Vikan - 05.06.1980, Síða 40
Framhaldssaga
Þýðandi: Magnea Matthíasdóttir
MEYJARFORNIN
Framhaldssaga eftir David Gurney
/ kvöl sinni engdist hún upp vid viðinn í
hurðinni, barðist um og kastaðist til
og frá I örvæntingarfullri viðleitni
sinni að sleppa frá þessu svarta
Ijósi og frá hvössum bornum,
sem þrengdi sér dýpra og
dýpra inn í hugskot
hennar.
Willis aðstoðarforingi fór út
i lögreglubilinn og ökumaður hans
kallaði upp næstu lögreglustöð, sem
sendi léttan stiga. Við ýttum upp hleran-
um og báðum um ljós. Dr. M. sagði, að
þarna væri ekkert Ijós og að hann ætti
ekkert vasaljós...
„Ég er með vasaljós," sagði Willis.
„Ég skal fara á undan.”
Það var heppilegt fyrir Wall. að hann
gerði það. Ekki eins heppilegt fyrir
Willis sjálfan.
Hann klifraði upp stigann með vasa-
ljósið í hendinni. Hann fór varlega,
mjakaði umfangsmiklum búknum upp.
Þegar hann var kominn hálfa leið, nam
hann staðar með höfuð og herðar komin
i gegnum opið. Hann kveikti á vasaljós-
inu og lyfti því til að lýsa upp myrkrið á
háaloftinu. Um leið og hann gerði það,
lætti skyndilegt Ijósleiftur sundur
myrkrið undir þakinu — leiftur jafn-
skært og klofin elding i algleymi þrumu-
veðurs. Það var aflsending, sem reif lög-
reglumanninn og stigann frá veggnum
og þeytti þeim niður á gólf. Blossinn var
svo skær, að Wall blindaðist. Það virtist
heil eilifð, að hann sá ekkert nema blóð-
rautt ský og nálarhvassa ljósbrodda.
Hann teygði út höndina og þreifaði eins
og blindur maður til að finna Willis. Og í
hendur hans stökk vera, sem kastaði sér
niður frá loftgatinu. Hún reif sig lausa
og Wall heyrði fótatak í stiganum. Ein-
hvers staðar niðri var hurð skellt. Hann
bar hendurnar upp að augunum til að
bægja frá sér rauða skýinu. En sjónin
kom hægt aftur. 1 gegnum þokuna
greindi hann fyrst stigapallinn og háa
gluggann fyrir enda hans. Síðan kom
hann smám saman auga á fallinn
stigann, hrúgaldið sem var Willis að-
stoðarforingi og dr. Meadowson upp við
vegginn með hendur fyrir andliti.
1 vitum hans var snörp og römm lykt
in af brenndu holdi og sviðnum klæðum.
Mjór reykjarstrókur steig hægt opp i
loftið.
Klukkan var fimm minútur yfir ell-
efu.
Og Willis aðstoðarforingi var látinn.
FIMMTI KAFLI
Horfin stúlka, það sem mætti lýsa
sem ofbeldi I nauðvörn beint að afskipta-
sömum unnusta hennar, veisla þar sem
einvörðungu höfðu verið notuð svört
kerti til Ijósa; enn sem komið var benti
ekkert til meiri háttar afbrots.
Þar til nú, er Willis aðstoðarforingi lá
látinn á efri hæðinni í húsi Meadowson-
fjölskyldunnar, drepinn með eyðilegg-
ingarafli hvers þess, sem falinn eða falið
hafði verið í risinu.
Var það Gray Jordan?
Það var eldingarleiftur frá Gray, sem
sendi Mike Benson á sjúkrahús. Og það
40 Vikan 23. tbl.