Vikan


Vikan - 28.08.1980, Side 12

Vikan - 28.08.1980, Side 12
Laxveiöihættir Ásmundsson bóndi að Svarfhóli var nú sóttur. Fóru þeir Ólafur síðan saman að hitta sýslumann, Sigurð Þórðarson. Engir kærleikar voru með Birni og sýslu- manni. En Sigurður tók þeim félögum vel og bauðst til að koma í veg fyrir gjaldþrot Ólafs: „Ef þér fáið menn, þá skal ég lána yður fyrir fjósi og hlöðu." ★ ★ Brúin yfir Hvítá var byggð árið 1928 og gekk smíðin vonum framar og vígði Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra brúna i nóvember það ár. Áætlað hafði verið að verja 190 þúsund krónum til brúarsmíðinnar, en 180 þúsund dugðu. Fullgerð var Hvitárbrúin stærsta og myndarlegasta mannvirki, sem sést hafði í Borgarfirði. Verkfærin við brúargerðina voru hestvagnar og handverkfæri, þ.e.a.s. hakar og skóflur. Til að sprengja úr klettunum vegna vegagerðarinnar voru boraðar allt að 3 metra djúpar holur með handborum. Hannes Ólafsson vann um haustið við að skerpa borana. Líklega hefur enginn maður á Íslandi dregið jafnmarga laxa úr ferskvatni og Hannes Ólafsson. Hann hefur ekki tekið saman tölur um þennan fjölda, en giskar á að 60-70 þúsund laxar hafi farið um hendur sér. Versta veiðiárið sem Hannes hefur upplifað var einmitt árið 1928, þegar brúarsmiðin stóð sem hæst. Hvílá var blá og tær allt sumarið frá apríl og fram i september. Áin var kolllitil, og var það reyndar ein af ástæðunum fyrir því hve brúarsmíðin gekk vel. Árið 1928 var enn við lýði lengri veiðivika en nú er heimiluð. Samt sem áður veiddust einungis 302 laxar i net á Hvítárvöllum og 186 laxar í Ferjukoti hínum megin við ána. Mesti fjöldi sem Rafn Ásgeirsson, bóndi að Svarfhóli, leggur inn lax hjá Ásu og Hannesi. Prammi Rafns er smiflaður úr vatnsþéttum krossviði og er mjög hrað- skreiður. lzVikan35.tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.