Vikan


Vikan - 14.02.1980, Side 63

Vikan - 14.02.1980, Side 63
Vel þekktur matarjónas? Kæra Vika! Nú hef égfylgst meö gœöaprófun Jónasar Kristjánssonar á veitingastööum borgarinnar undanfarnar vikur og þótt ýmislegt sé þar athyglisvert hefur lœðst ad mér sá grunur aö ekki sé ad öllu leyti ad marka þessa prófun. Erlendis fer hún oftast fram þannig aö prófdómarar koma óforvarandis og óþekktir á veitingastaö og þeir fá nákvæmlega sömu þjónustu og allir aörir. Á reynslu sinni gera þeir skýrslu sína og gefa stadnum einkunn. Hér á landi er ekki hægt aö hugsa sér þekktari mann á þessu sviöi en Jónas Kristjáns- son og veit ég að veitingamenn rjúka upp til handa og fóta er hann birtist og fœr hann betri þjónustu en flestir aörir. Sjálfur hef ég mun verri reynslu af mörgum þessara veitingastaöa og mörgum þessara rétta en Jónas. Hef ég ekki eitthvaö til míns máls? Sælkeri S. Sælkerason Það er þetta með mannfæðina og smæðina. Það kann auðvitað að vera að veitingamenn hlaupi upp til handa og fóta þegar þeir sjá Jónas birtast — en það er nú einu sinni svo að Jónas er okkar hæfasti maður í þessum fræðum og ekki getur hann fjarstýrt smökkun á réttum þessum. Það mætti líka hafa í huga að þegar Jónas mætir á staðina, án þess að gera boð á undan sér, er erfitt fyrir veitingamenn að fara að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir til þess að tryggja að allt falli honum í geð. Við verðum bara að treysta því að veitingamenn fari ekki í manngreinarálH og veiti öllum gestum sínum og þjóni til borðs eins og þeir væru að stjana við Jónas Kristjánsson. Ingibjörg Ólafsdóttir, Aðalítötu 8, 580 SÍKlufirði, os Steinunn Marteinsdóttir, Aðalsötu 9, 580 Siglufirði, óska eftir pennavinum á aldrinum 14-15 ára Ibæði strákum og stelpum). Þær eru sjálfar 14 ára. Áhugamál eru marg- visleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Art Prusener, 109 Baldwin, VVaukegan IL, USA 60085, er 26 ára gamall og hefur áhuga á að komast í bréfasamband við íslenskt kvenfólk. Áhugamál hans eru ferðalög, iþróttir. skiði og tónlist. Jack Van Riper, Box 1365, Meadville, Pa. 16335 USA; er 23 ára og hefur áhuga á að eignast íslenska pennavini. Áhugamál hans eru íþróttir, ferðalög, diskótónlist og tengsl við fólk af öðrum þjóðernum. Helga Jónsdóttir, Hraunbæ 62, 110 Reykjavík, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára. Hún er sjálf 12 ára. Mynd fylgi fyrsta Þréfi ef hægter. Jóna Rakel Jónsdóttir, Hllðarvejíi 42, 400 Ísafirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál hennar eru margvísleg og hún óskar eftir þvi að mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Brynja Baldursdóttir, Grænukinn 21, 220 Hafnarfirði, óskar eftir að komast i bréfasamband við stráka og stelpur á aldrinum 12-14 ára. Hún er 13 ára. Áhugamái eru tónlist, skiði og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Alvilda Magnúsdóttir, Arnarholti, Kjalarnesi, 275 Kléberg, óskar eftir að komast í bréfasamband við stráka á aldrinum 16-18 ára. Hún er sjálf 16 ára. Áhugamál eru fótbolti, tónlist. böll og margt fleira. Ingibjörg Linda Kristmundsdóttir, Hraunbæ 64, 110 Reykjavík, óskareftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 12-13 ára. Hún er sjálf 12 ára. Áhugamál eru dans, fimleikar og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Þóra S. Gunnarsdóttir, Bröttukinn 16, 220 Hafnarfirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12-14 ára. Hún er sjálf 13 ára. Áhugamál eru músik. skiði og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Þetta stendur sko í spánni IJæ Póstur! Ég á við svo stórt vandamál að stríða að ég er hætt að geta sofið á næturnar. Ég er búin að vera með strák nokkuð lengi og mér finnst við mjögánœgð, þó að við rífumst náttúrlega við og við. Það verður alltaf gott aftur. En um daginn las ég I stjörnuspá í erlendu blaði hvernig öll merkin passa saman innbyrðis. Og samkvæmt því eigum við tvö að passa alveg hroðalega saman. Ég á að vera undanláts- söm og hann á að troða á mér og fara á bak við mig og af því að ég sé það sem ég vil sjá, þá loka ég augunum fyrir göllum hans (þetta stendur sko í spánni). Svo stóð margt feira sem ég hef aldrei hugsað út í. Og núna fumst mér þetta alveg geta verið svona, að hann sé að fara á bak við mig og allt þaö. Og mig langar til að halda að þetta sé bara ímyndun í mér af því að ég las spána, en samt get ég ekki verið viss. Mig langar svo til að spyrja þig, kæri Póstur, hvort þú vitir eitthvað um þessar stjörnuspár. Er þetta bara vitleysa sem einhver býr til eða er til fólk sem getur lesið úr stjörnunum hvernig fólk er? Með von um svar áður en ég verð vitlaus. Ein sem vill ekki trúa. Það er harla lítið sem Pósturinn veit um stjörnuspár en hann telur sér þó óhætt að fullyrða að stjörnuspár séu ekki neinn Stóri- dómur og því þýðingarmikið að trúa þar ekki hverju orði og því síður að haga lífinu samkvæmt því sem þar stendur. Stjörnuspár eru fyrst og fremst skemmtilegur leikur, ætlaður til dægrastytting- ar og varhugavert að taka slíkt alveg bókstaflega. Það er lang- sennilegast að þessi blaðagrein hafi haft mjög óæskileg áhrif á þig andlega og brengli allt mat þitt á þessum vini þínum. Af því leiðir að þú ímyndar þér hluti sem alls ekki eru raunverulegir og telur sjálfri þér trú um að slæmar hvatir liggi að baki öllum athöfnum. ímyndanir þínar geta haft rnjög slæm og eyðileggjandi áhrif á samband ykkar og jafn- vel gengið af því dauðu fljótlega. Og satt að segja finnst Póstinum heldur lítið traustið sem þú berð til drengsins, ef þú trúir betur einhverju lesefni í erlendu blaði en þínum eigin augurn og eyrum. sA7ö V. ■^V/ESTI * * * * * ÚR WATTEFNI **•*»* LITIR: Rautt — blátt — grænt STÆRÐIR: Small - medium — large VERÐ: 9.995 *HERRASKÍÐAGALLAR* Stæröir 48-50 * VERÐ 29.900 ÚLPUR Í MIKLU ÚRVALI VERÐ FRÁ KR.: 5.995 POSTSIMI 30980 7- tbl. Vikan 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.