Vikan - 28.08.1980, Page 42
Framhaldssaga
Þannig voru bæklaöir. vangefnir.
þroskaheftir. lamaðir og svo framvegis
reknir'inn í þessar morð verksmiðjur,
klætldir úr hverri spjör, færðir i mussu
úr pappir og drepnir með gasi frá út
blástursrörum risavaxinna bensínvéla.
Þessi gas morð hófust einhvern tima
1938 og héldu áfram um nokkurra ára
skeið. Þau fóru ákaflega leynt, en fréttir
um þau láku út. Á vissan hátt voru þau
æfing fyrir það sem siðar varð hátturinn
á við útrýmingugyðinga og annarra fá-
einum árum siðar.'
Við ranns<)knir mínar komst ég að þvi
að þegar slaðfesting fékkst á morðunum
á þessu „gagnslausa" fólki og spurðist til
Vatikansins voru harðorð mótmæli
send til Berlínar. Mótmælendur tóku
sömuleiðis undir þau. Fávitar,
mongólítar, vanskapningar, voru lika
börn Guðs, sögðu klerkarnir. Og þannig
hættu þessar „svæfingar” smám saman.
En áætlanirnar voru aldrei lagðar alveg
á hilluna.
Þegar gyðingar voru drepnir meðgasi
milljónum saman mótmælti klerka-
stéttin engu. Ekki einu orði. Nenia fá-
einir hugaðir menn. Það má telja þá á
fingrum annarrar handar.
Ég finn að ég verð að skrifa um þessi
mál jafnkalt og yfirvegað og mér er
unnt. Ef til vill er það til að komasl hjá
því að gráta ævilangt morðið á ástkærri
systur minni.
Dagbók Eiríks Dorfs
Berlín
í nóvember 1940.
Ég fékk nafnlaust símtal á skrifstofu
mina í gær þar sem sagt var að viss
prestur væri að halda ræður sem
beindust gegn kynþáttastefnu okkar.
Maðurinn heitir Bernard Lichtenberg
og hann er prófastur St. Hedwig dóm
kirkjunnar. Þetta er ósjálegur grá-
hærður naggur. á sjötugsaldri. Ég veit
svolitið um baksvið hans en hvernig
hann álpaðist út á þessa hálu braut hef
ég ekki hugmynd um. Flestar
kirkjurnar, bæði kaþólskar og mót-
mælendakirkjur, hafa annaðhvort stutt
okkur eða sýnt hlutleysi.
Svo ég tók mig til og fór til messu i St.
Hedwig. (Ég er ekki kaþólikki eða hef
yfirleitt hneigst til nokkurrar kristinnar
trúardeildar frá þvi ég var barn. For
eldrar minir voru lúterskir en faðir minn
skeytti lítið um trúarhreyfingar.)
Kirkjan var ekki nema þriðjungi full.
Ef til vill hafði eitthvað spurst um gagn-
rýni Lichtenbergs á rikinu. Er leið á
ræðuna á eftir messugjörðinni stóðu að
minnsta kosti sex manns á fætur og
gengu út.
Gamli presturinn var á hálum ís. Ég
hef ckkert á móti manninum persónu-
lcga cn hvern þann sem grefur undan
stjórnarstefnunni verður að stöðva. Það
eru fyrirmæli aðofan.
„Látum oss biðja í þögn," sagði faðir
Lichtenberg. „fyrir börnum Abrahams.”
Það var þá sem fjórir eða fimm gengu
út. Það var greinilegt að hinir hneigðu
ekki höfuðsin eða báðust fyrir.
„Hérna fyrir utan,” hélt presturinn á-
fram, „brennur sýnagógan og hún er
líka hús Guðs. Áróðursblað berst til
heimila margra ykkar og varar
Þjóðverja við þvi að sýna uppgerðar-
tilfinningasemi í garð gyðinga, með því
séu þeir sekir um föðurlandssvik. Þessi
kirkja og þessi prestur hér munu biðja
fyrir gyðingum þvi þeir þjást.”
Fleiri stóðu á fætur og fóru.
„Látið ekki leiða ykkur á villigötur
með þessum ókristilegu kennmgum en
breytið eftir boðorðinu sem Kristur gaf:
„Elska skaltu náunga þinn eins og
sjálfan þig.” ”
Ég beið þar til athöfninni lauk og
gekk þá eftir kirkjunni og inn i
skrúðhúsið. Ég var borgaralega klæddur
því mér fannst hálft i hvoru
óviðkunnanlegt að fara einkennis-
klæddur til messu. (Þó eru margir
manna okkar góðir kaþólikkar eða
einlægir mótmælendur og fara alltaf
einkennisklæddir í kirkju.)
Gamall djákni var að klæða föður
Lichtenberg úr messuklæðunum. Ég
gekk til hans og sýndi honum skilríki
min og merki.
„Eiríkur Dorf. kafteinn.” las hann.
„Hvernig get ég aðstoðað þig. sonur
minn?”
„Ég hlustaði af athygli á ræðuna
þina.”
„Og lærðirðu eitthvað af henni?”
„Ég komst að þvi að þú ert
góðhjartaður maður en þér skjátlast
hrapallega.”
Hann leit á mig þreyttum, blíðlegum
augum. Ég óskaðiþess með sjálfum mér
að ég þyrfti ekki að standa frammi fyr’ir
honum. „Ég veit hvað er að gerast með
gyðinga. Og það veistu lika, kafteinn.”
Fremur en að deila við hann gekk ég
umhverfis skrúðhúsborðið og íhugaði
orð min. „Faðir. fyrir nokkrum árum
gerði Píus páfi sáttmála við Foringjann.
Vatíkanið hefur iðulega sagt að það telji
Þýskaland síðasta vigi Evrópu gegn
bolsévismanum."
„Það réttlætir ekki pyntingar og niorð
saklausra. kafteinn."
„Enginn er pyntaður. Ég veit ekki um
nein morð á saklausum.”
„Ég hef séð gyðinga barða og
vanvirta á götum úti. Ég hef séð þá
senda i fangelsi fyrir engar sakir —"
„Þeir eru óvinir rikisins. Við eigum í
stríði, faðir.”
„Við heri? Eða við varnarlausa
gyðinga?"
„Ég verð að biðja þig um að vanda
betur orðaval þitt, faðir. Aðrir
kirkjunnar þjónar hafa ekki átt í
neinum erfiðleikum með að samræma
trú sína og okkar. í siðustu viku var
kirkja í Bremen vígð i nafni
Foringjans."
Hann lét ekki telja sér hughvarf. „Ég
hef heyrt sögur hjá hermönnunum okk-
ar þegar þeir komu frá Póllandi," sagði
hann. „Þar fer meira fram en flutningur
svonefndra framandi kynþátta."
„Skriftir striðsþreyttra ungra manna?
Þú verður að taka þær sögur með
svolitlum fyrirvara."
„En sem prestur verð ég að hlusta og
veita aflausn. Ég breyti samkvæmt sam-
visku minni i þessum efnum."
Hann var þrjóskur. gamall karl.
ágætur sjálfsagt i sjálfu sér en blindur á
markmið okkar. takmörk okkar. Ég
hneigði mig kurteislega og sagði honum
að láta samviskuna nú ekki koma sér i
klípu.
Hann þakkaði mér fyrir og sneri sér
frá. Svo heyrði ég hann segja við
djálknann: „Svona greindur og heillandi
ungur maður. Gjöf okkar til nýrrar ald-
ar.”
Ég heyrði kaldhæðnina i rödd hans
og lagði það á minnið að láta fylgjast
með honum.
42 Vikan 3S. tbl.