Vikan


Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 16

Vikan - 13.03.1980, Blaðsíða 16
Framhaldssaga Ef til vill hittust einhverjir i gær, aörir um síðustu helgi, og sumir í vikunni er leið. Bráðum hlýtur spurningin að vakna, og þá er að bíða eftir svari eða sætum kossi. Trúlofunarhringalitmyndalistinn kemur í góö- þið finniö rétta stærö eftir málspjaldi, sem fylgir ar þarfir.Viö sendum hann hvert á land sem er, listanum, og viö sendum hringana í póstkröfu. Við smíóum hringana (@uU Sc é>tlfur Laugavegi 35 Sími 20 6 20 Viðnámum staðar við dyr númer tvö á ganginum og Vivien opnaði þær og ýtti mér inn fyrir. Ég gekk út að glugganum og leið hálfónotalega að vera ein með henni eftir fund okkar daginn áður. Því varla gat ég spurt hana hvort henni liði betur. Loks spurði ég: „Finnst ykkur ekki erfitt að búa í svona stóru húsi?” „Ja, jú, ætli það ekki. En við notum ekki öll herbergin. Pabbi keypti húsið áður en við fórum frá Kenya, og núorðið er hreint ekki svo auðvelt að selja svona hús. Enda finnst okkur lika gott aðhafa nægilegt olnbogarými." Vivien horfði stöðugt í augu min meðan hún talaði og það var eitthvað í augnatilliti hennar sem vakti sérstaklega eftirtekt nu'na. Ég veit ekki hvað það var, en helst var eins og það væri einhver vörn, eins og hún væri á verði gagnvart mér. Ég var sannfærð um að hún ætlaði að segja eitthvað fleira er faðir hennar birtist i dyrunum með töskuna mina. Hann gekk beint til hennar og lagði handlegginn utan um hana, eins og til að vernda hana. Faðir minn hafði aldrei flíkað tilfinningum sínum — að minnsta kosti ekki gagnvart mér — og mér kom í hug að hann hefði aldrei getað sýnt mér slík blíðuhót. né ég þegið slíkt. og ég fann til öfundar eitt augnablik. Julian Marsh var lika mjög glæsilegur faðir og ég var nýbúin að missa minnföður. „Komdu nú, Vivien,” sagði frændi minn. „Við skulum leyfa Jo að taka upp úr töskunum. Baðherbergið er fyrstu dyr til hægri, Jo. Það er mjög auðvelt að rata í þessu húsi. Komdu svo bara niður. þegar þú ert tilbúin, þá verður kaffi á boðstólum hjá okkur Vivien." Þegar ég kom út úr herbergi minu um þ'að bil hálftíma seinna heyrði ég rödd Pauls Barton og Vivien svara honum hlæjandi. Það yrði þá ekki bara fjöl- skyldan sem sameinaðist yfir morgun- kaffinu, hugsaði ég. Nema því aðeins að þegar væri litið á Barton lækni sem einn af fjölskyldunni. Hvað sem þvi leið fannst mér ég ekki geta spurt frænda minn spurninga er vörðuðu bréf hans til föður mins meðan Paul Barton væri viðstaddur, og á leið- inni niður stigann skammaðist ég min fyrir hvað mér létti við þessa uppgötvun. Framkoma Bartons var eins eðlileg eins og við hefðum einungis hist daginn áður til að skiptast á skoðunum um veðrið, og hann heilsaði mér vinsamlega með handabandi. Hann minntist föður mins í örfáum en samúðarfullum orðum 16 Vikan II. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.