Vikan - 28.08.1980, Qupperneq 36
Framhaldssaga
ÞJÓÐEYÐING
„Það er allt I lagi. Ég kunni vel við
það. Ég er lika einmana. Ég græt á
hverri nóttu og brýt heilann um pabba
minn og mömmu."
„Kannski er allt i lagi með þau. Ég
hef frótt að þeir séu að flytja gyðinga til
Póllands til að búa i eigin borgum.
Faðir minn er þar — hann er læknir i
Varsjá."
Hún sýndi mér Ijósmyndir af for
eldrum sínum — venjulegt verslunar
fólk. en móðir hennar hafði sama finlcga
andlitið og dökku augun og Helena.
„Þau voru á leiðinni til Palestinu.
ætluðu að leita sér að fari þangað. En
þau biðu of lengi."
Við sátum og töluðum saman og mér
fannst erfitt að varna höndum mínum
að snerta hana blíðlega — handleggi
hennar, andlitið. Ég reyndi að gcra það
ekki. Við þekktumst naumast. En hún
hafði ekkert á móti þvi. Hún var smá
vaxin en það var einhver seigla I henni.
cinhver styrkur. Og hún var falleg —
jafnvel i gamla hvíta búðarsloppnum.
É| Ég sagði henni svolítið af fjölskyldu
minni. hvernig ég hafði strokið. frá
ferðum mínum. Og trúlega hef ég jafn
vel gortað eitthvað af iþróttamannshæfi
leikum minum. Svo. jiegar ég fann að
hún var móttækileg og ánægð yfir að
liafa bjargaö mér þá dro ég Itana að
mér. Hún sat í kjöltu minni, svo litil að hún
var allt að því þyngdarlaus. En
mýkt arma hennar. mjaðmir hennar.
fylltu ntig ástríðu. Ástriðu sem ég gat
illa dulið.
„Þú treystir mér of auðveldlega.”
sagði ég. „Ég er búinn að læra það að
treysta engum."
„Þú virðist heiðarlegur. Rúdi. Eg trúi
því sem þú segir mér."
„Ég á ekki við það. Ég gæti. . . Ég
myndi kannski...”
Hún lagði fingurna á varir mínar.
Hvað var að mér? Ég andaði
jafnþungt og ef ég hefði nýlokið við að
hlaupa 200 metra sprett. Það var svo
langt siðan ég hafði komið nálægt konu:
satt að segja var ég svolitið seinn til i
þeim efnum. Hún virtist rólegri en ég.
Meðan hönd hennar strauk á mér
hálsinn að aftan og hún hvíldi andlit sitt
við mitt sagði hún mér frá draumi for
eldra sinna um heímili i Palestinu, frá
manni sem hét Herzl og var upphafs
maður þess alls. frá hægum straumi
gyðingaflutninga til liins þurra lands yst
í Asíu. Það hljómaði allt hræðilega
framandi og einkennilega i mínum
eyrum og ég hlýt að hafa virst fullur efa
semda eða brosað, rétt eins og ég væri
aðgera henni til hæfis.
„Hvað er svona fyndið?" spurði
Helena.
„Ég veit þaðekki. Þegarég hugsa um
sionista detta mér i hug gömlu karlarnir
nteð skeggin — krakkar sem hrista
dollur til að snikja smápeninga á
götuhornunt. Ekki fallegar ungar
stúlkur eins og þú.”
„Ó. þú ert þýskur. Hræðilega
þýskur."
„Ekki lengur.”
Við kysstumst aftur. héldum hvort
öðru andartak. Dyrabjallan hringdi og
Helena stóð á fætur og gekk frani fyrir
tjaldið.
Ég heyrði mannsrödd. Þetta var
annar búðareigandi sem var að segja
henni að læsa Gestapo var óánægt með
það hve lögreglumennirnir sýndu niikla
linkind og var búið að setja af stað eigin
rannsókn til að ganga úr skugga um að
nýju reglugerðinni væri hlýtt.
Ég heyrði hana læsa framdyrunum og
slökkva Ijósin. Hún tók í höndina á mér i
bakherberginu.
„Þú kemur heim með mér." sagði
hún.
Ég sagði henni meira af fjölskyldu
minni, frá fólki sem mér virtist nú fram
andi. Einu sinni skrifaði ég móður minni
en þorði aldrei að gefa henni upp neitt
heimilisfang. Ég sagði henni frá góðum.
vinnulúnum föður minum. manni sem
aldrei missti stjórn á skapi sínu. og frá
Karli og Ingu. Og Önnu. Og móður
minni. ákaflega fallegri og hæfileikaríkri
og húsbóndanum á heimilinu. Ég sagði
henni jafnvel frá Bechstein pianóinu. Og
ég sagðist ekki myndu fara til baka nema
ég gæti bjargað þeint. að ég væri á-
kveðinn í að berjast á móti, að halda
áfram að hlaupa.
Við töluðum og borðuðunt svolitið og
fljótlega og jafneðlilega og við hefðum
[ickkst árum saman vorunt við farin að
elskast.
Ég hafði gert fáeinar fálmkenndar
tilraunir áður — ástamök, hröð og
tilgangslaus. Og Helena var hrein mey.
Hún var ekki nema nitján ára gömul. Og
þessa nótt sameinuðust likamar okkar
eins og við værum hjón, eins og guð
hefði ýtt okkur saman. Hún hvildi í
armkrika minum. litil, nijúk stúlka. með
mjallhvita húð og dökkbrúnt hár. Mitt
eigið hold var liart og vöðvastælt og
hendur minar hrjúfar af vinnu.
„Rúdi. . . haltu mér. . . ekki færa
hendurnar.”
„Ég rispa þig."
„Mérersama."
„Allt út af helvítis bakpokanunt."
sagði ég. „Ég læt hann aldrei frá mér."
Hún settist upp i rúminu og brosti til
min. „Og þú losnar heldur ekki við mig."
Ég spurði hvort hún ætti kærasta.
ættingja. sem gætu komið að okkur.
Hún hristi höfuðið: engan.
„Mér væri sama þó einhver kænti að
okkur.” sagði hún. „Ég var sam
viskusöm lítil skólastelpa. Blússa og pils.
Núna reynt ég að lata hverjum
hveijum degi nægja sina þjantngu."
Ég kyssti Itana á hárið, á ennið, á
augun. „Helena Slomova. Frelsari
minn í töskubúð."
„Það varð okkur til happs að
tékkneska lögreglan er svona löt." sagði
hún. ,Og ég daðraði svolitið við þá. Þeir
þekktu mig, þeir þekktu fjölskyldu
mina."
Ég fór fram úr, áhyggjufullur. Hvert?
Hvað nú? Ég vissi að það myndi versna.
Ég myndi sjá heilu gyðingasamfélögin
hverfa í þýskum bæjum. Það var ekki
annað en tímaspursmál hvenær
Þjóðverjar færu að tæma Þýskaland.
„Hvað gerirðu nú?" spurði ég.
„Ég veit það ekki. Ég er hrædd. Ég er
ekki eins hrædd núna. meðan þú ert hjá
mér. en...”
„Helena. ég skal vera hjá þér. En ekki
hérna.”
Hún settist upp og dró lakið og teppið
upp að höku. Það var nístingskalt í
litla svefnherberginu. „Það eru undan-
komuleiðir. . . um Ungverjaland. Og
Júgóslaviu. Það eru bátar sem flytja
mann til Palestínu, ef maður getur borg-
að."
Við hlógum bæði — við vorum alveg
auralaus, áttum ekki einu sinni von unt
að geta greitt fargjaldið. Svo voru
landamæri að fara yfir. verðir sem þurfti
að forðast, SS-menn og fasistahópar
sem leituðu að fólki eins og okkur.
„Þú kemur með mér.” sagði ég.
„Peningalaus?Skilríkjalaus?"
„Ég komst hingað."
„En þú varst einn á ferð. Ég yrði þér
til trafala."
Ég faðmaði hana aftur að mér. „Það
bætir heilsuna að lifa á hráum rófum."
Svo gróf ég höfuðið milli brjósta hennar
og kyssti hana aftur og aftur. „Það
versta sem til er er að vera einn. Ég
reyni að sýnast harður af mér en ég er
lika hræddur. É.g á enga fjölskyldu
36 Vikan 35. tbl.