Vikan


Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 13

Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 13
Ég dró djúpt að mér andann. Þær höfðu borgað sig, allar andvöku- næturnar sem ég hafði lagt á ráðin! „Ætlarðu þá að ná henni út, Joe, og fara með hana á Sherwood hótelið?” „Einmitt. Ég ætla að gera það. Svo kem ég aftur með bilinn þinn og forða mér samstundis frá Sharnville.” Ég horfði rannsakandi á svart og sveitt andlit hans. Mér fannst ég geta treyst honum. „Ekki hafa áhyggjur af Benny. Ég skal fá hann inn til okkar Klaus. Láttu mig bara hafa tíu mínútur eftir að ég fer inn í húsið. Ertu með úr?” „Auðvitað, herra Lucas.” „Ég skal ganga úr skugga um að úti- dyrnar verði ekki læstar. Gefðu mér tíu mínútna frest og náðu ungfrú Glendu svo út. Er það skilið?” „Auðvitað... tíu mínútur og svo kem ég henni út.” „Fínt”. Ég leit á úrið mitt. Nú hafði ég tuttugu minútna frest til að komast til Klaus fyrir kl. níu. Ég bað um reikninginn, borgaði, tók upp skjala- töskuna mína og gekk út að bílnum minum með Joe fast á hæla mér. Við settumst inn og ég stefndi beina leið burt úr bænum. „Joe sagði: „Hvenær fæ ég peningana, herra Lucas?” „Ég skal útskýra það.” Við sögðum ekkert fyrr en við vorum komnir á moldarveginn að húsi Klaus. Þegar við vorum komnir hálfa leið eftir veginum, stöðvaði ég bílinn. „Jæja, það voru peningarnir.” Ég tók seðlana úr vasa mínum, braut þá saman og reif þá gætilega í tvennt. „Heyrðu, herra Lucas, hvað ertu að gera?” Rödd Joe var hvell. Ég rétti honum fimm hálfa peninga- seðla og stakk hinum helmingnum í vasa minn. „Um leið og ég veit að ungfrú Glenda er komin I Sherwood hótel, Joe, læt ég þig fá hinn helminginn.... orðalaust. Ég vil bara vera viss um að þú guggnir ekki á öllu saman. Er það i lagi?” „Kemurðu með þá í íbúðina mína?” „Einmitt. Þegar ég er búinn að tala við foringjann þinn ek ég til Sherwood hótels, hitti ungfrú Glendu og kem svo til þin. Þú límir seðlana saman og lætur þig hverfa.” Hann kinkaði kolli. „Allt i lagi, herra Lucas.” Við fórum út úr bílnum og gengum eftir veginum. Það var orðið dimmt. Ég sá að það var búið að kveikja ljósin í húsinu. „Jæja, við hittumst i íbúðinni þinni, Joe,” lagði ég. „Ég skal sjá um Benny. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Komdu ungfrú Glendu á Sherwood hótel.” Ég greip i þvala hönd hans og hristi hana. „Gefðu mér tíu mínútna frest héðan í frá.” „Þó það nú væri, herra Lucas.” Ég gekk hljóðlega að hliðinu, ýtti þvi upp og gekk að útidyrunum. Hjartað barðist i brjósti mér og munnurinn var þurr. Um leið og ég þrýsti á bjölluhnappinn dró ég upp byssuna sem Joe hafði látið mig fá. Benny opnaði. „Komdu inn, skepna,” sagði hann. Ég lyfti byssunni um leið og ég var kominn inn í uppljómað anddyrið og ýtti henni fast I ístruna á honum. „Taktu enga áhættu, Benny,” sagði ég hljóðlega. „Mig dreplangar að senda þér eina kúlu. Farðu með mig til Klaus.” Benny starði niður á byssuna og 8. tbl. Viítan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.