Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 22
Framhaldssaga
sagði Ted yfir ábætinum. i þvi skyni að
gera þennan fjölskyldufund dálitið
fjörlegri. —Ógæfukökur. Þú opnar
kökuna og þar stendur t.d. eitthvað á
þessa leið: Ekki spyrja.
Þeint fannst þetta ekkert fyndið og
sökktu sér niður í þunglyndi vegna
manneskjunnar. sem hefði átt að sitja
við þetta borðen var þar ekki
Þegar þau skildu kyssti Harriet Ted
vandræðalega á kinnina. en það hafði
hún ekki gert lengi. Þau ætluðu að koma
aftur næsta ntorgun og fara með Billy til
FrelsiSstyttunnar. Nokkuð mikið
fyrirtæki fyrir þau en Ted gat ekki
fengið þau ofan af þvi. Þau voru.komin
til þess að vera afi og amma.
—Borðar hann ntikið sælgæti? spurði
Sam. — Hann ætti ekki að borða sykur.
—Hann fær bara sykurlaust
tyggigúmmi núna.
—Hvað með vítamin.
— Hann fær þau á hverjum degi. Sam.
—Þeir launta sennilega sykri i þau.
—Jæja. mér finnst þú standa þig mjög
vel, sagði Harriet.
—Já. hann gerir það. bætti Sam við. eins
og hann væri að tala um einhverja
þriðju persónu.
—En —
Ted beiðeftir þvi neikvæða.
—Mér finnst að barnið þarfnist ntóður.
Rödd hennar lýsti þvilíkri kvól og
örvæntingu vegna dótturinnar aö Ted
gat ómögulega tekið þetta sent gagnrýni
á sig.
Þau komu snentma næsta morgun.
ætluðu sér greinilega að verða fyrstu
gestirnir i I'relsisstyttuna þann daginn.
Ted kærði sig ekki um að minna þau
frekar en aðra á að hann átti fertugsaf
ntæli þennan dag. Hann var ekki i skapi
til að bjóða upp á afmælistertu. Þau
yrðu í hurtu með Billy allan daginn.
Hann hafði nógan tíma fyrir sjálfan sig
en gat ekki ákveðið hvernig hann ætti að
halda daginn hátiðlegan. Hann langaði
mest til að liggja i rúntinu.
En vetrarveðrið á þessum fallega
sunnudegi var freistandi svo hann skipti
um skoðun og fór út að ganga. Og leitaði
eins og ósjálfrátt á æskuslóðir. Enda var
að ekki svo erfitt. hann var borinn og
barnfæddur i New York — það tók
hann hálftima með neðanjarðarlestinni
að komast á æskuslóðir.
Hann tók lestina til Fordham Road og
Jerome Avenue í Bronx. Hann
staðnæmdist framan við barnaskólann
þar sem hann hóf nám fimnt ára gamall,
fyrir 35 árum. Síðan fetaði hann slóðina
heint.
Húsin. sem flest voru 5 hæða. voru
orðin hrörleg og eymdarleg. þau til
heyrðu húsagerðarlist liðinna tíma.
Húsagarðarnir fyrir framan þau höfðu
glatað öllum glæsibrag og voru orðnir
að geymslustað fyrir sorp. Veggirnir
voru þaktir kroti: Tony D. upp með
hann!
Fáir voru á ferli þennan sunnudags-
morgun. Þrjár gamlar konur á leið til
kirkju hröðuðu sér fram hjá tveimur
Spánverjum sem höfðu brett upp skyrtu-
ermarnar og reyndu að koma vélinni í
bilnum sínum í lag. Ted gekk fram hjá
brenndum rústum verslana, krækti fram
hjá rusli og glerbrotum. Sú niðurniðsla
sent einkenndi meirihluta Bronxhverf-
isins var líka farjn að setja sinn svip á
gömlu slóðirnar Itans.
Hann kom að gamla húsinu sinu sem
stóð við Creston Avenue, nálægt 184.
stræti, og settist á tröppurnar. Hann
furðaði sig á þvi hvað allt virtist smátt.
Gatan þar sem hópur barna hafði
stundað leiki sína var stutt og þröng.
Stóra hæðin þar sem þau renndu sér á
magasleðum i snjónum var ekki annað
en nokkuð brött gata. Það var svo langt
um liðið og hann hlaut að hafa verið
mjög lítill sjálfur úr því að honunt hafði
virst alltsvostórt.
Hinunt megin við götuna var skóla-
leikvöllur þar sem hann hafði leikið
körfubolta. Nú var búið að taka körf-
urnar niður, börn voru hætt að leika sér
þarna. Kona gekk fram hjá honum. Hún
leit varfærnislega á hann. ókunnugan
manninn sem kannski var til alls vis.
Hann sat þarna. rifjaði upp leiki æsk-
unnar og sá drauga á hverju horni.
Stráka ogstelpur.
Hann mundi hvernig honum hafði
einu sinni tekist að skora mark eftir
að hafa náð boltanum af Stuie Mazlow.
markakóngi hverfisins. Hann ntundi
hvernig augu Stuies höfðu logað af reiði
þegar boltinn lenti í körfunni. Og nú.
þrjátíu árum seinna, stóðu þessar minn-
' ingar honum ljóslifandi fyrir hugskots
sjónum. Eftir nokkur ár hefði Billy náð
sama aldri og hann var þá á. Hann hug-
leiddi hverfulleika heimsins og næstu
kynslóð þar sem mörk kynslóðarinnar á
undan yrðu gleymd og grafin.
Hann hafði átt góða æsku. Að
minnsta kosti utanhúss, i leikjum á
götunni. Billy fór á tnis við svo margt
með því að hafa engan pall til að sitja á
og engar götur til að leika sér á. Aðeins
götur þar sem bílaumferð hafði tekið við
af boltaleikjunt barna þrjátiu árum áður.
En það var lika annað og meira sem
Billy fór á mis við. Harriet hafði sagt að
hann þarfnaðist móður. Hvað gat hann
haldið lengi áfram án þess að nokkur
kona deildi lifinu með þeim Billy?
Halló, herra Evans! Gamall maður
gekk eftir götunni hinum megin.
Manstu eftir mér? Ég var vanur að
stunda sælgætisbúðina þina. Ég er
Teddy Kramer. Bróðir Ralphs. Mér
fannst eggjakremið þitt svo gott. Nú
vinn ég við auglýsingar. Konan min fór
frá ntér og nú eruni viðskilin. Égá lítinn
dreng. Bráðum fimm ára. Einu sinni var
ég fimni ára og átti heima hérna.
Hann hafði gefið sér afmælisgjöf sem
benti ekki á neina lausn nema sjálfs-
morð.
Ted gekk yfir að hominu þar sem
garn.la kvikmyndahúsið hans stóð enn.
Paradisarbíó með máluðum loft
skreytingum. stjörnum og skýjum á
hreyfingu. Nú var búið að skipta kvik-
myndahúsinu i þrjá sali. Paradís eitt, tvö
og þrjú.
— Hvernig er hægt að skira nokkurn
kvikmyndasal Paradis tvö? spurði hann
húsvörð sem var að hreinsa til á gang-
stéttinni.
— Ég veit þaðekki.
— Þeir hefðu átt að skíra hann
Glataða paradis.
Maðurinn hafði engan áhuga á þörf
Teds fyrir sögulega skýringu og hélt
áfrant aðsópa.
Ted gekk í áttina að neðanjarðarstöð-
inni og kom auga á feitlaginn mann sem
hélt i sömu átt. Honum fannst hann
kannast við hann. Það var Érankie
O’N'eill sem hafði búið i næsta húsi.
Maðurinn gaut til hans augunum. það
rann smám saman upp fyrir honum hver
Ted var.
— Frankie!
— Ert þetta þú, Teddy?
— Já. i eigin persónu.
— Hvað ertu að gera á þessum
slóðum?
— Skoða mig um.
— Ég hef ekki séð þig —
— Afar lengi.
— Ja. hérna. Hvar býrðu?
— Í miðborginni. En þú?
— Á 183. götu.
— Er það satt? Sérðu nokkurn tima
gömlu vinina?
— Nei.
— Hvaðgerirðu. Frankie?
— Ég vinn sem barþjónn. Á Gilli-
gansbarnum. Hann er enn á sama stað.
Eitt af þvi fáa sem ekki hefur breyst i
þessu hverfi.
— Gilligansbar. Stórkostlegt, sagði
hann og vildi ekki móðga manninn með
þeirri staðreynd að hann hafði aldrei
komið inn á Gilligansbarinn.
— En þú?
Skreytingar og
gjafavörur við öll
tækifæri.
Opið alla daga
kl. 9 - 21.
Blóniabúöin
vor
Anstarverí
^IF! n 1M I ! II TTTIF
mrmrrrrirTrfifi
3Qto.l II ! I I IC
^gTBEEinnTTItí
rimmgmiTmE
mmm.1
Sími 84940
iipmwi
22 Vikan 23. tbl.