Vikan - 28.08.1980, Page 41
við að skrásetja sitt fólk og gera
ráðstafanir til að taka við hundruðum
þúsunda gyðinga i viðbót.
Hann rumdi samþykki sitt og bauð
mér að aka um gettóið í embættisbílnum
sinum.
Varsjárgettóið er ömurlegur sóða
staður og sannar glöggt að gyðingar eru
ófærir um að þrifa i kringum sig. Göt-
urnar eru þaktar sorpi. Mér til mikillar
undrunar sá ég meira að segja tvö lik
sem enginn hirti um liggja i ræsinu. Betl-
arar eða heimilislausir flakkarar, sagði
Frank til skýringar. Ef til vill fábjánar.
Gyðingarnir, sem eru frægir fyrir náin
fjölskyldubönd og góðgerðir garð fá
tæklinga af sinum kynþætti, eru nú I
samfélagslegri upplausn. sagði hann
fyrirlitlega.
Og þó er ég tilneyddur að játa að það
eimir eftir af einkennilegri lífsorku í
drungalegu umhverfinu. Sölumenn
bjóða fram vörur sinar í handvögnum.
Ökumenn fóru með áburðarvagna um
hellulagðar göturnar. Gamlir karlar
gengu inn i bænahús í áköfum sam
ræðum og böðuðu út höndunum. Konur
ýttu áfram barnavögnum. Enda þótt
búðimar væru illa búnar vistum og
subbulegar þá leit samt út fyrir að fólk
verslaði þar. Þvert ofan í alla skynsemi
verð ég að draga þá ályktun að það sé
lífsorka í þessu fólki. Ef til vill er það
ástæðan fyrir þvi hve hættulegt þaðer.
„Djöfuls fiflin halda áfram að haga
sér eins og ekkert sé að ske," urraði
Frank. „Þau komast að raun um ann
að."
Það gerðist nokkuð einkennilegt.
Þegar billinn beygði fyrir horn tafði
hlaðinn timburvagn hann um stund. Þá
kom ég auga á hávaxinn mann, dökk-
klæddan og með illa leikinn hatt á höfð-
inu, ganga yfir götuna fyrir framan
okkur. Hann hélt á tösku sem virtist
vera læknataska.
Andartak hélt ég að þetta væri dr.
Weiss, maðurinn sem annaðist foreldra
mina og siðar Mörtu. Það eru ekki nema
tvö ár síðan ég sá hann, þegar hann fór
bónarveginn að mér fyrir son sinn.
Maðurinn tók ekki eftir mér. Það var
annar maður í fylgd með honum. verr
klæddur, og þeir töluðu ákaft saman.
Þeir fóru inn i hús þar sem á var letrað
Judenrat — gyðingaráð Varsjár — og ég
misstisjónará þeim.
Furðuleg tilviljun — ef þetta var þá
dr. Weiss. Ég skipti auðvitað ekki
framar við hann. Hann er mér einskis
virði. Hann er hluti fortiðarinnar.
Fremur geðugur maður, minnir mig, en
einfaldur og á þrjóska konu sem neitaði
að flýja Þýskaland meðan tækifæri var
til.
Ég spurði Frank hvort hann kann
aðist við manninn með töskuna.
Hann yppti öxlum. „Ég fylgist ekki
með hverjum einasta júða i Varsjá.
Hann virtist vera einn ráðsmeðlimurinn
með þennan fína hatt sinn. Blóðlöt kvik
indi. Þeir verða heldur betur að taka sig
á, eða við látum skjóta nokkra til að ýta
við þeim. Ég hef skotið talsverðan slatta
af ráðsmeðlimum i smábæjum, Dorf,
þegar þeir slóra. Það er einmitt um það
sem málið snýst, er það ekki? Engar
gamlar hugmyndir um réttvisi. Bara
snaran og byssan, ekki satt?"
Ég svaraði ekki. Nokkra hrið gat ég
ekki vikið frá mér mynd hávaxna
mannsins. Þetta var líkast til ekki dr.
Weiss. Og þó svo hefði verið, hverju
skipti það mig? Hann virðist ekki þjást
neitt óþarflega mikið.
Frásögn Rúdís
Fáeinir gyðingar lifðu af hörmung-
arnar í Varsjá. Sumir búa hér í Israel og
raunar býr kona skammt frá Agam-sam-
yrkjubúinu, Eva Lubin. sem þekkti
föður minn og Móses frænda. Hún var í
andspyrnuhreyfingunni og tók þátt í
fundum ráðsins áður en það glataði öllu
trúnaðartrausti gyðinga og baráttuhóp-
arnir komu I staðinn. Eva sagði mér
margt um þaðsem gerðist.
Maður að nafni dr. Menahem Kohn
var formaður ráðsins. Að því er Eva
segir var hann friðþægjari, maður sem
gerði allt eins og nasistarnir sögðu
honum.
Þegar faðir minn hafði lent I deilunni
við þýska lækninn sem notaði eiturefni
við taugaveikilækningar — lyf sem
drápu sjúklingana á mjög kvalafullan
hátt — fékk hann á sig orð fyrir að vera
andspyrnumaður. í þann tíð hefði
ekkert getað verið fjær sanni. Hann var
sem fyrr varkár maður, vildi halda uppi
einhverri læknisþjónustu þrátt fyrir
þrengslin, slæma hreinlætisaðstöðu,
skortinn á fæðu, hita og lyfjum. Fólk
hrundi daglega niður í spítalanum og allt
umhverfis hann. Hann og Móses bróðir
hans og hjúkrunarkonurnar horfðu
hjálparvana á. Börnin voru það versta
— tylftum saman troðið inn á lúsugar
deildirnar og húktu þar óttaslegin og
stóreyg. horuð og grétu stanslaust af
sulti.
Eva minnist einmitt þessa dags en þá
var talsvert rætt um smygl sem dr. Kohn
og flestir hinna öldunganna litu á sem
mikinn glæp.
Maður að nafni Zalman, venjulegur
verkamaður og fulltrúi gyðinglegra stétt-
arfélaga, hóf umræðurnar og ræddi fyrst
vegginn. „Ellefu mílna langur." sagði
hann. „Til að halda okkur inni og Pól-
verjunum úti. Þetta er fangelsi, það er allt
ogsumt."
Faðir minn samsinnti. „Varsjá verður
stærsta gettó i sögunni, er ég hræddur
um. Þetta á eftir að versna."
Það urðu einhverjar deilur um vinn
una á veggnum og Kohn krafðist þess
að verkamenn Zalmans ynnu meira.
yrði fjölgað.
Zalman togaði i húfuna sína. „Það er
hægara sagt en gert, læknir. Flestir vita
þeir að um leið og veggurinn er risinn þá
erum við innilokuð. Engin verslun.
engin störf fyrir utan."
Kohn benti á hann. „Vinur minn, i
Reszow gat gyðingaráð rétt eins og þetta
ekki séð fyrir nægilegum mannfjölda.
Ráðsmennirnir voru hengdir opinber-
lega. Við verðum að vinna með Þjóð
verjunum. Við höfum ekki um neitt að
velja. Við erum það sem við höfum allt-
af verið — fórnarlömb."
„Ég get ekki sagt stéttarfélögum
minum það," sagði Zalman.
„Þú hefur ekki um neitt að velja."
sagði Kohn.
Faðir minn og frændi þögðu um hrið.
Það ríkti þung þögn á fundi gyðinga-
ráðsins.
„Við verðum að hætta að kvarta og
kveina yfir þessu gettó-hugtaki,” hélt
dr. Kohn áfram. „Það er að minnsta
kosti eitthvað sem við skiljum, nokkuð
sem við höfum búið við öldum saman.
Við fáum að halda skólunum okkar,
spitulunum, öllum stofnunum. SS-for
inginn sjálfur fullvissaði mig um það.
Sjáið til, herrar minir — þeir þarfnast
okkar — iðnverkamanna, verslunar
manna, pólska efnahagskerfisins."
Aftur þögn.
Þá spurði faðir minn: „Hversu lengi
munu þeir þarfnast okkar?"
„Afsakaðu, dr. Weiss?"
„Dr. Kohn, ég var að spyrja hvað þeir
myndu þarfnast okkar lengi. Hversu
lengi munu nokkrar milljónir fátækra
gyðinga skipta þá einhverju máli?
Þegar á liður gætum við orðið til
trafala. Þá . . ."
Dr. Kohn hristi höfuðið. „Við
eigum ekki annarra kosta völ en að vera
eins samvinnuþýðir og okkur frekast er
unnt. Mynda vinnuhópa. Halda borg-
inni hreinni. Sjá um að verksmiðjurnar
starfi."
Móses greip fram í: „Ég hef frétt að
vinnuhóparnir séu ekki alveg eins og
sagt er. Menn eru barðir i hel, skotnir,
fyrir smávægilegar yfirsjónir."
Zalman kinkaði kolli. „Þaðersatt. Ég
hef verið I nokkrum. Það er ekki farið
með okkur eins og verkamenn heldur
þræla."
„En við eigum ekki um annað að velja
en að hlýða skipunum," sagði dr. Kohn
alvarlegur I bragði. „Við getum ekki
sýnt mótþróa. Við megum ekki vera
með mótþróa. Það verður ekkert smygl,
ekkert svartamarkaðsbrask, engar til-
raunir til skemmdarverka. Við getum
aðeins beðið þess að ástandið batni."
Eva Lubin, sem var á fundinum,
minnist þess að Móses frændi hvíslaði að
föður minum: „Frá vörum hans að
eyrum Guðs.”
í október, þrem mánuðum eftir að
Anna var send á geðsjúkrahúsið i Hada-
mar, fékk móðir mín fjölritað bréf frá ‘
spítalanum. Það var stutt og undirritað
af „þjónustustjóra".
Einkennilegt bréf. Hausinn á þvi var
„Góðgerðastofnun til geðlækninga,
Hadamar, Þýskalandi."
Í bréfinu stóð, að Anna Weiss, átján
ára gömul. hefði látist af „illkynjaðri
lungnabólgu". Ekkert dánardægur var
tilgreint. Þeir höfðu tekið sér það bessa-
leyfi að brenna líkið svo komist yrði hjá
smitun. Einhvern tíma siðar yrði frú
Weiss tilkynnt um það hvar dóttir
hennar hefði verið grafin.
Mamma fékk móðursýkiskast. Hún
grét dögum saman. Hún var óhuggandi.
Anna var litla barnið í fjölskyldunni.
greindust okkar, barnið sem elskaði lifið
heitast. Móður minni fannst óskiljanlegt
að hún hefði látist á þennan hátt — með
enga ástvini nærri sér, með hugann í
niolum og vonirnar i rúst. Hún gat af-
borið fangavist Karls — hann var nú
einu sinni á lifi. Það var jafnvel hægt að
skilja hvarf mitt. En dauði Önnu var
eins og hnífsstunga í síðu hennar og
henni ætlaði aldrei að hætta að blæða.
„Þetta er mér að kenna," sagði hún
grátandi við Ingu. „Ég bað urn að hún
yrði send burt."
„Nei, mamma," sagði Inga henni.
„Okkur fannst þetta best fyrir hana. . .
hún gat ekki lifað eðlilegu lifi."
Konurnar ásökuðu sjálfar sig. Helms-
fjölskyIdan I næsta húsi skellti samúðar-
fullt i góm en heldur ekki meir. Inga
heyrði þau tauta sin á milli um að Anna
gæti sjálfri sér um kennt — að hlaupa á
götum úti á gamlárskvöld.
Fyrslu vikurnar eftir dauða Önnu
virtist móðir min vera I þann veginn að
missa vitið. En hvenær sem móðursýki
hennar ágerðist og Inga tók að hafa
áhyggjur af henni kom innri styrkur
hennar i Ijós og hún neyddi sig til að
halda jafnvægi með því að minnast
Önnu, Karls, föður mins, mín.
„Við verðum aftur sameinuð,” sagði
hún. „Ég er sannfærð um það. Við
gleymum ekki Önnu. Þegar Karl og
Rúdi eignast börn þá skíra þeir eftir
henni. Inga, manstu hvað hún var strið-'
in? Hvernig hún lék sér við Rúdí?
Leikina sem þau fundu upp?"
„Ég man eftir þeim. Við gleymum
ekki henni Önnu okkar."
Ég komst ekki að þvi hvernig systir
ntin dó fyrr en nokkrum árum siðar að
Inga góf upp sannanirnar.
Anna var ein af 50.000 fórnar-
lömbum — gyðingum og öðrum —
„svæfinga"áætlunar nasista.
Hún var ekki flutt á heilsuhæli I
Hadamar heldur á eina fyrstu gas-
stöðina, fyrirmynd annarra sams konar,
þar sem milljónir gyðinga voru siðan
drepnar.
Það voru tólf staðir eins og Hadamar
og rikið skar úr um hver færi inn í gas-
klefana — án þess að ráðgast við fjöl-
skyldur hinna dæmdu.
35 tbl. Vikan 41