Vikan


Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 28

Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 28
Jónas Kristjánsson skrifar um fimm bestu veitingahúsin í Kaupmanr IMýjasta stjarnan á veitingahúsahimni Kaupmannahafnar er „Hos Jan Hurtig- karl” við Dronningens Tværgade 43. I>etta hús. sem opnað var í juni í fyrra. hefur þegar hlotið viðurkenningu alþjóðlegra sérfræðinga sem eitt af fimm bestu veitingahúsum Kaupmanna- hafnar. Svo skjótur frami er afar sjald- gæfur. Eigendur eru hjónin Brigitte og Jan Hurtigkarl. Hann er sjálfur yfirkokkur staðarins, en var áður frægur sjónvarps- kokkur, þegar hann eldaði hjá föður sinum Roy i sumarveitingahúsinu „Hurtigkarls", sem einnig þykir nokkuð gott. Hún er hins vegar yfirþjónn hússins. Slíkur hjónarekstur er álgengur á góðum veitingahúsunt, enda fer þá ekkert framhjá eigendum, hvorki í sal né eldhúsi. Brúnt og blátt Hos Jan Hurtigkarl er i hlokk í litlu hverfi íbúðablokka i þrihyrningnum milli Amaliuborgar, Kóngsins Nýjatorgs Rauðasta lambakjöt œvinnar og Rósinborgargarðs, vel sett á rólegum stað í hjarta Kaupmannahafnar. Veitingahúsið lætur litið yfir sér að utanverðu, en slikt þykir gjarna vita á gott innihald. Innan dyra er þægilegt að vera. Veitingahúsið minnir sunrpart á listamannakrá, enda hanga á veggjum málverk eftir feðgana Ib og Jepp Eisner. í innviðum er leikið með brúna og bláa liti. Viðarþiljur eru ljósar. Bláir kappar og hvít, létt tjöld hanga fyrir bogadregn- um og djúpum gluggum. Á gólfi er blátt gólfteppi, á borðum bláir dúkar og munnþurrkur, á stólum blátt áklæði. Borðstofustólarnir eru i nýlegum skandinaviskum stíl. Diskarnir eru skemmtilega handmálaðir bláu andliti. sérstaklega gerðir fyrir Hos Jan Hurtigkarl. Stórt borð trónir á miðju gólfi. hlaðið ávaxtaskreytingu. vínflöskum og ýmsu fleiru, sem of langt mál væri upp að telja. í loftinu er stórfengleg lýsing, gerð úr plötum, sem visa á víxl. Fátt í boði STÓRKOSTLEGT ÚRVAL (íiiin SÍÐUMÚLA 15 - SÍMI 33070 Jan Hurtigkarl er einn af baráttu mönnum hinnar nýju stefnu í matar- gerðarlist. „Cuisine Nouveile", sem hefur breiðst út með ógnarhraða frá Frakklandi á þessum áttunda tug aldar- innar. Matseðlar veitingahússins bera þess merki. Boðið var upp á matseðil dagsins. „Menu Surprise". fjóra rétti eftir fram- boði markaðs og árstíðar. á 180 danskar krónur. Einnig matseðil már.aðarins, þrírétta. á 150 danskar krónur. Vilji menn hvorugt. er aðeins gefinn kostur á nautasteik á 95 krónur og ostabakka á 25krónur. Þetta var að kvöldi til. Í hádeginu er boðið upp á „Frokostmenu", tvo rétti eftir framboði markaðs og árstíðar, á 80 krónur. Einnig fimni sérrétti á 15-40 krónur og þrjá eftirrétti á 12-20 krónur. Frábær lystauki Salurinn var þéttsetinn, þegar við komum að fráteknu borði okkar. Umsvifalaust var okkur boðið upp á lystauka hússins á 18 krónur. Það var drykkur. blandaður úr trönuberjasirópi. hindberjalíkjör og Noilly Prat vermút, alveg sérstaklega góður á bragðið. Á vinlistanum voru rúmlega þrjátíu létt vin, þar af fjögur einnig á hálf- flöskum og fjögur, sem einnig var hægt að kaupa i glasatali, óneitanlega heppilegt fyrir hina hófsömu. Verðið var frá 50 krónum fyrir hálfflösku af Dopff & Irion riesling frá Alsace upp i 285 28 Vikan 23. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.