Vikan


Vikan - 14.08.1980, Qupperneq 16

Vikan - 14.08.1980, Qupperneq 16
Myndlist Myndskreytingar í húsakynnum — til yndis og ánægju Þegar fjallaó er um innanhúss skreytingu ýmiss konar. sérstaklega þær myndir og listmuni sem fólk raðar i kringum sig þá væri út af fyrir sig ósköp þægilegt fyrir ráðgjafa að geta setl dæmið upp sísvona: Jón og Gunna eru ungt par sem er að stofna til heimilis i nýrri ibúð. Þau vilja gjarnan hafa fallega hluti i kringum sig. Hvernig eiga þau að bera sig að? En svona gengur þetta ekki fyrir sig í daglega lífinu. Söfnunarástriða virðist manninum i blóð borin og frá ! barnæsku erum við að raða i kringum : okkur myndum og munum sem okkur I hefur áskotnast á einhvern hátt og við | crum gjörn á að halda i þessa gripi i lengstu lög. Sumt höldum við upp á vegna þess að okkur finnst það fallegt, annað hefur tilfinningalegt gildi. En hræddur er ég um að mörgu stillum við upp alveg hugsunarlaust og án þess að mynda okkur nokkra skoðun um eigin- leika þess. | | AÐGERASKURK |:>egar ungl par flytur svo i eigið j húsnæði í fvrsta sinn eða ef l'ólk vill gera | skurk í ibúð sinni og breyta til hvaða | skreytingar snertir. þá er vandinn vfir- leitt ekki sá að skraut og myndir skorti i heldur miklu frekar sá að fólk á allt of rnikið af slíku i fórum sínunt. Þá þarf að grisja. Við gætum þá byrjað á þvi að spyrja okkur sjálf nokkurra santvisku spurninga varðandi þær myndskreyting- ar sent við búum með. Eru þær valdar af öðrum. t.d. arfur eða gjafir frá vensla- fólki sem við höfum uppi við fyrir siða- sakir?.Eru þetta verk sem falla inn í aðrar hugmyndir okkar utn æskilegt útlit ibúðarinnar? Eru þetta verk sem við gætum hugsað okkur að horfa á til frambúðar? Rikir ósamræmi milli þcirra innbyrðis? Eru þau úr takt við annað sem i ibúðinni er — er „Drengurinn grálandi" t.d. hangandi við hliðina á Kjarval? FYLGJUM EÐLISÁVÍSUN En hvort sem við ætlum að breyta til eða byggja upp frá grunni. þá er tilgangurinn ávallt sá sami: að búa okkur sjálfum smekklegt umhverfi. Nú er rétt að taka það fram að enginn maður er fæddur með óbrigðulan smekk i einu eða neinu og engin leið er að alhæfa um góðan smekk. Smekkur fólks þróast og þroskast smátt og smátt. fyrir tilstilli smekkvísra foreldra. i námi og siðan með stöðugri aðgæslu og sjálfsnámi. Besta leiðin til að þróa mynd smekk er einfaldlega að skoða allt það sem talið er til myndlista. fylgjast með því sem um þær er sagt og lesa sér til i þeim bókunt islenskum ogerlendum sem fáanlegar eru. Með timanum komumst við að þvi að ein tegund mý.nda heillar okkur fremur en aðrar og þá skulum við hiklaust fylgja eðlisávísun okkar. Nú skal þaðeinnig tekið frani aðsmekkur er ekki háður fjármagni á nokkurn hátt. Ég hef séð ibúðir þar sem betrekkt var með Ásgrimi. Kjarval og Jóni Stefánssyni en öll upphengingin. ásamt með margbrotnu veggfóðri og alls kyns postulini, gerði úr þessu lílt aðlaðandi hrærigraut. PLAKÖT ENN GÓÐ OG GILD Hins vegar hef ég rekist inn i hús þar sem póstkort. Ijósmyndir og plaköt réðu rikjum og þar var gott að vcra þvi uppröðun einkenndist af tilfinningu fyrir litblæ myndanna, lögun þeirra og innihaldi. Samt hefði maður í fljótu bragði ekki haldið að margar þeirra ættu saman. En þarna korn til smekkvísi og hófstilling. En þótt það sé kannski ekki alveg raunhæft þá skulum við til hægðarauka miða við ungt fólk sem þarf að skreyta hjá sér veggi. Nú tiðkaðist það l'yrir nokkrum árum að safna plakötum af betri gerðinni og nota í þessu skyni. Ég hef grun um að-plaköt hafi tapað ein- hverju af vinsældum sinum. ekki sist fyrir það að flutt hefur verið inn mesta rusl á þvi sviði og fátt um fina drætti i verslunum. En gerð plakata er sérstök grein myndlista sem hefst fyrir alvöru með Touloise-Lautrec á 19. öld og hafi fólk heppnina með sér. má enn rekast á mjög góðar endurprentanir frægra plakata hérá landi. - í 16 Vikan33.tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.