Vikan


Vikan - 28.08.1980, Side 34

Vikan - 28.08.1980, Side 34
Viðtal Vikunnar dóma yfir því fólki sem hefur okkur á milli tannanna." mig. Mér finnst að hraðinn. stressið. lifsgæðahlaupið, séu að kollsteypa manni, og það sem mest er virði eru rólegheitin og að geta lifað við þau, þessi ár sem maður er lifandi. Þaðer eins og þaðsé einstefna að stressa sig ofan í gröfina löngu fyrir timann. Nú hljótid þid oft ad vera undir smásjá fólks. þetla er talinn sukksamur bransi. hver er skoðun þin á þessum dómum og þessum dómurum. o£ hvað er til I þessu? — Ég held að hver einasti maður ætti að lita sér nær, áður en hann dæmir aðra. Annars er voða litið að segja við því þótt fólk hafi okkur á milli tannanna, það er nú einu sinni svo að á Islandi er kjaftagangur. Þetta er litil þjóð, eins og þokkaleg fjölskylda. ef við miðum við hinn stóra heim. Ég ætla ekki að fella dóma yfir þeim sem dæma okkur, þeir dæma sig á endanum sjálftr. Samt er þetta varla réttlátt. Sukkið? Sumt af því er rétt. en það getur verið sama manneskja sem er að ræða um okkur og hefur orðið sjálfri sér og kannski fleirum til skammar á laugar- deginum áður. Ég tek það bara sem dæmi. Eruö þið til umrœðu af þvi þið sjáisl og þekkisl? — Já, eflaust. Það er svo út um allan heim að fólk sem eitthvað er þekkt er milli tannanna á öðrum. Maður gerir góða hluti og maður gerir slæma hluti. Þú lendir kannski i að skilja við konuna þina eða dettur svo rækilega i það að þú sést fullur á Óöali. Og það fréttist. Maður er farinrt að vara sig á því að vera of mikið úti á meðal fólks. Fylgir þá viss einangrun þessu starfi? — Já, viss einangrun. sem mér finnst í rauninni ekki slæm. Ég er töluvert fyrir einveru, finnst gott að vera einn með sjálfum mér, hugsa og pæla. Hvernigftnnsl þér best að hafafólkið i kringum þig? — Ég kann vel við hæglátt fólk. einlægni finnst mér nauðsynleg og ég kann að meta heiðarleika og hreinskilni. Það er freistandi að halda áfram að lala um mannlega þætti lifsins viðjafnmann- legan músíkant og Pálmi er, og ósjálfrátt leiðir það hugann að stórkostlegum tónlistariðnaði Vesturlanda og hvar ísland standi í þeirri hringiðu. Er eitthvað i islensku poppiifi. sem kalla mœtti sérislenskt? — Það er það sem við eruni að leita að. Ef við ætlum að ná einhverri fótfestu á erlendri grund, þá er betra að hafa einhver séríslensk einkenni, ekki að vera eins og næsti maður i næsta landi. Vissum hópum hefur tekist þetta, Þursa- flokkurinn hefur skapað sér nokkra sér- stöðu, þeir sækja sitt efni talsvert i þjóð legan bakgrunn. ég er mjög hrifinn af því hvernig þeir hafa farið að þessu. Er verið að leita þessa þjóðlega svips meira nú en áður. þegar alþjóðieg einkenni voru ráðandi. — Já, ég held að við höfum ekki farið of mikið utan. það hefði óneitanlega mótað mikið það sem við erunt að gera hér heima. Nú, með því að vinna svona mikið saman hér heima hlýtur eitthvað að koma út. sem við getum kallað séríslensk einkenni. Þegar við fórum til Frakklands i fyrra, sem var mjög gaman. þá fengum við góðar móttökur. t.d. skrifaði blaðamaður þekkts timarits. Cash-box, um okkur og sagði að við værum með tónlist, sem þrátt fyrir alþjóðleg tilþrif sýndi viss einkenni. sem hann vildi kalla islensk. Ég veit ekki hvort hann var að orða það kurteislega að honum fyndist viss sveitamanns- bragur á okkur. Eitthvað hressilegt? — Já, honum fannst við einmitt hress. Fyrst við tölum um erlend áhrif hvað ftnnst þér um punkið? — Mér finnst þetta allt eiga rétt á sér. Eiga punkararnir rælur i því sama og þið? — Já það finnst mér, þeir eru náttúr- lega talsverðir uppreisnarmenn. þetta þróast jú upp úr fátækrahverfunum. i Bretlandi a.m.k. Þar er erfið barátta. erfitt að koma sér á framfæri. markaðurinn stór. samkeppnin hörð. það er þetta sem þeir fara út i. Það má 34 Vikan 35. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.