Vikan - 05.06.1980, Blaðsíða 29
u
Hos Jan Hurtigkarl. 1. grein
ahöfn
Hos Jan Hurtígkarl lætur akki mikið
yfir s6r i ibúðablokkinni. Ljósm.:
K.H.
krónur fyrir heila flösku af Chateau
Pape-Clement 1964 frá Graves í
Bordeaux. Bestu kaupin, þótt dýr séu.
kunna að vera í hinu fræga Taittinger
Brut kampavíni á I75krónur.
Við fengum okkur áðurnefnda hálf-
flösku af riesling og heila af Cos
d’Esturnel 1974 frá St. Estephe i
Bordeaux. Rieslingurinn var sæmilegur.
en rauðvínið var gott. hafði bæði góðan
ilm og gott bragð, enda frá fremur lélegu
ári og því orðið vel drykkjarhæft um
þessar mundir.
Þessi röksemdafærsla kann að
virðast skritin. En staðreyndin er sú. að
góðir árgangar göfugra vína eru yfirleitt
á boðstólum á veitingahúsum löngu
áður en þeir verða drykkjarhæfir. í
rauninni er mun liklegra, að miðlungs
árgangar slíkra vina og lélegir séu
komnir i drykkjarhæft ástand. þegar
boðið er upp á þá í veitingahúsum.
Því miður var vínið borið fram í
hinum snobbuðu loftbelgjaglösum. sem
stundum eru kölluð Búrgundarglös. en
eru það ekki. Það er eins og að drekka úr
blómavasa. Ég sníkti mér venjuleg vín-
glös. en þá móðgaðist þjónninn svo. að
hann lét annan taka við borðinu.
Stórbatnaði þá þjónustan, sem hafði
verið stærilætisleg áður.
Sá galli fylgir stundum góðum
veitingahúsum, að þjónar verða óhæfi-
lega merkilegir með sig. telja sig eins
konar presta i helgidómi. En það getur
komið fyrir. að viðskiptavinurinn viti
meira um vínglös en þjónninn. Og svo
var í þessu tilviki.
önd og sjóbirtingur
Við vorum tvö, hjónin, og pöntuðum
okkur einn matseðil mánaðarins og
annan matseðil dagsins. svo og osta-
bakka að auki. Víkur þá sögunni að
matseðli mánaðarins.
Fyrst var boðið uppá andakjötshlaup.
Það var þykk sneið af hiaupi með
stórum andakjötsbitum. Með í för voru
teningar úr soðhlaupi og hrásalat. Þetta
var góður matur. sem hét á seðlinum
„Ballottine de Canard aux gelées des
legumes frais".
Siðan kom steiktur sjóbirtingur með
rósapaprikusósu. vorlauk. blaðlauk.
spínati og kartöfluflögum. Þetta var lika
góður matur og hét „Filet de Saumon
aux poireaux confits, Berurre de tomate
& baie rose”.
Þá komu sérpöntuðu ostarnir þrir.
allir frá Frakklandi og allir góðir.
Að lokum var boðið upp á
valhnetuköku, rabarabara-vatnsís. peru-
vatnsís. passionsávaxtais og skaftköku.
Allt var þetta milt og gott á bragðið.
Hvítt, grænt og rautt
Þótt þessi matseðill mánaðarins
reyndist góður, er tæpast hægt að segja,
að hann sómdi einu af fimm bestu
veitingahúsum Kaupmannahafnar. Það
gerði hins vegar matseðill dagsins.
Þar var fyrst boðið upp á stóra sveppi
og tvenns konar ferskan spergil.
ofnbakað i rjómasósu og mjög gott á
bragðið.
Næst var boðið upp á einhvern
danskan fisk, sem sannarlega minnti á
skötusel. Hann var borinn fram i vatns-
karsasósu og með i förum var maukaður
ferskur tómatur. Fiskurinn hvitur,
karsinn grænn og tómatmaukið rautt.
Þetta var fallegur réttur og bragðið eftir
þvi.
Síðan kom það rauðasta lambakjöt.
sem ég hef séð. mjög lítið steikt. ásamt
mairófum, smágúrkum (courgettes),
spinati og kartöfluflögum. Þessi réttur
var aldeilis frábær.
Loks kom röðin að ostinum og eftir-
réttunum, sem áður hefur verið getið.
Betra en það besta hér
Hér hefur raunar verið talinn upp
allur matur, sem var á boðstólum á Hos
Jan Hurtigkarl þetta kvöld. Eins og á
öðrum góðum veitingahúsum var ekki
flaggað neinum löngum fastaseðli. Slikir
seðlar gera veitingahús of háð frysti
kistum og dósahnífum.
Mitt mat er. að Hos Jan Hurtigkarl sé
fimmta besta veitingahús Kaupmanna-
hafnar og nokkru betra en bestu
veitingahús Reykjavikur. Islenskum
matreiðslumeisturum væri nær að fara
þangað heldur en á Bella C'enter
sýningar, þar sem flaggað er gersamlega
úreltri matargerðarlist frá risaeðlutíma-
bilinu.
Jónas Kristjánsson
(Hos Jan Hurtigkarl, Dronningens
Tværgade 43. simi 15 05 54, lokað
sunnudaga og á sumrin einnig laugar
dagal.
t'
I næstu Viku:
Anatole
23. tbl. Víkan 29