Vikan


Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 8

Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 8
Smásaga KRÖFU- GERÐ í TÍU LIÐUM Smásaga eftir Ingólf Margeirsson Fréttaskýrendur eru ekki á eitt sáttir um hvernig gíslatakan hófst. I.íklegustu atburðarásina er þó sennilega að finna i skýrslu lög- reglunnar, sem stimpluð hefur veriðsem algjört trúnaðarmál: ..Háttvirtur þingmaður Alþýðuflokks á Suðurlandi. Halldór Steindal. kom óboðinn i síðdegismóttöku utanríkis- ráðherra, föstudag þ. 24. mai. Sennilega var Halldór undir áhrifum áfengis við komuna. Hann neitaði höstuglega kurt- eislegri beiðni ráðherra að vikja á brott og hafði frammi mikla háreysti. sam timis sem hann veitti sér rikulega at' þcim vinföngum sem á boðstólum voru. Þar sem umgetinn Halldór Steindal alþingismaöur olli bersýnilegri truflun á annars prúðri samkomu ráðherra viku nokkrir starfsmenn utanríkis- ráðuneytisins sér að Halldóri og lögðu fast að honum að yfirgefa móttökuna. Eftir nokkrar orðsviptingar hvarf Halldór fram í forstofuna og töldu menn að hann hefði farið úr húsinu og töldu surnir sig heyra hurð skellt. Þó var svo eigi. Andartaki síðar birtist fyrrnefndur þingmaður. Halldór Steindal. i stofudyrunum með haglabyssu i hendi og beindi henni að veislugestum. Danski sendiherrann. sem er mikill veiðimaður. bar þegar kennsl á vopið — BROWNING nr. 12 — fimrn skota sjálfhlæðu. Síðar fundust umbúðir af gæsahöglum nr. 2 i forstofunni. sem studdi grun um þessa tegund skotvopns. Halldór æddi inn i stofuna og hrakti siðdegisgesti inn i innri stofuna um leið og hann hrópaði: ..Ísland ögrum skoriðl" lAtgar virðulegir veislugestir höfðu flykkst saman i innri stofunni hrópaði tittnefndur Halldór að hann vildi að bandaríski og sovéski sendiherrann gcngju frani fyrir skjöldu. Voru tilmæli Halldórs Steindal þýdd fyrir viðkomandi sendiherra. Utanrikis ráðherra varaði þó sterklega við slíkum aðgerðum og sagði stundarhátt við viðstadda: ,.Et skal over os alle gange!" Mun þessi orðsending ráðhérra hafa farið forgörðum hjá flestum. Gengu þá fyrrnefndir sendiherrar úr hópnum og beindi Halldór Steindal þeim út i horn i fremri stofunni, samtimis sem liann heimtaði lyklana að vínkjallara hússins. Þar eð lif ambassadoranna var i veði var gengið að kröfum þingmannsins. Rak fyrrnefndur Halldór báða sendiherrana á undan sér niður tröppurnar og niður i kjallara og hótaði öllu illu ef sér yrði veitt eftirför. Það siðasta sem boðsgestirheyrðutil háttvirts þingmanns var setningin: „Þið munuð heyra i mér i lögregluradióinu eftir hálf tima.” Nokkru síðar. er fyrstu gestirnir gægðust niður i kjallaraganginn. var allt með kyrrurn kjörurn og þremenning- arnir horfnir inn i vínkjallarann og honum læst að innanverðu. Hurðin er úr skotheldu stáli. sérlega hönnuð og smiðuð í Bretlandi 1969. Innan hennar er þunn þilhurð sem loka má með krækju." — O — Allt benti til þess að gislatakan hefði veriðskipulögð. Háltvirtur þingmaður. Halldór Steindal. lét í sér heyra til sendiráðs- lögreglunnar á umgetnum tinia. Þetta sannaði að hann hefði haft með sér sendi- og móttökutæki er hann kom i siðdegismóttökuna. Fyrsta verk utanrikisráðherra var að kalla lögreglu á vettvang. sem lokaði hverfið af. Þvi næst lét utanrikis- ráðherra stjórnir Bandarikjanna og Sovétrikjanna vita hvernig ástatt var. Þá voru fyrstu fréttamenn og blaða- Ijósmyndarar komnir á vettvang en var meinuð innganga í húsið. í fyrstu var talið að taka sendiherr anna væri verknaður framinn i ölæði. Kröfugerð Halldórs Steindal gerði þvi málið flóknara. Blaðamaður Dagblaðsins var staddur i lögreglubíl fyrir utan hús utanrikis- ráðherra er þingmaðurinn lét fyrst í sér heyra. I fréttinni. sem bar fyrirsögnina „Ósvifni lögreglunnar gagnvarl blaða- manni Dagblaðsins". segir blaöamaður orðrétt: „Dagblaöið var til staðar er Halldór Steindal. þingmaður Alþýðuflokks á Suðurlandi. sendi fyrst kröfur sinar úr senditæki í vínkjallara utanrikis- ráðherra, en eins og kunnugt er heldur hann sendiherrum Bandaríkjanna og Sovétrikjanna þar föngnum. Þing- maðurinn sendi á rás lögreglunnar og var rödd hans litt skiljanleg i byrjun vegna suðs og truflana i móttökutæki lögreglunnar. Siðar heyrðist þó greinilega: „Svo vil ég að helvitis kaninn drulli sér á brott. . Sennilega hefur þingmaðurinn gert sér grein fyrir truflununum þvi hann hóf lestur kröfu- gerðarinnar upp á nýtt og voru þá orð hans hljóðrituð af lögreglunni. Þvi miður tókst Dagblaðinu ekki að ná niður kröfugerðinni þar sem blaðamanni var ruddalega sagt að hypja sig úr bílnum af aðvífandi varðstjóra. Skal tekið fram að lögreglumennirnir í bilnum áttu þarna enganhlutaðmáli.” Við hlustun á hljóðritun lögreglunnar kom i Ijós að kröfur Halldórs Steindal voru mjög ruglingslega fram settar og blönduðust heiftarlegum grátköstum. tryllingslegum hlátri og glefsum úr ættjarðarsöngvum. Blaðafulltrúum utanrikisráðuneytisins og rikisstjórn arinnar var þvi falið hið vandasama verk að koma kröfunum á aðgengilegt og sómasamlegt mál. Kröfurnar (sem flokkaðar höfðu verið i 10 liðil voru lesnar þegar í stað i rikis- fjölmiðlunum á föstudagskvöld og birtar i dagblöðunum daginn eftir. — O — Þær hljóðuðu svo: 1. Bandaríska varnarliðið á Miðnes- Iteiði verði þegar látið víkja úr landi og Ísland segi sig tafarlaust ur Atlantshafsbandalaginu (NATO). 2. Sovéska sendiráðið skili • fullkomnum lista til íslensku lög- reglunnar yfir alla KGB-menn á Islandi og geri grein fyrir störfum sendiráðsmanna, hvers og eins. 3. Bandariska sendiráðið skili fullkoninum lista til íslensku lög- reglunnar yfir alla CIA-menn á Íslandi og geri grein fyrir störfum sendiráðsmanna, hvers og eins. 4. Hagfræðikenningar Milton Eriedmans og frjálshyggjuhug- myndir nóbelsverðlaunahafans F.A. Hayeks verði kynntar starfs- mönnum austur-evrópskra sendiráða i Reykjavik. Kynningin fari fram í sovéska sendiráðinu i formi maraþonsupplesturs, en þess á milli verði bornar fram veitingar á kostnað sendiráðsins og leiknar plötur með islenskum einsöngvurum. 5. Islensk ættjarðarlög verði flutt viðstöðulaust í útvarpi bandaríska varnarliðsins á Keflavikurflugvelli og sýndar stillimy ndir (i litum) al' islenskri náttúru i hersjónvarpinu i stað venjulegra dagskrárliða. 6. Island segi sig tafarlaust úr öllum alþjóðlegum samtökum. 7. Ríkisstjórnir Bandarikjanna og Sovétríkjanna kosti þýðingu og út- gáfu á heildarvcrkum Fjölnismanna í viðkomandi löndum. 8. Fyrrgreind tvö stórveldi lýsi þegar yfir tilverurétti allra smáþjóða án hernaðarlegrar né efnahagslegrar ihlutunar. 9. Haldin verði sérstök „íslands- messa” í I lallgrímskirkju. Biskup Íslands messi og verði sérstaklega beðið fyrir landi og þjóð og erlend ásælni fordæmd. 10. Opnuð verði áfengisútsala í Grinda- vík. 8 Vikan 23. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.