Vikan


Vikan - 28.08.1980, Page 31

Vikan - 28.08.1980, Page 31
Ljósm.: Jim Smart „Við erum að segja fólki að okkur sé ekki sama." framleiða músík fyrir fjöldann. Og þrjóska held ég likar Það hafa komið þær stundir að mig langar að leggja árar i bát. ég þvertek ekki fyrir það. Þegar ég hef fengið mig fullsaddan á því sem éger aðgera idag, langar mig i eitthvert nám. En það verður ekki á næstunni. þvi ég vil halda áfram því sem ég hef verið að gera og taka þátt i þessu öllu. Hvernig madur er Pálmi Ciunnars son? — Sem betur fer á ég nóg af áhuga málum. Eins og þú sást, þegar þú komst inn, var ég á kafi í veiðigræjum. ég nota fristundirnar oft til að skjótast i vatn og dorga. Það er mikil afslöppun. ég er mikill útivistarmaður... Ferþað veisaman \ iðstarfið? — Já, hljómlistarmaður er oft mjög lokaður inni og kannski í ekki of góðu andrúmslofti. Maður er að vinna i svækju og hita, og þess vegna finnst mér algjör nauðsyn að nota útiloftið. Segðu mér eitthvað um Mannakorn. Hvernig bvrjaði samstarfið? — Það get ég sagt þér í fáum orðum. Ég kynntist félögum minum í Manna- korni veturinn sem Superstar var sýnt. Þar lék ég eitt aðalhlutverkið og kynntist Baldri Má Arnbjörnssyni, sern líka lék í Superstar. Reyndar var ég búinn að þekkja þessa stráka eitthvað áður, og svo ákváðum við að fara að spila saman og þá undir hljómsveitarnafninu Lísa. Við þvældumst töluvert um landið. en vorum þó talsverð kjallarahljómsveit I og með. höfðum gaman af að koma saman og „djamma”. spila á kvöldin, eftir vinnudaginn. Út úr þessu þróaðist svo að Magnús var að koma með lög, sem hann hafði samið. og við fórum að glugga i það. og þróunin varð sú að við ákváðum að reyna að koma þessu á plötu. Við fengum Fálkann til að gefa okkar fyrstu plötu út. Voruð þið að gera eitthvað nýtt? — Við vorum kannski svolítið einlægir. Ekkert að reyna að gera ein hverja súper grand hluti, heldur meira í þeim anda, sem við höfðum verið að vinna, syngjandi og raulandi saman í æfingahúsnæðinu. ... sprottið heinl upp úrsamslarft? — Já, það kom mikið upp úr því, og auðvitað líka að Magnús Eiriksson fór þarna í gang meðsína lagasmið. Er hann ekki ífullum gangi enn? — Jú. stoppar aldrei, alveg ótæmandi birgðir. Þú syngur mikið eftir hann. fellur þér það vel? — Ég hef sungið mikið eftir hann og alltaf líkað vel að syngja Ijóð hans og lög, Magnús er lífsreyndur maður, hefur gruflað mikið I mannlífinu, skoðað og upplifað margt, sem hann svo notar I sina Ijóðagerð. Þú syngur margt sem höfðar til mannlegra þálta. er það tilviljun? — Ég hef ekki samið sjálfur neitt að ráði, en verið svo heppinn að þeir sem hafa samið fyrir mig hafa haft eitthvað að segja. Mér finast lítið gaman að syngja útþynntar lummur, betra að hafa eitthvert innihald. F.r ekki verið að gejá eitthvað af sjáfum sér. þegar þið /jallið svona mikið um mannlífið? — Ekki endilega. það sem við erum að gera er að segja fólki að okkur sé ekki sama . . . Ég get tekið sem dæmi að Magnús orti einu sinni afskaplega gott Ijóð um utangarðsmanninn. rónann. sem lendir bara í eymd og vesöld, lendir i strætinu. Hvorki Magnúsi né mér. eða nokkrum öðrum sem flytur þess konar Ijóð, er sania um þetta fólk, langt I frá. Það sem við erum að gera er að segja fólki að vera vakandi, að ekki er allt saman dans á rósurn í þessu lifi. Eiga hljómlistarmenn kannski auðveldara með að fjaHa um þessa hluti. sem kynnast fólki i alls konar ástandi eftir stressandi i innudag? — Það er líklegt. Ég er alla vega mjög opinn maður fyrir þvi sem gerist í kringum 35. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.