Vikan


Vikan - 28.08.1980, Page 11

Vikan - 28.08.1980, Page 11
Laxveiðihættir Texti og Ijósm.: Jón Asgeir Stundum virðist Hvítárbrúin brosa í átt til veiðihúss þeirra Ásu og Hannesar. Darri frændi þeirra situr þarna við ána. „Allir Borgfirðingar vita það og viðurkenna, að Hvítá er og hefur allt frá landnámstíð verið bæði gagn og prýði þessa héraðs. Hún er sá vegur, sem mikill fjöldi laxa hefur lagt leið sína um á hverju vori og hafa gengið þar í greipar fengsælla veiðimanna. Hún frjóvgar með framburði sínum hinar sjálfsáðu flæðiengjar sem aldrei bregðast að fullu, þó að hörð ár séu. Hvítá er líka sannnefnd héraðsprýði. Það hljóta allir að játa, sem á björtum sumardegi líta yfir þetta fagra hérað og hinar breiðu byggðir þess. Hún hefur rutt sér næstum beina braut um mitt héraðið, allt frá Eiríks- jökli til Borgarfjarðar. Dregur hún athygli manna, og er, eins og áður er að vikið, gullkista héraðsins að vissu leyti.” Þannig mælir Kristleifur Þorsteinsson uni Hvítá i sagnaþætti sínum sem birtist i safnritinu Úr byggðum Borgarfjarðar. í eftirfarandi frásögn verður staldrað við hjá einum af hinum fengsælu veiði- mönnum við Hvítá. Hannesi Ólafssyni frá Hvítárvöllum. , Hannes hóf að stunda laxveiði í net, fyrir landi föður síns Ólafs bónda Davíðssonar á Hvítárvöllum i Borgar- firði, fyrir 57 árum. Ólafur keypti höfuð- bólið Hvítárvelli sama ár og Hannes fæddist, árið 1903. Kaupverð Hvítár- valla var 28 þúsund krónur, og keypti Ólafur það á uppboði úr dánarbúi barónsins á Hvitárvöllum. Hann varð þar stórbóndi og auðsældarmaður, þótt fyriráföllum yrði. Á öðru búskaparári Ólafs Davíðs- sonar brann fjósið og hlaðan með öllum heyjum. Ólafur sundreið hesti sínum, Valdgrána, yfir Hvítá. Síðan hélt hann að bænum Svarfhóli og var mittisvotur, svo að Þuríður húsfreyja á Svarfhóli sá að eitthvað var að. Þuríður lét setja hestinn inn og bauð Ólafi kaffi. Björn 35. tbl. Vikan II

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.