Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 32

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 32
tilbúið gerdeig ekki biða of lengi, þvf þi er hœtta á að baksturinn verði þurr og f latur. GERMAGNIÐ, HITINN OG VÖKVAMAGN Þótt uppskriftin sé stœkkuð um helming á gerhlutfallið ekki að stækka í samræmi við það. Hægt er að nota nokkurn veginn sömu gerhlutföli. Ef of mikið ger er i bakstrinum lyftir brauðið sér of fljótt og hætt er við að gerbragðið verði yfirgnæfandi. Í eitt kg af mjöli þarf að jafnaði um 6-8 dl af vökva. Hveiti missir raka við geymslu og því þarf meiri vökva i gamait hveiti. Gróft mjöl þarf svo meiri raka en fint mjöl. Ef hitinn er of mikill myndast skorpan of fljótt og deigið getur ekki lyft sér nægjanlega. Brauðið verður bæði klesst og jafnvel hrátt. Ef hitinn er of litill verður skorpan Ijós og brauðið rennur út. Fyrstu tiu minúturnar ætti að vera óhætt að hafa hitann 225-250° C en síðan mé lækka niður í 150-160°C og baka í 45-60 minútur, eftir brauðgerðunum. Þessi timi er þó aðeins marktækur ef brauðin eru létin lyfta sér eftir að þau eru sett á bökunarplötuna. j Pressuger inniheldur mikið af B- vítamínum og þess vegna er brauð með pressugeri hollara en efnotað er lyftiduft Flest sem bakað er úr pressugeri bragðast best nýbakað. Ef þarf að geyma slíkan bakstur, til dæmis í frysti, er betra að hita brauðið upp rótt áður en það er borið fram. 1. Kokkaskóladeig 50 g ger, pressuger 1 lítri af mjólk 40gsykur 20gsalt 3egg hveiti eftir þörfum sesamfræ til skreytingar Mjólkin hituð, ekki yfir 28° C. gerið leyst upp í mjólkinni, sykurinn. eggin og saltið látið út i. Hveiti eftir þörfum, þar til það er orðið hæfilega þykkt til þess að hnoða á borði. Hnoðið og látið bíða í 20 mín. Hnoðað aftur og látið biða i 20 min. Siðan mótað i brauð. Bakað í ofni við 200° C þangað til þaðer 'ljósbrúnt. Þetta deig má nota i alls kyns brauð. snittubrauð, kringlótt brauð, rúnnstykki. fléttubrauðog horn. 2. Feitt gerdeig í kaffibrauð 1 feitt gerdeig þarf mikið af feiti og sykri. Það borgar sig að láta slíkt deig lyfta sér tvisvar. Þá verður það loftmeira og létt- ara og baksturinn betri. Eftir að deigið hefur lyft sér í fyrra skiptið, skal það „slegið niður" (hnoðað aðeins) og látið siðan lyfta sér í tvöfalda stærð. Það tekur um 30 min. 1 1 af mjólk (stofuhiti) 50 g ger 400 g mjúkt smjörliki 2 tsk. salt 4 dlsykur um 800 g hveiti (eða um I 1/21) Gerið er leyst upp í volgri mjólkinni og látið standa í 2 mín. Bætið i mjúku eða bráðnuðu smjörlikinu, saltinu, sykrinum og 2/3 af hveitinu. Hnoðið duglega saman og bætið við hveiti eftir þörfum. Stráið yfir hveiti og látið það lyfta sér aftur í um 30 mín. Þá er deigið tilbúið í til dæmis smá- brauð, þá er deigið hnoðað í litlar bollur, og þær geta orðið um 40 úr þessari uppskrift. Gráfíkjusnúðar (um 20 stk.) 1/2 uppskrift af feitu gerdeigi 50 g hakkaðar möndlur gráfikjumassi egg til að pensla snúðana Hnoðið deigið í langa pylsu, sem þið fletjið út með kökukefli í hleif, um 40 sm i þvermál. Smyrjið með gráfikjumassa og möndlum. Rúllið deiginu þétt upp og skerið rúlluna niður í 4-5 sm breiðar sneiðar. Ýtið með fingrinum niður i hvern bita áður en þið leggið þær á smurða plötuna. Látið siðan lyfta sér i 25 mín. Hitið ofninn upp í 225° C. Penslið tilbúna snúða með eggi og bakið í miðjum ofni i um 10 min. Látið kólna á rist, Kanilhnútar (30 stk.) 1/2 uppskrift af feitu gerdeigi. Fylling: 75 gsmjör 3 msk. sykur 1 msk. kanill Bréfform ef vill Fletjið tilbúið deigið út í ferhyrninga. Smyrjið með smjörinu, og stráið yfir kanil og sykri. Brjótið deigið saman í þrennt, og skerið í mjóar ræmur. Snúið upp á ræmurnar, bindið hnút og leggið i hring i pappaform eða á bökunarplötu og látið lyfta sér í um 30 min. Penslið hverja köku með hrærðu eggi og bakið við 225° C í miðjum ofni i 12 mín. Einnig er hægt að búa til brauð með snúningi eða kringlótt fléttubrauð með gati. 3. Magurt hveitideig i smábraud Magra deigið inniheldur litla fitu. Feiti bætum við í þegar við viljum fá ljúf- fengan hátiðarbakstur. Það er hægt að sleppa algerlega feitinni, en þá verður helst að borða baksturinn samdægurs. Það er hætt við að fitulaus bakstur, sem frystur er, verði talsvert þurr. Sem feiti má nota smjörlíki, smjör eða olíu. Ef notuð er olia, þarf meira magn af hveiti á móti. í hveitideigið þarf: 1/2 I af mjólk (stofuhita) 50 g ger 200 g bráðna fitu 1 msk. salt um 1 1/2 kg hveiti (2 1/2 1) Hellið mjólkinni i bolla, leysið gerið upp í henni, og látið standa i tvær mínútur. Bætið síðan fitunni við, og því næst saltinu og 2/3 hveitisins. Hnoðið þetta saman. Bætið siðan við afganginum af hveitinu eftir þörfum. Munið að hveiti i gerbakstri eykur ummál sitt. Ef þið hafið deigið of þétt, verður baksturinn þungur og harður. Safnið deiginu vel saman, stráið yfir það hveiti og látið það lyfta sér I um eina klst. Þegar þið fletjið deigið út, látið þá hveiti undir svo deigið festist ekki við borðið og hnoðið aðeins eftir lyftingu. Úr þessari uppskrift má fá 40 góð rúnnstykki, 2 góð franskbrauð eða fléttubrauð eða 40 Vikuumslög. Rúnnstykki (um 20 stk.) 1/2 uppskrift af magra deiginu og egg eða mjólk til að pensla með. 33. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.