Vikan


Vikan - 05.06.1980, Síða 28

Vikan - 05.06.1980, Síða 28
Jónas Kristjánsson skrifar um fimm bestu veitingahúsin í Kaupmanr IMýjasta stjarnan á veitingahúsahimni Kaupmannahafnar er „Hos Jan Hurtig- karl” við Dronningens Tværgade 43. I>etta hús. sem opnað var í juni í fyrra. hefur þegar hlotið viðurkenningu alþjóðlegra sérfræðinga sem eitt af fimm bestu veitingahúsum Kaupmanna- hafnar. Svo skjótur frami er afar sjald- gæfur. Eigendur eru hjónin Brigitte og Jan Hurtigkarl. Hann er sjálfur yfirkokkur staðarins, en var áður frægur sjónvarps- kokkur, þegar hann eldaði hjá föður sinum Roy i sumarveitingahúsinu „Hurtigkarls", sem einnig þykir nokkuð gott. Hún er hins vegar yfirþjónn hússins. Slíkur hjónarekstur er álgengur á góðum veitingahúsunt, enda fer þá ekkert framhjá eigendum, hvorki í sal né eldhúsi. Brúnt og blátt Hos Jan Hurtigkarl er i hlokk í litlu hverfi íbúðablokka i þrihyrningnum milli Amaliuborgar, Kóngsins Nýjatorgs Rauðasta lambakjöt œvinnar og Rósinborgargarðs, vel sett á rólegum stað í hjarta Kaupmannahafnar. Veitingahúsið lætur litið yfir sér að utanverðu, en slikt þykir gjarna vita á gott innihald. Innan dyra er þægilegt að vera. Veitingahúsið minnir sunrpart á listamannakrá, enda hanga á veggjum málverk eftir feðgana Ib og Jepp Eisner. í innviðum er leikið með brúna og bláa liti. Viðarþiljur eru ljósar. Bláir kappar og hvít, létt tjöld hanga fyrir bogadregn- um og djúpum gluggum. Á gólfi er blátt gólfteppi, á borðum bláir dúkar og munnþurrkur, á stólum blátt áklæði. Borðstofustólarnir eru i nýlegum skandinaviskum stíl. Diskarnir eru skemmtilega handmálaðir bláu andliti. sérstaklega gerðir fyrir Hos Jan Hurtigkarl. Stórt borð trónir á miðju gólfi. hlaðið ávaxtaskreytingu. vínflöskum og ýmsu fleiru, sem of langt mál væri upp að telja. í loftinu er stórfengleg lýsing, gerð úr plötum, sem visa á víxl. Fátt í boði STÓRKOSTLEGT ÚRVAL (íiiin SÍÐUMÚLA 15 - SÍMI 33070 Jan Hurtigkarl er einn af baráttu mönnum hinnar nýju stefnu í matar- gerðarlist. „Cuisine Nouveile", sem hefur breiðst út með ógnarhraða frá Frakklandi á þessum áttunda tug aldar- innar. Matseðlar veitingahússins bera þess merki. Boðið var upp á matseðil dagsins. „Menu Surprise". fjóra rétti eftir fram- boði markaðs og árstíðar. á 180 danskar krónur. Einnig matseðil már.aðarins, þrírétta. á 150 danskar krónur. Vilji menn hvorugt. er aðeins gefinn kostur á nautasteik á 95 krónur og ostabakka á 25krónur. Þetta var að kvöldi til. Í hádeginu er boðið upp á „Frokostmenu", tvo rétti eftir framboði markaðs og árstíðar, á 80 krónur. Einnig fimni sérrétti á 15-40 krónur og þrjá eftirrétti á 12-20 krónur. Frábær lystauki Salurinn var þéttsetinn, þegar við komum að fráteknu borði okkar. Umsvifalaust var okkur boðið upp á lystauka hússins á 18 krónur. Það var drykkur. blandaður úr trönuberjasirópi. hindberjalíkjör og Noilly Prat vermút, alveg sérstaklega góður á bragðið. Á vinlistanum voru rúmlega þrjátíu létt vin, þar af fjögur einnig á hálf- flöskum og fjögur, sem einnig var hægt að kaupa i glasatali, óneitanlega heppilegt fyrir hina hófsömu. Verðið var frá 50 krónum fyrir hálfflösku af Dopff & Irion riesling frá Alsace upp i 285 28 Vikan 23. tbl,

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.