Vikan - 14.08.1980, Síða 10
Frásögn
Þegar til Suöur-Afríku var
komið hafði 6g ákveðið að
lœra nýjan starfa, ég var
orðin fráhverf því að vinna í
spilavítum. Ég fékk inngöngu
í einkaritaraskóla í
Jóhannesarborg en var alveg
eignalaus vegna þess að
öllum farangri mínum var
stolið úr bíl rétt áður en ég
kom til Jóhannesarborgar.
dæmis má enginn starfsmaður fara frá
borði þar sem spil er i gangi. sama hvaö
á dynur.
Eitt sinn var mikið að gera í spila
vitinu i Victoria Falls. Fyrir eigendur
spilavítisins skiptist afraksturinn i tvö
horn. Gróði var af rúllettunni en i
blackjack spú'mu var sýnilegt mikið tap.
Tvö blackjack-borö voru opin og það
var sifellt verið að bæta við peningum úr
sjóði spilavitisins á annað |x'irra. Búið
var að ákveða að loka l'yrir blackjack
spil eftir næstu þrjár umferðir þetta
kvöld.
Allt starfsfólkið í salnum hafði frétt af
ástandinu og fylgdist með borðinu með
öðru auganu. Þegar stelpan sem sá um
peningana við þetta borð var að borga út
vinningana heyrðist allt i einu hávaði og
við sáum mann við borðið kreppasl
saman. Hann hafði fengið slag og hneig
aftur á bak, steindauður.
Allt tap spilavítisins á þessu borði lá
fyrir framan þennan mann. Við
hreyfðum okkur ekki eins og lög gerðu
ráð fyrir og vesalings stelpan við borðið
leit i kringum sig i öngum sinunt.
Yfirmaður spilavítisins kom þá aðvif-
andi. leit á dauða manninn og lýsti yfir i
samræmi við spilareglurnar: „We never
pay dead rnan's het" leða: ..Þeir dauðu
fá ekki útborgað"!.
Hefnt fyrir svindl með
moröum
Ein svindltilraun leiddi til þess að
nokkrir menn voru drepnir. Ég var að
vinna í spilavíti í Lesotho í Suður-Afriku
árið 1977 og þar átti aldeilis að hirða
fúlgur meðsvindli.
Maður sem við getum kallað Marvin
var potturinn og pannan í þessari svindl-
tilraun. Hann var reyndar forstjóri spila-
vítis í Swazilandi sem er austast i Suður-
Afríku.
Marvin hafði útbúið „raffineraða”
aðferð til að svindla i baccarat-spili.
Spilin voru merkt sem þýddi að Marvin
hafði einhverja af starfsmönnum spila-
vitisins í Lesotho með i ráðum. Merkin á
spilunum var aðeins hægt að sjá með
sérstaklega til þess gerðum kontakt-
linsum (sem bornar eru á augunum
sjálfum og sjást því varla).
Allt komst upp og sex samstarfsmenn
mínir í spilavítinu i Lesotho voru að
öllum.likindum myrtir. Enn einn starfs-
niaður spilavitisins sem liklega hjálpaði
Marvin við að konia merktu spilunum i
gagnið slapp hins vegar við illan leik.
Þetta fólk hafði tekiðá leigu flugvél til
að fylgjast með aksturskeppninni
Lesotho Africart Rally. Sprenging tætti í
sundur flugvélina þegar hún var komin í
loftið og þar létu allir lífið nema sá sem
hafði hjálpað Marvin. Hann komst lífs
af. mikið slasaður.
Marvin þessi yfirgaf Swaziland og
settist að í Jóhannesarborg þar sem
hann bjó í tvö ár. Mér var sagt að hann
hefði síður en svo vantað peninga þar.
En einn góðan veðurdag var hann
skotinn til bana og ég efast ekki um að
þar hafi eigendur spilavítisins i Lesotho
verið að verki.
Sjálf hafði ég árið áður lent i leiðinda-
máli sem endaði illa. Árið 1976 var ég
farin að hugsa til hreyfings frá Ródesiu.
Ég hafði mínar skoðanir á þvi sem er að
ske í Afríku en ég var ekkert að flíka
þeim enda hefði ég litlu getað breytt.
Ég hef miklar mætur á þeirri náttúru-
dýrkun sem felst i frumtrúarbrögðum
svartra. Ég átti svarta vinkonu af Súlu-
ættbálkinum í Swazilandi sem sagði mér
ýmislegt um þau. Samkvæmt þessum
trúarbrögðum skóp guð heiminn. likt og
i öðrum trúarbrögðum, nema hann skóp
konuna á undan karlinum.
Marimba er móðir alls sem lifir.
Henni er helgað fyrsta hljóðfærið.
marimban. Hún er ásláttarhljóðfæri
með nótum úr tré og líkist helst sílófóni.
Goðsögnin hermir að nokkrir strákar
hafi snarað dýr úti í skógi og kæft það.
Þá birtist Marimba og skipaði þeim að
fara til höfðingjans. Hún sagðist mundu
ákveða refsinguna fyrir dýradrápið.
Höfðinginn beið eftir Marimbu en
hún birtist ekki. Hann vildi bliðka
hana og lét safna saman viðarbútum.
Siðan notaði hann viðarbútana og veiði
vaðinn sem strákarnir höfðu notaö til að
smiða hljóðfæri.
Strákarnir voru svo látnir spila á
hljóðfærið — sem siðan heitir marimba
— og þá opinberaðist Marimba í manns-
mynd. Hún mælti svo fyrir að íbúar
Afriku skyldu erja landið með svita og
blóði og að konur skyldu með þjáning-
unt fæða börn.
Ég ber virðingu fyrir trúarbrögðunt
svartra manna og málstað þeirra og ég
vildi ekki láta skjóta mig fyrir tapaðan
málstað hvíta minnihlutans í Ródesiu.
Ég ákvað þvi að leita ntér viðurværis i
öðru Afrikuriki.
Ródesía kvödd
Bandaríski hótelhringurinn Holiday
Inn starfrækir hótel með spilavitum
víðsvegar i Afrikuríkjum þar sem spila-
viti eru heimiluð. Þau eru bönnuð í
Suður-Afriku en i höfuðborg landsins,
Jóhannesarborg. er aðalskrifstofa
Holiday Inn. Ég ákvað að fara til
starfsmannastjórans þar og leita eftir
vinnu i einhverju spilavíti á vegunt
Holiday Inn.
Ég fékk far þangað með manni sem
hafði unnið í sama spilavíti og ég i
Victoria Falls. Við getum kallað hann
Bill. Mér var kunnugt um að Bill
stundaði ýmiskonar brask svo að ég
sagðist bara vilja bílfar og vildi ekki
skipta mér af erindagjörðum hans.
Þegar við komum að landamærunum
niilli Ródesiu og Suður-Afriku rétti Bill
mér snyrtibuddu og bað mig að geyma
hana i veskinu mínu. Ég tók við henni
án þess að gera mér grein fyrir að
nokkuð væri athugavert við budduna.
Við keyrðum sem leið lá yfir landa
mærin inn í Suður-Afriku. Skömmu
siðar stoppuðum við og fengum okkur
kaffi á veitingastað. Bill spurði hvort ég
hefði hugmynd um hvað væri i
buddunni og opnaði hana svo og sýndi
mér gimsteina og gullskartgripi.
Þegar við komum til Jóhannesar-
borgar lá leiðin fyrst til brotajáms-
kaupmanns þar í borg. Þar var billinn
sem við höfðum komið i rifinn i sundur
að aftan. Bill hafði falið þar drjúgar
birgðir af kopar og sinki.
Starfsmannastjóri Holiday Inn í
Jóhannesarborg. sem ég hafði ætlað að
biðja að útvega mér atvinnu. var
staddur i Lesotho sem er nálægt suður-
ströndinni. fyrir sunnan Jóhannesar-
borg. Égákvaðaðfara til Lesotho.
Bill varð samferða áfram til Lesotho
vegna þess að hann hafði frétt af
promotion-héLtíö sem átti að vera þar.
Þetta er samkoma þekktustu fjár-
hættuspilaranna i Afríku, þeim er boðið
að búa hjá Holiday Inn og spila
fjárhættuspil.
Á promotion hátiðinni vann Bill stóra
fúlgu í spilum og sagðist ætla að kaupa
stóran demant, hálfs karats blue-white
IO Vikan 33. tbl,
„. . . kúlan lenti beint i annafi auga frú Coolson . .