Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 42
Framhaldssaga
„Sjáöu, foringi. Hér — og hér. Nýr
viður. Nýr lás. Ný málning."
En Meadowson-fjölskyldan vildi enga
skýringu gefa á skemmdunum. Þær
voru reyndar, ef lögreglan hefði bara
vilað af því, glögg ábending um hvarf
Júlíu Jordan og gáfu einnig visbendingu
um það sem á eftir fór. En lögreglan gat
með engu móti vitað það. Ekki á þessu
stigi málsins.
Þvi miður.
Annar hluti
FÓRNARMESSAN
(1)
Júlia.
Hann hafði aldrei skilið fullkomlega.
hvað hún stóð föst á meydómi sínum.
Viku eftir að þau hittust fyrst fór hann
með hana heim til sín í Muswell
Gardens. Hún reikaði um stóru herberg-
in tvö, tók sér í hönd bækur, skraut-
muni, snyrtilegu bunkana af lagalegum
skjölum, sem hann vanii svo oft við
heima hjá sér, blöðin vendilega limd
saman nteð limbandi og þeim staflað
upp á skrifborðinu hans í stofunni. Hún
var eins og forvitinn kettlingur með
ósvífið nefið niðri i öllu, i skápunum i
eldhúsinu hans, i skúffunum i svefnher-
berginu. Jafnvel þá vissi hann, að þetta
var sú eina rétta. Önnur gat aldrei orðið.
Stutt símtal til Friars Hill og þau fóru
saman i rúmið eins eðlilega og ef þau
hefðu verið búin að vera saman i heilt
ár. En fræðilega séð var hún enn hrein
mey, þegar þau borðuðu morgunmatinn
saman morguninn eftir. Það var hún
enn þegar hún hvarf . . .
(2)
Júlia.
Hún fór bara i veisluna vegna þess að
Betty Meadowson grátbað hana um það.
Foreldrar Bettyar, Bill og Mollie,
skipulögðu skemmtan kvöldsins, og
veislurnar þeirra höfðu orð á sér að vera
taumlausar. Hún sagðist ekki myndu
i fara nema Mike kæmi með, og Mollie
hringdi sjálf heim til hennar til að segja.
að auðvitað væru þau bæði hjartanlega
velkomin.
En Mike hringdi i hana á skrifstof-
unni um fjögurleytið og sagði. að sér
seinkaði. Hún hringdi í Betty og sagðist
ekki geta komið, og Betty grét í símann.
Hún varð að vera í veislunni, foreldrar
hennar kröfðust þess, en hún myndi ekki
geta haldiðhana út, ef Júlía kæmiekki.
Þegar Júlía heyrði ekkasogin í síman-
um, fann hún til sterkrar freistingar að
leggja á. En hún vissi, að það gat hún
ekki gert. „Allt i lagi,” sagði hún, „ég
skal koma svolitla stund. En ég þarf að
fara snemma. Ég fer út með Mike á
morgun.”
Hún iðraðist þessa um leið og hún
kom inn i Meadowson-húsið. Þetta var
með eldri og rúmbetri húsum í hverfinu
og þar var allt að þvi niðamyrkur. Það
var ekki annað en svart kerti sem
stungið var i stút á tómri flösku, sem
lýsti eilitið upp. Einhvers staðar djúpt
innan úr húsinu heyrðist þungur taktur.
ákafur ásláttur á dimmradda trumbu.
Betty beið eftir henni i anddyrinu.
Hún fylgdi henni upp i herbergið sitt og
sagði strax óðamála: „Ó. Júlia, Guði sé
lof! Ég hélt. að þú kæmir ekki!” Hún var
búin að drekka eitthvað af vini, og orðin
streymdu af vörum hennar. „Ég þekki
e/iganEngan! Éullt af öfuguggum.
Enginn sem við þekkjum . . . Þetta er
hræðilegt! Og þegar ég hélt, að þú
kæmir ekki —"
Júlía sagði: „Getum við ekki kveikt.
Bet? Af hverju eru bara kerti?”
„Það var hugmynd Bills. Þetta á að
gera andrúmsloftið vinalegra eða eitt-
hvað.” Hún flissaði taugaóstyrk. „Það
er jsegar orðið það. Þau eru farin að
hátta sig í borðstofunni.”
„Er nokkur ástæða til. að við kveikj
um ekki Ijósin hérna uppi?" Júlia gekk
að rofanum á veggnunt. Það srhall I
honum. en ekkert Ijós kom. Herbergið
var næstiim niðantyrkt. Það var aðeins^
eitt kerti á snyrtiborðinu, og hrikalegar
skuggamyndir flöktu á veggjunum,
þegar hún hreyfði sig. „Jeremias minn,
Bet, á þetta að vera fyndið?”
„Það er slökkt á aðalrofanum. Má
ekki svindla, sagði Bill. Segulbandstækin
ganga fyrir rafhlöðum.” Skyndilega
faðmaði hún Júliu að sér. „Ó, Júlía. ég
er hrædd! Ég vildi, að hann Mike þinn
væri hérna. I alvöru. Jule, þetta eru allt
eintóm ógeð. Ég veit ekki, hvar þau hafa
grafið þau upp —”
Dyrnar opnuðust og Mollie Meadow-
son stóð þar. Hún slagaði svolitið til.
Hún starði blindum augum á kertaljós-
ið.
„Bill vill fá þig, Bet. Og þig, Júlía. Af
hverju felið þið ykkur hér?” Hún var
búin að búa í Englandi í tuttugu ár, en
talaði enn eins og fólkið gerði í Wollon
gong fyrir sunnan Sidney. þar sem hún
var borin og barnfædd.
Hún var í appelsínugulum buxum.
sem sveipuðust svo þétt um mjaðmir
hennar að þær hefðu getað verið önnur
húð hennar. Við þær var hún í hvitri
blússu, sem var alveg fráhneppt. Undir
henni voru brjóst hennar nakin.
Bet sagði: „Mollie, er —”
„Ég spurði af hverju þið væruð i fel-
urn?”
„Við erum ekki í felum. Ég fór með
Júliu hingað upp. Hún var að koma.”
Niðri hlýtur einhver að hafa opnað
hurð. þvi hljóðið hækkaði. sami villti,
krefjandi frumskógatakturinn. Júlia
horfði heilluð á Mollie Meadowson. sem
sveigðist til og frá eftir taktinum.Betty
var enn að afsaka sig, en Mollie virtist
ekki heyra til hennar lengur. Hún var
Lengsta handfang í
heinti heitir
(íme
Einkavinur
húsmóöurinnar
Fyrir fjölskylduna
— fyrirtæki
— fjölbýlishús
Er sjálfvirkur opnari fyrir bílskúrshurúir. í stað þess að berjast við hurðina
styður þú á hnapp inni í hlýjum bílnum, hurðin opnast sjálfkrafa og kveikir
Ijðs. Þú ekur inn, styður á hnappinn og hurðin lokast.
í' tæléinu er sérstakur rafeindaminnislykill þannig að ekkcrt annað tæki
getur opnað þinn skúr — eða þína vörugeymslu.
Það kostar ekkert að kynnast þessari tækni, sláðu á þráðinn — við erum í
síma 32030.
30ÁRA REYNSLA Í USA
— YEIR 800 TÆKl SELD HÉRLENDIS
ASTRA Ármúla 42
• Ars ábyrgö • Fullkomin viðgeröa- og varahlutaþjónusta
FráUSA
MEYJAR-
FÓRNIN
horfin á vald trumbusláttarins á neðri
hæðinni.
Trumbuslátturinn var ólíkur öllu. sem
Júlía hafði áður heyrt. Hann bergmálaði
um húsið eins og sláttur risavaxins
hjarta, drundi við í myrkrinu og kerta-
bjarmanum. Þetta var truflandi, ógn-
vekjandi. Áslátturinn virtist leita og
finna svörun djúpt innra með henni.
svörun og viðbrögð, sem voru allt að því
kynferðisleg.
Betty sagði:.,.Við verðum vist að fara.
Júlía, Bill verðurekki ánægður með —”
Yfir hjartslátt trumbunnar sagði
Júlia: „Ég er ekki viss um, að ég vilji
vera áfram. Kannski er þetta ekki veisla.
sem ég kann að meta.”
Mollie nam skyndilega staðar.
„Hvernig veistu það? Þú hefur ekki
séðhana enn!"
„Við verðum vist að fara niður,
Júlía."
„Af hverju kemurðu ekki heim með
mér? Við yrðum einar —"
Mollie sagði hvasst: „Það fer enginn
eitt eða neitt! Þetta er okkar veisla. og
þið andskotist að vera áfram! Báðar
tvær. Komið ykkur nú niður og enga
þvælu!” Hún skipti svo óvænt skapi, að
það var næstum óttalegt. Drauma-
svipurinn var strokinn af henni; hún var
allt i einu orðin hörð og varir hennar
fast klemmdar aftur. „Áfram með
ykkur! Báðar tvær!"
Bet brotnaði saman.
„Konidu með mér, Jule —"
Andartak hvarflaði uppreisn að Júlíu.
En Bet var aftur farin að gráta og togaði
í handlegg hennar. Það svaraði ekki
kostnaði að fara að rífast, hugsaði hún.
Ef þær Bet stæðu saman, gætu þær
ráðið við hvað sem þær rækjust á niðri,
þó að Bet gæti það ekki ein. Og það var
ekki eins og það væri eitthvað hræðilegt.
sem biði þeirra. Þetta var heimili Bills
Meadowson og veisla á hans vegum.
42 Vlkan 23. tbl.