Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 17

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 17
Aðalsteinn Ingólfsson: EKKIÍBURÐ í RÖMMUM Önnur leið er að kaupa sér eftirprent anir máiverka og hengja upp hjá sér. David Pitt hf. á Laugavegi hefu.r verið með gott úrval eftirprentana og plakata. F.n þetta eru viðkvæm verk og nauðsyn er að verja þau og finna þeim hentuga umgjörð. Eftirprentanir hafa menn látið innramma eins og grafík og þá skulurn við hafa hugfast að fæst þessara eftir- prentana þola íburðarmikla ramma. m.a. vegna þess að þar er frummyndin mikið smækkuð. Einnig má ramma inn plaköt og þá verður að gæta þess að rammar séu mjóir og fínlegir til að þcir kasti ekki leiðinlegum skugga á flötinn. En innrömmun er orðin dýr og auk þess finnst mér skemmtilegast að sjá plaköt óinnrömmuð þvi þá nýtist flötur þeirra best. En það er ávallt h.vimleitt að þurfa að festa piaköt beint á veggi með teikni- bólum eða límbandi, auk þess sem þessi hjálparmeðöl fara illa með bæði veggi og plakötin sjálf. Ég hef séð plaköt limd á masónit og álplötur mcð góðum árangri og siðan hefur verið sprautað á þau gljáa þeim til verndar. Einnig hefur plexigler komið að góðum notum i slíkum tilfellum en þar erum við aftur l'arin að tala unt talsverðar Ijár upphæðir. SAFNGRIPIR Sé ekkert af þessu fyrir hendi má nota nýlega uppfinningu. svo kallað líinkitti sem bregða má undir horn plakatsins til að líma beint á veggi. en þetta kitti (sem fæst m.a. í Pennanum! hefur þá náttúru að það hlifir bæði pappír og máluðuni veggfleti og ntá auðveldlega plokka það af eftir notkun — og nota aftur. En þetta er aldrei nema bráðabirgðalausn. sé um vönduð plaköt að ræða. Nú eru nútímaplaköt mörg orðin safngripir í likum mæli og grafik og óþarfi að fúlsa' við þeim. Fyrir 15 árum eða svo hófu aðstandendur Galleri SÚM að gefa út plaköt með sýningum sínum sent tnargir ágirnast í dag og nú lætur t.d. Galleri Djúpið prenta plaköt fyrir allar sýningar þar á bæ sem ugglaust eiga eftir að verða safngripir. fyrir utan það að þau eru vel hönnuð. Hið sama gildir um plaköt og vatns litamyndir eða eftirprentanir að þau eru næm fyrir sólarljósi og þvi er rétt að staðsetja þau þannig í íbúðaðsól komist ekki að þeim. LJÓSMYNDIR Ljósmyndir eru aftur að verða virkur þáttur i myndskreytingu húsakynna. Hér á ég ekki við litlar tnyndir í römmum sem eldra fólk hefur tilhneigingu til að hlaða upp hjá sér - þótt ýmislegt megi gera með slíkar myndir i nútímalegu umhverli — heldur mikið stækkaðar niyndir i svart/hvitu eða lit. Þær geta vissulega gegnt santa hlutverki og hefðbundin myndlist innan- húss, séu þær vel valdar. Siðastliðin ár hafa vandaðar Ijósmyndasýningar færst i aukana hér og gera Ijósntyndarar ntargir eins vel við myndir sinar og myndlistarfólk. Þær eru oft festar á masónit eða rammaðar inn likt og giafík — auk þcss sem yngri myndlistarmenn nota nú Ijósmyndatæknina i æ rikara mæli. Þeir sem eiga Ijósmyndir sem þeir vilja láta stækka i þessum tilgangi ættu ckki að hika við að ræða við atvinnu- Ijósntyndara sem geta ráðlagt þcint hvað best væri að gcra. En stækkun Ijós ntynda. hvort sem um Iit eða svart/hvitar myndir er að ræða. gctur nú hlaupið á tugutn þúsunda svo fólk ætti að velja vel. Það þarf svo vart að taka fram að fæstar Ijósnryndir sern hafa list- rænt gildi þola íburðarmikla ramnta. Í næsta þætti verður sérstaklega fjallað um söfnun grafikmynda. Aðalsteinn Ingólfsson 33. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.