Vikan


Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 31

Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 31
Popp Þorgeir Ástvaldsson SUPERTRAMP: Forsprakkar Supertramp þeir Richard Davies og Roger Hodgson. Talast ekki við nema með hljóðfær- unum. Þeir seni hafa vakandi augu og eyru fyrir einhverju nýju og áhugaverðu meðal lílt jrekktra flytjenda i poppinu hafa fyrir löngu uppgötvað SUPER- TRAMP sem sérstæða og vandaða hljómsveit. Fram að síðasta ári voru vinsældir hljómsveitarinnar bundnar við tiltölulega þrönga aðdáendahópa en á þvi varð skyndiþreyting þegar platan Breakfast in America birtist á markaðn- um. Supertramp komst þegar I skærustu sviðsljós og platan seldist i milljónum eintaka víða um heim — varð ein sú söluhæsta siðasta árs. Þjónustustúlkan sem gegnir hlutverki frelsisstyttunnar og býður til morgunverðar á framhlið plötuumslagsins er orðin að vörumerki hljómsveitarinnar. Stofnendur Supertramp og forsprakk- ar eru þeir Richard Davies Isöngur og hljómborð) og Roger Hodgson (söngur. gítar og hljómborð). Samstarf þeirra i hljómsveitinni er það eina sem. þeir eiga sameiginlegt þvi þess utan ræðast þeir ekki einu sinni við. Stafar það af mismunandi viðhorfpm og ágreiningi út af eiturlyfinu LSD .Meðspilarar þeirra allt frá áfiAú 1973 eru þeir Anthony Helliw'ell (söngur og blásturshljóðfæri) Dougie Thompson ■. jbassi) og Bob Benberg (trommur). Eins og gengur og gerist var velgengnin þeim ^ekki auðkeypt. Framan af gekk afleitlega óg þeir lifðu þetta af aðeins vegna fjárstyrks frá milljónamæringi sem hafði trú á piltunt. Það var þó ekki fyrr en þeim styrkveitingum lauk að hjólin tóku að snúastaðráði. Plötur Supertramp eru nú sex að tölu og kom sú fyrsta út fyrir 10 árum og ber heiti hljómsveitarinnar. Ári siðar kom platan Indelibly Stamped út óg strax í kjölfarið Crime of the Century, en sú plata hlaut ágætar viðtökur og varð homsteinn að frekari velgengni. Fimm Aðdáendur heilsa Supertramp. Tugir þúsunda þáðu „morgunverðarboð" hljómsveitarinnar þegar hún ferðaðist um Bandarikin á siðasta ári. Blásarinn Anthony Helliwell og bassaleikarinn Dougie Thompson. Hljómsveit sem vandarvel til verka sinna ár liðn þar til næsta plata sá dagsins Ijós en hún ber heitið Crisis? What C'risis? og hlaut dágóðar viðtökur, einkum meðal gagnrýnenda. Með plötu sinni F.ven in the Quitest Moments. sem á eftir fylgdi, treysti hljómsveitin sig verulega í sessi meðal athyglisverðustu popphljómsveita og hlaut að koma að þvi að hún næði almennri hylli. Sú varð og raunin á eins og áður er getið. Supertramp er hljómsveit sem vandar t.il verka sinna og hefur þann ágæta sið að ryðja ekki frá sér plötum i tima og ótima eins og svo titt er með ýmsar ágætar popphljómsveitir sem náð hafa miklum vinsældum. 23. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.