Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 40

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 40
Framhaldssagan ÞJÓÐEYÐING Eg leitaði akJrei uppi áflog á götunum, en ég hljóp heldur aldrei af hólmi. Þegar ég lék knattspyrnu keppti ég að sigri. Ef andstæðingurinn lék ódrengilega gat ég hrint honum og skellt og jafnvel barið frá méref þörfkrafði. ,,Hvað ætlar þú að gera?" spurði Anna, sem grét enn. „Berjast.” Við sáum föður okkar stíga upp i lestina og veifa til okkar í siðasta sinn. Mamma vafði okkur örmum. Inga stóð fyrir aftan okkur og hristi höfuðið í sorg sinni. Ég sá að hún skammaðist sín. skammaðist sin fyrir þjóðsína. „Komum heim, börn,” sagði mamma. Rödd hennar var nú eins og hún átti að sér að vera. Allir fangar í Buchenwald voru látnir vinna. Þar sem Karl var listamaður var hann álitinn handlaginn. Fyrir atbeina Weinbergs fékk hann atvinnu á sauma- stofunni. W'einberg útskýrði fyrir honum að innivinnan væri miklu þægilegri. Þar væri sæmilega hlýtt og starfið ekki erfitt. Úti dæju menn á hverjum degi, í grjótnámunum, vegavinnuflokknum og svonefndum garðyrkjuflokki en hann var látinn grafa skurði. Weinberg var eldri en Karl og klæðskeri að atvinnu. Hann sagði Karli að það væri daglegt brauð að menn væru barðir og pyntaðir til bana fyrir agabrot. Þeim sem kæmu of seint til nafnakalls, svöruðu fullum hálsi eða töluðu þegar þeir áttu að þegja væri harðlega refsað. Og alvarlegri brot. árás á varðmann, þjófnaður. höfðu I för með sér liflát á stundinni. Aftökur fóru venjulega fram i sérstöku herbergi. Fanginn var látinn standa í einu horni og var gat i vegginn I höfuðhæð. Óséður böðull tók síðan fangann af lífi með því að skjóta einu skoti I hnakka hans. „Komast menn aldrei út?” spurði Karl. „Sögur herma að rikir menn hafi keypt sér frelsi. SS-menn reka fanga- búðirnar eins og hvert annað glæpafyrir- tæki. Þeir hirða öll verðmæti, svo sem gull, af föngunum og skipta því milli sin. Þannig er eins liklegt að skepnurnar þiggi mútur af rikum gyðingi og sleppi honum lausum.” Kapó-inn, vörður úr hópi fanganna. gekk framhjá þeim og skipaði Weinberg að þegja. Weinberg hafði afsökun á tak- teinum; hann var aðeins að segja Karli til. (Þessi kapó hét Melnik. Hann var stór maður og vasaþjófur þegar hann sat ekki inni. Nasistar settu oft ótinda glæpamenn í trúnaðarstöður. Það auðveldaði þeim að halda uppi ógnar- stjórn í fangabúðunuml. Þegar Melnik var horfinn tók Weinberg upp kassa með taupjötlum og skýrði tilgang þeirra fyrir Karli. „Svo að þú vitir hverjir meðfangar þinir eru," sagði hann. Hann tók upp þríhymdar pjötlur I ýmsum litum. „Rautt táknar pólitiskan fanga, allt frá trotskýistum til konungssinna. Grænt: venjulegur glæpamaður. Purpurarautt: vottar Jehóva. Svart merki bera þeir sem kallaðir eru ístöðulausir, betlarar, flækingar og slíkir. Bleik merki eru handa kynvillingum og brún handa sígaunum." „Sigaunum?" „Það er krökkt af þeim i Buchenwald. Þeir eru að æra verðina þvi að þeir vilja ekki vinna. SS-menn létu grafa tvo þeirra lifandi í gær. Þegar þeir voru grafnir upp lafði tungan út úr þeim eins og bjúgu.” Næst sýndi Weinberg Karli sexstrenda, gula stjörnuna. „Hana þekki ég,” sagði bróðir minn. „en hvað er þetta?" Hann hélt á borða sem á voru letraðir fjórir bókstafir. BLOD. „Fávitar og þroskaheftir." svaraði Weinberg. „En hvaða glæp hefur slikt fólk á samviskunni?" „Rikið telur þá gagnslausa. Þú ættir að sjá hvilika ánægju verðirnir hafa af þeim. stríða þeim og klæða þá afkára lega. Sumir varðanna eiga mök við konur sem vita ekki livað þær gera." „Ég trúi þessu ekki.” „Er það ekki? Ég hef heyrt sögur. Skammt héðan er hús þar sem geymdir eru brjálæðingar. háfvitar. örvitar og bæklaðir. Þeir eru drepnir á gasi.” „Gasi?” „Náungi í vörubiladeildinni staðhæfir að þetta sé satt.” Kapóinn gekk framhjá þeim og þaggaði niður i þeim. Hann ógnaði Karli með barefli sínu. Kapóarnir báru dökkar húfur og klæddust dökkum jökkum, en aðrir fangar voru í röndóttum búningum. Öllum var illa við þá. Skyndilega heyrðist tónlist í hátalara- kerfinu. Þetta var ekki tónlist af plötum heldur lifandi tónlist, flutt af Buchenwald-hljómsveitinni. Weinberg drap tittlinga framan í Karl. „Helmingur liðsmanna Fílharmoníusveitar Berlinar er hér. Verðirnir hafa gaman af góðri tónlist. Þjóðin ærist, þegar hún heyrir leikið „Rinargull". Morgun einn í marsmánuði 1939 heyrðum við mamma mannamál niðri. Læknastofa pabba hafði verið lokuð mánuðum saman. Við vissum ekki hverjir voru hér á ferli. Ég gekk með móður minni niður á gömlu skrifstofuna. Hún hélt stofunni hreinni í veikri von um að Jósef Weiss myndi aftur taka til við lækningar einn góðan veðurdag. Viðopnuðum dyrnar. Hávaxinn maður með sléttrakað höfuð og umgerðarlaus glcraugu var i óða önn að gera úttekt á læknastofunni og færði til húsgögn með hjálp tveggja verkamanna. Hárlausi maðurinn sló saman hælum og hneigði sig: „Ég heiti Heinzen læknir, frú Weiss. Mér hefur verið falið að taka við rekstri læknastofu eiginmanns yðar. Þér munið eftir símtalinu við mig? Lyklana, þökk fyrir.” Mamma sendi mig eftir þeim. Ég heyrði Heinzen telja upp áhöld föður míns: „Röntgen-tæki.. Ég kom aftur með lyklakippuna og fékk móður minni hana og hún rétti lækninum hana. „Þeir eru allir þarna, að skrifstofunni, aðal- og bakdyrunum, bílskúmum og kjallaranum.” „Þér eruð mjög vinsamleg.." „Ég vildi að ég gæti sagt hið sama um þjóð yðar.” „Ég biðst afsökunar á því hve skyndilega . . . en það var synd að láta þessa læknastofu og áhöld grotna niður. Ég hef heyrt vel látið af störfum eigin- manns yðar og mér fellur þetta sárt." „Þér þekktuð hann áður en hann var rekinn frá Aðalsjúkrahúsi Berlinar.” „Aðrir tímar, aðrir siðir, frú. Ég er i flokknum og mér hefur verið fyrirskipað að taka að mér þessa læknastofu og þetta hús.” Augu mömmu skutu gneistum. „Og hvað um greiðslu?" „Læknanefnd flokksins hefur mál yðar til athugunar.” Mamma rétti honum miða sem á var ritað heimilisfang og símanúmer. Þetta var vinnustofa Karls. heimili Ingu. „Ef einhver skilaboð skyldu berast okkur, Heinzen.” 40 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.