Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 18

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 18
| Vikan og Heimilisiönaðarfélag Islands Valgerður Briem gerði uppdráttinn að þessari veggmynd eftir rekkju- reffli sem varðveittur er á Þjóðminja- safninu. Reffillinn er glitsaumaður, álitinn vera ffrá 17. öld og myndirnar sýna hin ýmsu æviskeið Jesú Krists. Að vefa Hér skapar Jesús himnatungl. Þessi mynd er númer 2 i sköpunarsögunni. sköpunar- söguna Nú er baðstofulífið gamla horfið og nýtí sambýlisform ræður rikjum. I hugum okkar bindum við baðstofulífið konum við rokka og vefi. börnum að leik. með leggi og skel og körlum lesa'ndi hús- lesturinn. Með tilkomu vélmenningar hvarf þessi ímynd, heimilin hættu að vera sjálfum sér nóg og fjöldaframleidd- ar vörur voru keyptar fyrir pappirspen- inga. Þessi nýjung. vélaraflið. gerði það að verkum að gömlu handbrögðin hurfu og þaðá ótrúlega skömmum tíma miðað við útbreiðslu þeirra. En sem betur fer hefur Heimilisiðnaðarfélagið unnið brautryðjendastarf við að endurvekja þessi fornu handbrögð og þeir sem lagt hafa leið sina i verslun félagsins hafa ef laust rekið augun í vandaða. handunna vefnaðarvöru sem þar er á boðstólum. Þegar félagið hélt sýningu i tilefni Listahátíðar nú á dögunum þótti hlýða að kynna þar sérstaklega þessa vefnaðar vöru sem er eftir Signe Ehrngren. Eins og nafnið bendir til er Signe sænskaett- uð og er Vikan kom að máli við hana nú fyrir skemmstu var fyrsta spurrtingin á hvern hátt það atvikáðist að hún lagði leiðsina til istands. „í fyrsta skiptið sem ég kom hingað var ég '26 ára sjúkraþjálfi og var á sunv arferðalagi með systur minni. Við hrif umst mjög af islenskri náttúru og einn daginn. þegar við vorum á gangi í Fljóts- hliðinni, mættum við fjölskyldu sem þar var á ferð. Þetta voru hjónin i Háteigi. þau Ragnheiður Pétursdóttir og Halldór Þorsteinsson skipstjóri. ásamt dætrum sínum. Þarna I hliðinni þennan dag bundumst við mjög sterkum vinabönd um sem entust alla ævi. Ég fór heim eftir þetta sumarfri en kom siðan aftur og hef verið hér nær óslitið síðan. Auðvitað finn ég að rætur mínar eru í Svíþjóð en hér hef ég þroskast og allt sem ég hef reynt og lært er islenskt. Ég hef búið lengst af hjá hjónunum i Háteigi og þar sá ég I fyrsta skipti vef- stól. Þau voru miklir unnendur fallegs handbragðs og þar voru i heiðri hafðar hinar upprunalegu vinnuaðferðir. Hjá þeim lærði ég fyrstu handtökin í þessari list og einnig að meta íslensku ullina að verðleikum. Þar var ofið og spunnið og bandið litað. Við ófum teppi. gardínur. áklæði. fataefni og svo veggteppi og ann- an myndvefnað. Þegar svo árin fóru að færast yfir þá vantaði mig létta vinnu og þá byrjaði samstarf mitt við Heimilisiðn- aðarfélagið.” í hvað sækir þú fvrirmyndir að verkum þínum? „Þetta eru allt ævagamlar islenskar fyrirmyndir. Veggteppin sem ég hef ofið eru úr Islensku teiknibókinni eftir Björn Th. Björnsson. Þetta er mjög merkileg bók og teikningarnar, sem eru yfirleitt frá um 1500. eru aðgengilegar og ein- faldar. Ég þarf ekkert að eiga við þær að öðru leyti en þvi að raða saman þeim litum sem mér finnst hæfa. Og I litavali 18 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.