Vikan


Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 26
I Ár trésins í Vikunni HÁKON BJARNASON: Frjór jarðvegur undirstaða að allri ræktun öll ræktun, liverju nafni sem nefnist, ber aldrei fullan árangur nema þvi aðeins að jarðvegurinn sé myldinn. frjór og eðlisgóður. Að visu lifa allar plöntur að mestu á lofti og vatni — koltvísýringi andrúmsloftsins og jarðvatni — en þær geta ekki aflað þess nema með hæfilegu magni næringarefna úr jörðu. Þau eru nitur (köfnunarefnil fosfór og kalí ásamt fáeinum öðrum, svonefndum snefil- efnum, sem sjaldan erskortur á. Á norð- lægum slóðum heims er einkum skortur á nitri og þar næst á fosfór. Það er ekki nóg að henda næringar- efnum i eða á jörðina, svo sem tilbúnum áburði eða taði, og telja svo allan vanda leystan. Jarðvegurinn er heimur ótelj- andi skordýra og lindýra, bakteria og sveppa, sem vinna í þágu plantnanna. Fyrir þvi verður jarðvegur að vera gljúpur svo að loft og vatn geti flætt um hartn og rætur plantna vaxið og smogið um hann. Jarðvegur er hvort tveggja i Hákon Bjarnason fyrrverandi skógræktarstjóri ríkisins senn. bæði efnaverksmiðja og lifandi heimur. Menn ættu að leiða hugann að þvi að jarðvegurinn. þetta þunna moldarlag á yfirborði jarðar. er undirstaðan að lifi grænu plantnanna á jörðinni. Laufblöð plantna mynda þau lífrænu efna- sambönd, sem allt okkar líf byggist á. Allur jarðvegur er næmur og viðkvæmur fyrir utanaðkomandi áhrif- um og því er nauðsyn að hafa gát á með- ferð hans. Þegar jarðvegur spillist minnkar uppskeran og þegar hann eyðist hverfur allt líf og jörðin verður auð og tóm. Íslenskur jarðvegur er myndaður af basalti — blágrýti, grágrýti. móbergi og eldfjallaösku — og er að mestu leyti fok jörð — löss — eins og flestir vita. Hann er mjög frábrugðinn jarðvegi allra nágrannalanda, sem er myndaður úr forngrýti og á annan hátt. Okkar jarð vegur hefur ýmsa kosti en einnig mikla galla. I hann skortir fínan leir svo að samloðun hans er lítil en hins vegar er hann sjaldan svo súr að plöntur líði fyrir það. Auðvelt er að bæta úr göllunum við garðrækt með íblöndun lífrænna efna. húsdýraáburði eða ntýrajörð. Þegar hafist er handa um gerð nýrra garða þarf nær alltaf að flytja mold og fyllingarefni að. En áður en það er gert er nauðsynlegt að athuga undirstöðu garðsins ef sá jarðvegur, sem fyrir kann að vera, er mjög grunnur. Allviða er undirstaðan mjög þétt móhella og á ýmsurn stöðum er gljúpt hraun. Þykkt jarðvegs á móhellu má varla vera undir einum metra þvi annars hættir honum við að vaðast út í leysingum á vorin. Á hrauni er jarðvegi hætt við að þorna um of í þurrkum og þvi verður að bæta ofan á þunnan jarðveg. Að öðrum kosti geta tré og runnar visnað og dáið. Sé undir staða jarðvegs grjótholt eða gróf urð þarf jarðvegsdýpt varla að vera meira en tvær skóflustungur. Þá verður líka að gæta að því, hvort hætta sé á aðrennsli vatns i garðinn j rigningum og leysingum. eða hvort undirstaðan sé of deiglend. Ef svo er. verður að gera hæfileg ræsi áður en meira er að gert. Þegar að því kemur að flytja ntold i garðinn vill málið oft vandast. Jarð- vegur i móum og valllendi er að mestu myndaður af áfoki steinefna, ryks og sands, en mýrajarðvegur er sambland áfoks og plöntuleifa. Sá fyrrnefndi er mjög snauður af næringarefnum og lif- laus að mestu. Því er hann ónothæfur sem gróðurmold i garða nema með þvi að hauga i hann húsdýraáburði eða blanda hann til helminga góðum mýra- uppgreftri. Sama máli gildir um svonefnda „túnmold". Hún er jafnófrjó og útjörðin þegar undan er skilið efsta gras rótarlagið. Mýrajarðvegur er misjafn að gæðum. Efstu lög mýranna eru oft mjög blönduð áfoki. en þegar neðar dregur verður mórinn hreinni og þar er meira af lífrænum efnum, hálfrotnuðum plöntu- leifum. sem geyma mikið af næringar efnum. Mýrajarðvegur er svamp kenndur og sigur mjög saman þegar hann þornar. Þvi er varhugavert að taka ferska mýrajörð til uppfyllingar. Hún þarf að þorna og veðrast áður en hún á að notast. Eins og nú standa sakir er helst að fá slíkan jarðveg úr uppgreftri úr skurðum, en þar fæst stundum afbragðsgott efni i garðmold. sem endist bæði vel og lengi með góðri meðferð. Eigi menn ekki kost á öðru en móa- eða túnmold i garða sína mun ekki veita af 2-3 hjólbörum af hrossataði á hverja 10 fermetra og meira mun ekki skaða. I mýrajörð er gott að blanda sandi og nokkur skammtur af húsdýraáburði > 26 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.