði siðan kolli. „Það passar." Tara starði á andlit Smiths. Hana langaði til að öskra en röddin brást henni. Byssumaðurinn náði i byssuna sína unr leiðog Smith lyfti Winchester rifflin- um aftur upp. En byssumaðurinn skaut fyrst. Smith skjögraði en gat ýtt á gikkinn. Byssumaðurinn féll nteð andlitið niður. Smith féll á hnén og blóðið fossaði úr bringunni á honum. Tara öskraði og hljóp til að vefja Smitli örmum. „Jeff! Jeff!" kveinaði hún viti sinu fjær. Menn Smiths tóku hann upp og báru hann gegnum mannþröngina. Tara náði þeim og greip um kalda hönd Smiths. Hver hrinti öðrum til að sjá fölt andlit hans. Hann andaði mjög ört. „Þú verður að lifa.” hvislaði Tara á leiðinni að Ostrustofunni. Læknir var þegar kominn. Mort og Bowers lögðu Smith varlega á bekk i skrifstofu hans. Læknirinn beygði sig yfir hann og Tara horfði kvíðafull á. „Hann er lifandi,” tilkynnti læknirinn. „En hann lifir ekki lengi." Það heyrðist brothljóð niðri. Dyrnar opnuðust næstum strax á eftir. bar- þjónninn kom þjótandi inn og kallaði: „Skríllinn heyrði að stjórinn væri dáinn. Við verðum að koma okkur út áður en þeir hengja okkur öll." Byssur voru tilbúnar, mennirnir hlupu út og skildu Töru eina eftir hjá Smith. Tara féll á hnén við hliðina á Smith og leitaði að lifsneista i teknu andlitinu. Augu hans voru gljáandi en hann horfði ákveðinn á hana og brosti. „Mér þykir leitt að hafa látið þig þiða,” sagði hann. „Ég hélt að ég gæti lokið þessum viðskiptum fyrr. Hvað er klukkan?" „Það er nægur tími," sagði Tara vingjarnlega og strauk rakt enni hans. Hann horfði á hana löngunarfullum augum. „Þú veist hvað ég vil vita. . . ” Andlit hans afmyndaðist af kvölum, en hann beit á jaxlinn. „Ég elska þig. Jeff," sagði Tara með kökk i hálsinum og tárin runnu niður kinnarnar. „Viltu giftast mér?" hvislaði hann. „Auðvitað.” Hann andvarpaði. Það leit út fyrir að honum het'ði létt mikið. „Ég þráði ekkert i heiminum eins og þig.” muldraði hann. „Tara. þú ert svo falleg. Ég elska þig svo. . . ” Hún hélt honum þétt að sér langa stund. Siðan kyssti hún kaldar og liflausar varir hans. Dyrnar opnuðust hljóðlega og Bowers gekk inn. Hann stóð kyrr augnablik og leit á likama Smiths. „Hann sagði að þú værir eina konan sem hann hefði nokkurn tima borið virðingu fyrir. nokkurn tima treyst." Hann lagði hönd á öxl Töru. „Hann lét mig lofa þvi að ef eitthvað kænii fyrir hann ætti ég að sjá um að þér liði vel. Þetta er það minnsta sem ég gct gert fyrir hann. Núna verður þú að forðast að vera á götunum. Ég skal bóka ferð fyrir þig og barnið til Frisco." Tara kinkaði kolli. „Við munum jarða hann i kyrrþey. svo það dragi ekki of mikla athygli að þér. Þeir munu ekki leita að mér — þar sem ég er klerkur. Ég er öruggur.” Þessa nótt var eins og skrattinn væri laus þegar blóðþyrstir. háværir borgarar söfnuðust saman vegna morðanna. Menn Smiths flúðu þegar Ostrustofan var brennd. Rugluð og harmi siegin sat Tara i 42 Vikan 7. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.