Vikan


Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 11

Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 11
engin. nema hvað fréttastofan TASS minntist á atburðinn. í fréttinni sagði að yfirgangur Bandarikjanna á íslandi og viðar annars staðar í heiminum ylli ófyrirsjáanlegum atburðum sem þessum og heimsvaldastefna Bandarikjanna væri fordæmanleg, ekki síst þegar hún setti sovésk lif að veði. Herinn á Islandi væri ógnun við friðinn. stóð siðast i fréttinni. Sem hetur fór leystist málið áður cn til alvarlegra átaka kom. Að morgni mánudags var ..Þriggja þjóða nefndin" búin að gera hernaðar- áætlun. Víkingasveit islensku lög- reglunnar var valin til að framkvæma árásina. þar sem menn voru á eitt sáttir um að óviðeigandi væri að hermenn úr varnarliðinu eða Sovétmenn tækju beinan þátt í björgunaraðgerðunum. Tæknimenn beggja sendiráða voru þó víkingasveit íslensku lögreglunnar til trausts og halds og veittu ráðleggingar. Hernaðaráætlunin var samþykkt af hálfu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og var i stuttu máli þessi: Klóróformi (lofttegundl skyldi hleypt niður um loftræstikerfi vínkjallarans. Samtimis yrði fylgst með orðaskiptum i herberginu gegnum hlustunartæki sem sérstaklega yrði komið fyrir úti á ganginum. l>egar Ijóst væri að Halldóri Steindal og sendiherrunum rynni í brjóst yrði hafist handa að bora og sprengja upp lás stálhurðarinnar. Magn klóróforms yrði metið með tilliti til rúmmáls vinkjallara og líkamsástands mannanna (svefnleysi og þreyta). Vopnaðar sveitir lögreglu ryddust inn i klefann með heimild til að skjóta á Halldór Steindal ef hann sýndi vopnaða mótspyrnu eða gerði tilraun til að lífláta gislana. Björgunaraðgerðin var æfð sér- staklega allan mánudaginn í húsnæði Íögreglunnar að Síðumúla. Á sama tirna voru tæknimenn sendi ráðanna ásamt islenskum sérfræðingum i óða önn að koma fyrir hlustunar tækjum i kjallara utanrikisráðherra. Reynt var að hafa stöðugt samband við þingmanninn gegnum sendirás lög- reglunnar og honum tilkynnl að látið hefði verið undan kröfum hans að mestu leyti og unnið væri að að fullnægja frekari skilyrðum hans. Halldór svaraði ekki þessum sendingum. Um miðnætti var uppsetningu hlustunartækja lokið. Fyrstu hljóðin sem bárust i. heyrnar- tól lögreglumanna voru ógreinileg en virtust vera i tengslum við eins konar hljómfall eða hrynjandi. Við finstillingu reyndust hljóðmerkin vera hlátur. hróp og gráthviður. Mest bar þó á söng eða samblandni söngva. tslensku lögreglu- mennirnir greindu þegar i stað rödd Halldórs er hann kyrjaði textabrot úr Stóð ég úti i tunglsljósi, Öxar við ána og Heiðbláa fjólan min friða. Bandarísku tæknimennirnir fullyrtu sig heyra sungin stef úr amerískum þjóðlögum og söngleikjum. I þessu sambandi nefndu þeir lögin When the saints go marching in. Down by the riverside og lög úr Oklahoma og Showboat. Sovésku aðstoðarmennirnir gátu þó aðeins greint einn söng á rússnesku. sem i fyrstu virtist samfelld loðin tónaröð. Eftir nokkra umhugsun urðu þeir sant- mála um að hér væri um að ræða Bátsöng ræðaranna á Volgu. l>eir kváðust ekki þekkja rödd söng- mannsins. — O — Klóróforminu var hleypt á samkvæmt áætlun kl. 03.15 aðfaranótt þriðjudags. Á tiltölulega skömmum tima þagnaði söngurinn. hlátursköllin oggráturinn oi brátt heyrðust greinilegar hrotur. Vikingasveitin lét til skarar skríða. Aðkoman var þó fjarri hugmyndum lögreglunnar um ástandið i vínkjallara utanríkisráðherra. Halldór Steindal. alþingismaður og fuglaskytta. lá milli sendiherranna og hélt utan um háls þeirra með handleggjunum. Allir voru nienn irnir steinsofandi en virtust sælir á svip. Tvær axlafullar viskiflöskur stóðu á gólfinu en talsvert urn tóntar eða hálf tómar vínflöskur af ýmsum tegundum. Mikil óreiða var í herberginu, opnar niðursuðudósir á víð og dreif og frystikistan stóð opin. Maturinn í henni lá undir miklum skemmdum. Haglabyssa Halldórs Steindal lá úti i horni og var óhlaðin. Engin skothylki fundust i herberginu eða á þing manninum. Við læknisrannsókn um nóttina kom i Ijós að ntennirnir þrir liöfðu rnikið á fengismagn í blóðinu. en voru annars viðgóða heilsu. Sendiherrarnir skýrðu siðar frá þvi i fjölmiðlum að Halldór hefði beint að þeim haglabyssu og neytt þá til að drekka áfengi gegn vilja |x;irra. -O- Málið gleyntdist fljótt. Halldór Steindal var seltur i geðrannsókn og sönnuðust allar kenningar sálfræðinga og geðlækna. sem áður höfðu komið frani. Samdóma álit sérfræðinga .var að Halldór hefði verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum er liann tók sendiherrana í gíslingu og væri því ósakhæfur frá gcðlæknisfræðilcgu sjónarmiði. Málsókn var látin niður falla. Rikisstjórn Islands sendi afsökunar beiðni til stjórna Bandaríkjanna og Sovétrikjanna og kvaðst gera sitt ýtrasta til að slikur atburður mundi ekki endur taka sig. Ennfremur tryggði ríkisstjórn Islands hert öryggiseftirlit með starfs- mönnum erlendra sendiráða. Í niðurlagi orðsendingar ríkis stjórnarinnar segir: ..Það er eindregin ósk íslensku rikis- stjórnarinnar að þessi leiðinlegi atburður (regretable event) verði ekki til að kasta skugga á sambúð og viðskiptatengsl íslands við Bandaríki Norður Ameriku og Sovétríkin. né raski núverandi utan rikisstefnu þessara tveggja ríkja gagnvart Islandi.” Bæði stórveldin tóku þcssa afsökun góða og gilda. -O- 23. tbl. Vikan 11 — O —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.