Vikan


Vikan - 28.08.1980, Page 9

Vikan - 28.08.1980, Page 9
Vikan og Heimilisiðnaðarfélag íslands Ijósm.: Jkn Smart Að vefa tuskuteppi er bæði skemmti- legt og hagkvæmt. Þau geta verið ótrúlega sterk og, þegar vel til tekst, mjög lalleg. Ivafið er við höndina á hverju heimili, þar sem eru gömul föt og fataefnisafgangar. Svo er einnig viða hægt að kaupa vægu verði margs konar afklippur I fataverksmiðjum og verk stæðum. Eins og önnur gólfteppi þurfa tusku- teppi að vera sterk og stíf, svo þau liggi slétt á gólfinu, en þvælist ekki saman undir fótum manna. Til að ná þessum eiginleikum eru ýmis ráð. Með tiltölu- lega þéttri uppistöðu, grófu ívafi, breiðum tuskuræmum eða margföldum og hörðum slætti er hægt að fá þykk og stinn teppi, en þá liggur uppistaðan óhjá- kvæmilega ofan á, og það verður hún, sem slitnar fyrst. Tuskurnar reynast yfir- leitt sterkari en uppistaðan, jafnvel þó til hennar sé vandað. Teppi, sem ofin eru þannig, að tuskurnar hylja uppistöðuna, brekánsvend, endast því betur og geta orðið ágætlega stif. Uppistaðan þarl' þá að vera tiltölulega gisin og tuskuræm urnar hæfilega mjóar. Rétt er að nota aðeins eina tegund efna í sömu mottuna, t.d. bómullarefni i eina, ullarefni i aðra, prjónaefni i þriðju o.s.frv. Ekki skiptir máli þó efnin séu misþykk. þau rná klippa eða rifa í misbreiðar ræmur. þannig að þær fylli álika mikið. Ráðlegast er að klippa ekki tuskurnar fyrr en búið er að setja upp i vefstólinn. Þá er hægt að reyna mismun- andi breiðar ræmur og leita að þeirri breidd, sem best hentar. Þegar klippt eru niður gömul föt. eru allir saumar og faldar fjarlægðir. Klippt/ er eftir þræði, endarnir klipptir á ská og saumaðir þannig sanian i saumavél eða höndum. Koma þá samskeytin undir nokkra uppistöðuþræði. Ef hver flik eða litur er undinn í sér hnykil, sést magn hvets litar og samstæðra lita, er þá hægt að gera uppdráll i samræmi við það. Þegar tuskur eiga að hylja uppi- stöðuna, verður að gefa upp í. Það er gert þannig, að ivafið er dregið upp i einn stóran boga (eða marga minni, ef teppið er breitt), skipt um skammel og slegið þéttingsfast. Ef gefið er hæfilega mikið upp i. hylsl uppistaðan og voðin hcldur breiddinni, dregst ekki inn. Gangi illa að láta uppistöðuna hverfa. eru ræmurnar of breiðar eða uppistaðan of þétt. dugi ekki meiri uppigjöf. Sem uppistöðu í tuskuteppi er ágætt að nota bómullarnetagarn nr. 12/6 (hafaldagarn). Nælonnetagarn er einnig Itægt að nota. Það er afar sterkt en nokkuð hált og óþjált. Stundum er notað hampgarn. Það er mjög misjafnt. Þri- eða fjórþætt hampgarn með góðum snúð, þó ekki hart. er allsterkt. Ef sérstaklega er til tuskuteppisins vandað. er uppistaðan höfð úr hör. l.d. 8/3 cða 8/4. Hér fer á eftir uppskrift fvrir tusku teppin á myndinni. Uppistaða: Bómullarnetagarn nr. 12/6 (Netting twine). ívaf: Þykkt ullarefni, um 2 cm breiðar ræmur. Breiddiskeid: 70 cm. Skeið: 30/10, 1 þr. i haf., 1 þr. i tönn. Í jöðrum 2 þr. í haf. og tönn. Þráðafjöldi: 212. Teppið er ofið þannig, að uppistaðan hylst. Ræmurnar eru undnar á teppa- skyttur og notaður er spanstokkur. Inndráttar- og uppbindingar- og stigmunstur fyrir tuskuteppi. Fyrst og síðast eru ofin 8-10 fyrirdrög úr sama efni og uppistaðan. Þau koma í veg l'yrir að fvrstu og siöustu fyrirdrögin losni og renni frá, þegar klippt er niður. Frágangur tuskutcppa cr margvislegiir. en hver sem hann er. er óhjákvæmilegt að byrja á þvi að hnýta upp á uppi- stöðuna fast upp við voðina. Stundum cr það látið nægja, en verður að teljast lélegur frágangur. Sterkara er að snúa kögur eða flétta úr uppistöðuendunum. er þá aukaspottum oft bætt inni til að fá kögrið þéttara og sterkara. Heimilisiðnaðarfélagið — Sigriöur Haildórsdnllir 35. tbl. Vikan 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.