Vikan


Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn Afsteypur af hiutum__________________ Kæri Póstur. Ég hef skrifað þér nokkrum sinnum áður og ávallt fengið góð svör frá þér. Og ég vona að svo verði einnig núna. Getur þú bent mér á bók, þar sem kennt er að gera afsteypu (mót) af hlutum. Mig langar nefnilega að gera afsteypu af hlut sem ég hef smíðað úr tré. Mig langar að gefa vini mínum afsteypuna í afmælisgjöf nú í sumar. Hann á afmæli í byrjun júní. K Ég vona innilega að þú getir hjálpað mér því þetta er svo mikilvægt fyrir mig. K.E. Vonandi kemur svarið þér að einhverjum notum þótt afmæli vinar þíns sé nú alveg á næstu grösum. Erfitt hefur reynst að fá einhverjar upplýsingar um hvert best væri fyrir þig að snúa þér, en í Bókaverslun Snæbjarnar fást bækur um slíka hluti eftir Finn Lyngaard. í bókaverslun- um og á næstu bókasöfnum ættirðu líka að geta fengið frekari upplýsingar um líklega höfunda. Má þar og nefna bóka- safn Myndlista- og handíða- skólans, sem er til húsa á annarri hæð skólans að Skipholti 1. Þar innan veggja fyrirfinnst fólk sem hefur einmitt þekkingu á máli sem þessu, og Pósturinn er illa svikinn ef þú mætir þar ekki bæði lipurð og hjálpsemi við lausn vandans. Tannlæknir eða íþróttakennari? Kæri Póstur. Viltu vera svo góður að svara þessum spurningum fyrir mig? í hvaða skóla þarf maður að fara til að læra tannlækna- störf? (Eftir grunnskóla.) Hvaö mörg ár tekur það? Og I hvaða skóla þarf maður að fara til að læra að verða íþróttakennari? Hvað mörg ár tekur það? K.N. P.S. Með fyrirfram þakklæti fyrir svörin. Tannlækningar eru kenndar í háskóla og því þarftu að hafa lokið því námi sem þarf til inngöngu í háskóla, svo sem stúdentspróf eða annað sam- bærilegt. Námstími í tannlækningum er svo 6 til 7 ár. íþróttakennaraskóli íslands er á Laugarvatni og námstíminn er tvö ár. Inntökuskilyrði er 18 ára aldur, stúdentspróf eða hliðstæð próf. Um 100 hesta- vísur Heims- kringlu Kæri Póstur! Mig langar til að spyrja þig örfárra spurninga. Fyrir um 20 árum gaf Heimskringla út rit með 100 hestavísum. Heldur þú að þú getir gefið mér upplýsingar um hvort þetta rit er nokkurs staðar fáanlegt og þá helst hvar? Hvað er nám í Þroskaþjálfa- skóla íslands langt og hvaða skilyrði eru fyrir inntöku í skólann? Jæja. nú er ég víst búin að taka nóg pláss í þessu háttvirta blaði. Þakka allt gamalt og gott. Vonast eftir GÓÐUM svörum. 1064-1712 Þetta rit getur þú fengið sent í póstkröfu með því að hafa samband við bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Síminn þar er 24240. Verð ritsins er um 2.200 krónur og svo bætist við kostnaður við heimsendingu. Nám í Þroskaþjálfaskóla íslands er bæði bóklegt og verklegt og tekur 3 ár. Umsækjandi um skólavist má ekki vera yngri en 18 ára og skal hafa lokið námi úr 2. bekk framhaldsskóla í þeim náms- greinum sem skólinn gerir kröfur til eða hliðstæðu námi. 62 Vikan 23. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.