Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 30
Popp
Flestir þeir sem eru komnir vel yfir
tvitugt minnast þess sjálfsagt er
hljómsveitin Led Zeppelin kom hér
sumarið 1970 á vegum listahátíðar.
Hljómsveitin stóð þá á hátindi
frægðar sinnar. Enginn sem á annað
borð hafði áhuga á rokktónlist lét
þetta tækifæri fram hjá sér fara.
Daginn sem miðasalan átti að hefjast
rifu óþreyjufullir aðdáendur sig upp
fyrir allar aldir og voru mættir fyrir
framan miðasöluna í Traðarkotssundi
mörgum klukkustundum áður en
opnað var. Þar var þá fyrir enn harð-
snúnara lið rokkunnenda og höfðu
nokkrir dvalið þar alla nóttina með
svefnpoka og teppi.
Ekki er að sökum að spyrja að
uppselt var á hljómleikana og komust
færri að en vildu. Æska landsins var
þakklát forsvarsmönnum listahátiðar
fyrir framtakið. Ekki höfðu þeir lista-
hátíðarmenn síður ástæðu til að vera
þakklátir æsku landsins því tónleikar
Led Zeppelin báru hátíðina uppi fjár-
hagslega og borguðu tapið af öðrum
menningarviðburðum.
Led Zeppelin hefur síðan verið i
hópi lífseigustu og vinsælustu rokk-
hljómsveita heimsins. Mannabreyting-
ar hafa engar orðið og hópurinn verið
orðlagður fyrir samheldni.
En á liðnu hausti varð svipleg
breyting á. Trommuleikarinn John
„Bonzo” Bonham lést i svefni þann
26. september. Dánarorsökin var
ofneysla áfengis. Þegar John lést var
hann gestur á heimili gítarleikarans
Jimmy Page. Hljómsveitin aflýsti
strax fyrirhugaðri hljómleikaferð.
Framtíð hljómsveitarinnar er í mikilli
óvissu þvi erfitt verður að fylla skarð
Johns Bonham. Þeir sem gerst þekkja
segja að hann hafi verið lífið og sálin
í bandinu. Án efa var hann einn besti
rokk-trommuleikari í heimi. Þeir sem
helst koma til greina í stað Johns eru
þeir Cozy Powell (Michael Schenker
Band), Ian Paice (Deep Purple,
Whitesnake) og Carmine Appice (Jeff
Beck, Rod Stewart).
En margir sérfróðir menn á þessu
sviði spá þvi að án Johns Bonham
geti Led Zeppelin ekki haldið áfram.
Endalok
Led
ZeppeKn?
Led Zeppelin þóttu liflegir á
sviði. Robert Plant (söngv-
ari), Jimmy Page
(gítarleikari), John Paul
Jones (bassaleikari) og
John Bonham (trommu-
leikari)
30 Vlkan 8. tbl.