Vikan


Vikan - 14.08.1980, Page 24

Vikan - 14.08.1980, Page 24
Jónas Kristjánsson skrifar frá Róm Odýrt og fyrsta flokks við eitt fegursta torgið Steypiregn í rústunum Við hrósuðum happi, að rigningin i Róm skyldi vera lóðrétt, þegar við urðum að leita skjóls undir bogum forn aldar um morguninn. fyrst niðri á Forum Romanum og siðan uppi á Palatinum. Þetta voru stríðustu skúrir. sem ég hef séð, með þrumum og eldingum. Andartaki siðar skein sól i heiði. Það er um þriggja tíma verk að rölta með leiðsögubók um rústir hinnar fornu miðborgar Rómar. Best er að byrja hæst uppi á guðahæðinni Capitolum láta sig síðan leka niður i Forum, þar sem niann- lífið var að fornu, leggja svo i brattann upp á keisarahæðina Palatinum og enda svo að áliðnu hádegi i hringleikahúsinu Colosseum. Þá er enn eftir að skoða Fori lmperiali, Feneyjatorg og Panþeon. En það er i bakaleiðinni. auk þess sem þreyta og svengd er farin að segja til sín. Þá er best til bragðs að taka að rölta í 20 mínútur frá Colosseum eftir Via di San Giovanni in Laterano og fá sér snæðing við eitt hið fegursta og rólegasta af ótal torgum Rómar. Elsta kirkja Rómar Við Piazza San Giovanni in Laterano er ekki bara samnefnd höfuðkirkja, sjálf erkidómkirkja Rómar. elsta kirkja borgarinnar, frá dögum Konstantinusar keisara löngu fyrir landnám Islands! Þar er líka sælustaðurinn Cannavota, eitt af bestu veitingahúsum Rómar. Ef 20 minútur eru of langar fyrir þreytta fætur, er ágætt að taka leigubil. Þeir eru ódýrir í Róm. Það er líka hægt að gefast upp á siðari hluta Via di San Giovanni in Laterano, þar sem hið ágæta veitingahús Charly’s Sauciere er á vinstri hönd, á númer 270. Okkar strik lá hins vegar beint i Cannavota. niu stiga veitingahús við lorgið sjálft. Þið skuluð samt ekki halda. að ætlunin hafi verið að sóa fé á báðar hendur. Cannavota er ekki dýrara en hver önnur trattoria eða hversdagsmat- stofa i Róm. Einn besti kostur Italiu er, að þar kostar ekki meira að borða góðan mat en vondan. Ef menn fá sér forrétt. aðalrétt, eftirrétt, grænmeti, vín og kaffi, má gera ráð fyrir, að maturinn kosti í heild 7.000- 9.000 krónur i flestum veitingahúsum stórborga Italiu. Og í Cannavota kostar hann 7.000 krónur að minni reynslu. Létt hádegissnarl kostar svo á að giska helmingi minna. Notalegt og snyrtilegt er í Cannavota. Á hreinu flisagólfi eru tréstólar með tágasetum • við hvítdúkuð borð. Ljósa- krónurnar eru vagnhjól i keðjum. Um allt eru vínflöskur í hillum, svo og myndir og innrammaðar viður- kenningar. Við enda 80 manna salarins er sjávarlifsskreyting. sem minnir á sjávarrétti staðarins. Strax lil hægri við innganginn mættum við miklu borði með sýnis- hornum af réttum dagsins. Þar gaf að líta svínslæri digurt, ýmiss konar krabba og fiska, en einkum þó hvers kyns græn- meti. tertur og ávexti. Þarna rikti mikið hádegisannriki, en tveggja manna borð fannst þó með lagi. í klassiskum stíl Matseðillinn i Cannavota er dæmi- gerður fyrir Italíu. Fyrst eru taldir upp forréttir. „antipasti”, svo sem reyktur lax, hrá skinka og blandaðir sjávarréttir. Síðan koma súpurnar, „minestre", sem á sumum matseðlum eru kallaðar „zuppe”. Hveitidrull Itala, macheroni, spaghetti og allar hinar hundrað tegund- irnar, er einstaka sinnum flokkað á matseðlum undir „minestre”, en hér á Cannavota er það að venju undir sérliðnum „asciutte”. Svo koma kjötréttirnir „carne”, sem á sumum matseðlum eru kallaðir „secondi piatti” eða „griglia”. I Cannavota er sérliður um fiskrétti „pesce”, sem viðast hvar er ekki. I mestu fiskréttahúsum er þar á ofan sérliður um skeljar og krabba. „crostacei”. Allt er þetta talið uppá eftir kjöti á matseðlum, enda er góður fiskur dýrari á Italíu en góðar nautasteikur. Italir hafa mjög lítið meðlæti með réttum sinum. Það panta þeir sér- staklega af grænmetisskránni, sem hér í GAFSTAR G/æsi/egt úrval af GÓLFDÚKUM SIÐUMULA 15 SIMI 33070 14 Vikan 33. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.