Vikan


Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 30

Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 30
Popp Flestir þeir sem eru komnir vel yfir tvitugt minnast þess sjálfsagt er hljómsveitin Led Zeppelin kom hér sumarið 1970 á vegum listahátíðar. Hljómsveitin stóð þá á hátindi frægðar sinnar. Enginn sem á annað borð hafði áhuga á rokktónlist lét þetta tækifæri fram hjá sér fara. Daginn sem miðasalan átti að hefjast rifu óþreyjufullir aðdáendur sig upp fyrir allar aldir og voru mættir fyrir framan miðasöluna í Traðarkotssundi mörgum klukkustundum áður en opnað var. Þar var þá fyrir enn harð- snúnara lið rokkunnenda og höfðu nokkrir dvalið þar alla nóttina með svefnpoka og teppi. Ekki er að sökum að spyrja að uppselt var á hljómleikana og komust færri að en vildu. Æska landsins var þakklát forsvarsmönnum listahátiðar fyrir framtakið. Ekki höfðu þeir lista- hátíðarmenn síður ástæðu til að vera þakklátir æsku landsins því tónleikar Led Zeppelin báru hátíðina uppi fjár- hagslega og borguðu tapið af öðrum menningarviðburðum. Led Zeppelin hefur síðan verið i hópi lífseigustu og vinsælustu rokk- hljómsveita heimsins. Mannabreyting- ar hafa engar orðið og hópurinn verið orðlagður fyrir samheldni. En á liðnu hausti varð svipleg breyting á. Trommuleikarinn John „Bonzo” Bonham lést i svefni þann 26. september. Dánarorsökin var ofneysla áfengis. Þegar John lést var hann gestur á heimili gítarleikarans Jimmy Page. Hljómsveitin aflýsti strax fyrirhugaðri hljómleikaferð. Framtíð hljómsveitarinnar er í mikilli óvissu þvi erfitt verður að fylla skarð Johns Bonham. Þeir sem gerst þekkja segja að hann hafi verið lífið og sálin í bandinu. Án efa var hann einn besti rokk-trommuleikari í heimi. Þeir sem helst koma til greina í stað Johns eru þeir Cozy Powell (Michael Schenker Band), Ian Paice (Deep Purple, Whitesnake) og Carmine Appice (Jeff Beck, Rod Stewart). En margir sérfróðir menn á þessu sviði spá þvi að án Johns Bonham geti Led Zeppelin ekki haldið áfram. Endalok Led ZeppeKn? Led Zeppelin þóttu liflegir á sviði. Robert Plant (söngv- ari), Jimmy Page (gítarleikari), John Paul Jones (bassaleikari) og John Bonham (trommu- leikari) 30 Vlkan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.