Vikan


Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 40

Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 40
Framhaldssaga Þýðandi: Magnea Matthíasdóttir MEYJARFORNIN Framhaldssaga eftir David Gurney / kvöl sinni engdist hún upp vid viðinn í hurðinni, barðist um og kastaðist til og frá I örvæntingarfullri viðleitni sinni að sleppa frá þessu svarta Ijósi og frá hvössum bornum, sem þrengdi sér dýpra og dýpra inn í hugskot hennar. Willis aðstoðarforingi fór út i lögreglubilinn og ökumaður hans kallaði upp næstu lögreglustöð, sem sendi léttan stiga. Við ýttum upp hleran- um og báðum um ljós. Dr. M. sagði, að þarna væri ekkert Ijós og að hann ætti ekkert vasaljós... „Ég er með vasaljós," sagði Willis. „Ég skal fara á undan.” Það var heppilegt fyrir Wall. að hann gerði það. Ekki eins heppilegt fyrir Willis sjálfan. Hann klifraði upp stigann með vasa- ljósið í hendinni. Hann fór varlega, mjakaði umfangsmiklum búknum upp. Þegar hann var kominn hálfa leið, nam hann staðar með höfuð og herðar komin i gegnum opið. Hann kveikti á vasaljós- inu og lyfti því til að lýsa upp myrkrið á háaloftinu. Um leið og hann gerði það, lætti skyndilegt Ijósleiftur sundur myrkrið undir þakinu — leiftur jafn- skært og klofin elding i algleymi þrumu- veðurs. Það var aflsending, sem reif lög- reglumanninn og stigann frá veggnum og þeytti þeim niður á gólf. Blossinn var svo skær, að Wall blindaðist. Það virtist heil eilifð, að hann sá ekkert nema blóð- rautt ský og nálarhvassa ljósbrodda. Hann teygði út höndina og þreifaði eins og blindur maður til að finna Willis. Og í hendur hans stökk vera, sem kastaði sér niður frá loftgatinu. Hún reif sig lausa og Wall heyrði fótatak í stiganum. Ein- hvers staðar niðri var hurð skellt. Hann bar hendurnar upp að augunum til að bægja frá sér rauða skýinu. En sjónin kom hægt aftur. 1 gegnum þokuna greindi hann fyrst stigapallinn og háa gluggann fyrir enda hans. Síðan kom hann smám saman auga á fallinn stigann, hrúgaldið sem var Willis að- stoðarforingi og dr. Meadowson upp við vegginn með hendur fyrir andliti. 1 vitum hans var snörp og römm lykt in af brenndu holdi og sviðnum klæðum. Mjór reykjarstrókur steig hægt opp i loftið. Klukkan var fimm minútur yfir ell- efu. Og Willis aðstoðarforingi var látinn. FIMMTI KAFLI Horfin stúlka, það sem mætti lýsa sem ofbeldi I nauðvörn beint að afskipta- sömum unnusta hennar, veisla þar sem einvörðungu höfðu verið notuð svört kerti til Ijósa; enn sem komið var benti ekkert til meiri háttar afbrots. Þar til nú, er Willis aðstoðarforingi lá látinn á efri hæðinni í húsi Meadowson- fjölskyldunnar, drepinn með eyðilegg- ingarafli hvers þess, sem falinn eða falið hafði verið í risinu. Var það Gray Jordan? Það var eldingarleiftur frá Gray, sem sendi Mike Benson á sjúkrahús. Og það 40 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.