Vikan


Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 44

Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 44
Framhaldssaga molaaugu lýstu yt'ir grimmdarlegum hræfuglanefjum, andlit ránfugla á mannlegum líkömum. „Bet,” hvíslaði hún. „Þú sagðir mér ekki —” Betty nötraði og skalf við hlið hennar. Hún hvíslaði á móti: „Ég vissi þetta ekki. Ég sver það, Júlía, ég vissi þetta ekki. Þetta hlýtur að vera hugmynd f Bills.” 1 daufri birtunni frá einu kerti voru áhrifin ólýsanlega uggvænleg. Augun glömpuðu rauð. Grimmdarleg nefin, sveigð og hvöss eins og vopn, virtust reiðubúin að tæta og rífa. Skyndilega fór hópurinn að hreyfast, fljótandi, eins og hann fylgdi ákveðnu hegðunarmynstri. Hann myndaði hring, og stúlkurnar tvær stóðu i honum miðjum. Bet sagði: „Mamma —” einu sinni, síðan þagði hún. Júlía snerist hægt í miðum hringnum, umkringd grímu- klæddum andlitum. Stofudyrnar voru enn opnar og Mollie stóð þar enn, en nú var órofin röð haukhöfða vera á milli þeirra. „Mike,” hvíslaði hún með sjálfri sér. „Ó, Mike —” Verurnar — hún gat ekki hugsað sér þær mannlegar — gáfu ekkrfrá sér neitt hljóð. Þær mynduðu aðeins hringinn umhverfis þær, stóðu svo, biðu, þögular, eftirvæntingarfullar. Eins og hrægamm- ar, hugsaði hún, sem bíða eftir bana- stundinni. Nú var orðið svo hljótt í herberginu, að hún greindi hjartslátt sinn. Jafnvel trumbuslátturinn frá borðstofunni var þagnaður. Mollie stóð í dyragættinni og benti þeim að koma fram aftur. Júlía tók í höndina á Bet og reyndi að ryðja sér braut gegnum raðir veranna. En enginn vék. Hún lagði hönd á öxl, vissi ekki hvort þetta var karl eða kona. Veran var i dökkum buxum og víðri svartri mussu. Hún tók allt i einu eftir því, að hin voru öll eins klædd. Óttinn náði á henni sterk- ari tökum, hún hristi handlegg verunn- ar, en röðin hélst órofin. Enginn sagði neitt. Júlía var orðin reið, og hrfcðsla henn- ar jókst stöðugt. Nú teygði hún upp báðar hen^Jur og greip í tvo stóra og hvassa gögga. Hún ityndi að ná þeim af. Þegar grímurnar væru fallnar, gat hún að minnsta kosti séð, hverjir það voru, sem léku þennan Ijóta leik . . . En það var eins og allt í einu kæmi vindur, napur gustur, sem lamaði vöðva hennar af ótta. Með honum barst hvísl, þrusk, eins og vindurinn skrjáfaði í löngu dauðum laufum eða þurrum leif- um gamalla beina. Gíggarnir voru fastir. Það var rétt eins og þeir væru ekki grímur, heldur hlutar af verunum. sem stóðu í vegi fyrir henni. Logandi augun störðu illgjörn á hana. I rökkrinu sá hún glöggt birtuna, sem brann djúpt innra með þeim, log- andi glóð, sem virtist tæta hugar-hold hennar að kviku. Önnur veran lyfti hönd að öxl hennar, en áður en hún náði taki heyrðist óp frá dyragættinni og hún hætti við. Inn í herbergið kom beinagrindin með skakka brosið. ,.ln nomine Béelzébuth. "sagði hún og gerði merki öfuga krossins. ,.In nomine Lucifer. In nomine Aastaroth ..." Hvískrið þagnaði. Það varð önnur löng og djúp þögn. Það var eins og tím- inn hefði numið staðar og héngi ein- hvers staðar milli fortíðar og framtiðar. Veran með glóandi augun stóð kyrr og teygði hendurnar enn í átt til hennar, en magra svartklædda veran sagði hvasst: „Hleypið henni hjá! I nafni hins eina Guðs.” Þögn, síðan svaraði kór radda: „Guðinn eini hefur tvö andlit.” „I nafni andlits hins illa. hleypið henni hjá." Hvískrið hófst á ný. Lágt skrjáfið i brotum tímans. Aftur hóf trumbuslátt- urinn að dynja á eyrum hennar. Andar- tak virtist veran ekki ætla að hlýða. En svo féllu armarnir að siðum hennar, og hún vék frá. Beggja vegna við hana hreyfðust félagar hennar. Júliu var opnuð leið. Og nú var hún ofboðslega hrædd. Hún fékk greiða leið að ganga til dyra með skelfdri vinkonu sinni. En hún gat ekki hreyft sig. 1 gættinni var ókunnugi og uppþornaði maðurinn með undna andlitið, og löngun hennar til að komast burt frá fullu herberginu virtist skyndi- lega hverfa fyrir ótta við háðslega bros- andi manninn, sem virtist gerður af litlu öðru en skuggum, en hafði þó vald, sem verurnar með goggana hlýddu. Kertið flökti, og skuggarnir titruðu á veggjum og lofti. Hundrað augu brunnu rauðallt umhverfis hana. „Júlía!" þetta var rödd Mollie frammi á ganginum. „Betty!” Betty kipptist ósjálfrátt við, en hún stóð áfram við hlið Júlíu. Hún tók enga ákvörðun, hreyfði sig ekki fyrr en Júlía. Enn minnti hún sjálfa sig á, að þetta var bara veisla á heimili vinafólks henn- ar. Veisla, sem gerð var eftir Ijótri hug- MEYJAR- FDRNIN mynd, en samt bara veisla. Bill átti hug- myndina, svo mikið var vist. En nú gerði hún sér grein fyrir því, að hún var enn ekki búin að hitta Bill. Bara Mollie og Betty og draugalega manninn, sem virtist hafa eitthvert vald í þessu húsi. En hvar var þá Bill? 1 borðstofunni. þaðan sem óstöðvandi trumbusláttur- inn, sem fyllti húsið. virtist koma? Bet sagði um Ijósin: „Hugmynd Bills. Þetta á að gera vinalegra andrúmsloft eða eitt- hvað.” Og flissaði óstyrk: „Það hefur þegar gert það. Þau eru farin að hátta sig i borðstofunni . . .” Fyrst þegar Mollie kom upp, sagði hún: „Bill villfá ykkur..." En hvar var Bill? Var hann einn af grímuklædda hópnum? Eða var hann að finna í trumbuslættinum i borðstofunni. þar sem — ef Bet skyldi trúa . ..? Minningin um síðustu heimsókn hennar á stofuna til Bills skyggði enn á tilhugsunina um hann, sem venjulega var svo róandi. Einhvers staðar var eitt- hvað öðruvísi en það átti að vera. Hræðilega, ógurlega öðruvísi. "En hvað? Skyndilega tók hún ákvörðun. Hún setti munninn fast að eyra Betty og hvíslaði: „Þegar ég fer af stað, kemur þú með mér. Og vertu snögg. Þegar við komum í anddyrið. skaltu hlaupa! Hlauptu eins hratt og þú getur að úti- dyrahurðinni. Við skulum koma okkur burt af þessu vitleysingahæfi." Bet leit þannig á hana, að það gat merkt hvað sem var. En það var enginn tími til rökræðna. Hún greip þétt um úlnlið Bettyar með hægri hendi sinn og sagði: „Nú, Betty!” Hlið við hlið gengu þær hratt gegnum opið í röð veranna með goggana. Svart- klædda likið, skugginn með háðsbrosið, steig til hliðar. Mollie stóð i anddyrinu með spenntar greipar. Þær ruddust fram hjá henni og hlupu Ferskleiki etnkenmr kivlttwkm frú KrS. Norcf’i. bú ftert) oll hcimilistœkin i somu nlu'silcf’u lízkulitunum frú \umu frumleiúunilu. Tryggur heimilisvinur EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERCSTAÐASTRÆTI 10 A Sími 16995. 44 Vikan 23. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.