Vikan


Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 16

Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 16
Benny glotti. Joe var sveittur og hristi höfuðið. „Jæja, þá, herra Lucas,” sagði Klaus. „1 fyrramálið sækirðu þessa skýrslu þína og segulbandsupptökurnar á lög- reglustöðina. Er þaðskilið?” Ég kinkaði kolli. „Gott. Þú kemur með þau hingað. Er þaðskilið?” Aftur kinkaði ég kolli. Hann hallaði sér fram og það var grimmdarsvipur á andliti hans. Augu hans loguðu. „Ef þú reynir einhver önnur brögð verður konan þín pyntuð-til bana! Ég veit allt um misheppnaðar tilraunir þínar til að spilla Harry og Joe. Það eru þrjár milljónir dollara í fjárhirslunni og þeir ætla sér að ná þeim! Héðan í frá verður þú samstarfsfús! Er það skilið?” „Já.” „Hérna þá i fyrramálið!” Hann sló hnefanum I skrifborðið og öskraði á mig tryllingslegri og skrækri rödd sinni: „Enginn, allra sist þú, skalt koma í veg fyrir að ég brjótist inn I bankann! Komdu þér nú út!” Joe kom til mín og greip I handlegginn á mér. „Komdu, maður,” sagði hann og flissaði. „Hvort ég lék á þig!” Ég sleit mig af honum og leit beint á hann. „Og þú átt eftir að iðrast þess, Joe," sagði ég. „Ég er ekki sá eini sem verið er aðleika á.” Joe skellti upp úr og sló stórum svörtum höndunum á læri sér. „Maður lifandi! Þú kannt að nota kjaftinn.” Ég gekk út úr húsinu, þangað sem bílnum mínum hafði verið lagt. Þegar ég settist undir stýri minntist ég þess sem Glenda sagði: Hann er djöfull. Ég var algerlega sigraður og niður- brotinn maður. Gildran var smollin aftur og það var engin leið úr henni. Enn heyrði ég óp Glendu hljóma I eyrum mér og ég skalf. Ég átti ekki aðeins I höggi viðdjöful heldur líka vitfirring. Ég ók örvæntingarfullur aftur til Sharnville. Klukkan hálfníu gekk ég inn á lög- reglustöðina. Það var föstudagur: heitur og kæfandi rakur morgunn, en himinninn var heið- ur og sólin skein skært. Ég átti erfiða nótt, velti mér til og frá og bylti mér og sá andlit Glendu stöðugt fyrir mér. Ég skrámaðist í framan þegar Benny sló mig en áburður Jebsons íæknaði áverkann á einni nóttu. Ég kveið þvl að hitta Klaus aftur' en ég varð að sækja pakkann til Maclain og koma honum til skila. Tim Bentley varalögreglustjóri sat við skrifborðiö sitt. Hann var fyrirmyndar lögga, en ungur. Hann hefði verið betri lögreglustjóri en Maclain. Hann var há- vaxinn og renglulegur með eldrautt hár og freknur. Hann brosti breitt til mín um leið og ég kom inn. „Halló, herra Lucas. Eitthvað sem ég get gert fyrir þig?” „Er Maclain mættur, Tim?” „Hann þufti að fara til L.A. í gær- kvöldi, herra Lucas. Ég á ekki von á honum fyrr en á mánudaginn." Ég stirðnaði upp. „Ég lét hann fá pakka á miðviku- daginn og bað hann um að afhenda Brannigan hann,” sagði ég. „Hann setti hann í peningaskápinn.” Bentley kinkaði kolli. „Já. Ég veit um það. Lögreglustjórinn tók hann meðsér.” Skyndilega átti ég erfitt um andar- drátt og það sló um mig köldum svita. „Ég verð að ná þessum pakka aftur!” Rödd mín var hvell og þegar ég sá hvað Bentley brá barðist ég við að hafa stjórn á vaxandi skelfingu minni. „Okkur kom saman um það, Tim, að Maclain skyldi koma pakkanum til skila á mánudaginn og ekki fyrr.” „Auðvitað, herra Lucas. Hann veit af því en hann þurfti að sinna áriðandi viðskiptum I L.A. i gærkvöldi og þar sem hann ætlaði að eyða helginni þar tók hann pakkann með sér. Það gerir ekkert til. Hann skilar honum á mánudaginn.” „1 þessum pakka, Tim, eru áætlanir að nýjum banka. Ég var að komast að þvi að mestöll kostnaðaráætlunin er röng. Ég verð að fá hann strax aftur!” „Ég skal hringja til L.A. og komast að því hvar Maclain er.” Ég gat ekki um annað hugsað en Sá hlær best... óhugnanlega grett andlit Klaus. Ef ég skilaði honum ekki pakkanum fyrir há- degi léti hann það bitna á Glendu. Bentley lagði símtólið á þegar hann hafði lokið samtalinu. „Perrell lögregluforingi hitti Maclain í gærkvöldi,herra Lucas, og þeir luku þvi sem þeir þurftu að sinna. Hann veit ekki hvar Maclain er niðurkominn núna.” Bentley yppti öxlum. „Hann gæti verið á leiðinni hingað eða þá að hann ætlar að skvetta sér upp um helgina. Þú veist hvernig hann er.” Hann yppti öxlum. „Hann sagði mér að búast ekki viö sér fyrr en á mánudagskvöldið.” Ég sprakk. Ég barði hnefanum í skrif- borðið og öskraði: „Ég verð að fá pakkann! Ég var viti mínu fjær að treysta þessu fyllisvini fyrir honum! Þú verður að hjálpa mér, Tim!” Hann horfði ámig;skelfdur. „Heyrðu, herra Lucas! Slappaðu af. Ég. . . ” „Áttu við að þú getir ekki fundið hann? Til hvers I andskotanum er lög- reglan? Þú veröur að finna hann! Ef Brannigan sér þessar tölur missir fyrir- tækið mitt samning! Það er svona mikilvægt og andskotinn hafi það, ég kenni ykkur Maclain um allt saman!” „Nú, ef það er svo mikilvægt...” Hann hikaði og tók svo upp símtólið. Hann hringdi aftur til L.A. og sagði að það væri mikilvægt að finna Maclain. Hann lagði á. „Þeir finna hann, herra Lucas, en það gæti tekið tíma. Á ég ekki að hringja í þig á skrifstofuna?" „Hvað tekur það langan tíma?” „Það fer eftir því hvort Maclain er edrú eða ekki. Tvo tima eða svo gæti ég trúað.” „Og ef hann er fullur?” Hann yppti öxlum. „Þú getur alveg eins getið þér þess til og ég.” „Hringdu aftur til L.A. Segðu þeim það sem ég sagði þér. Ég ek beina leið þangað. Leyfðu mér að nota símann þinn.” „Gjörðu svo vel, herra Lucas.” Ég hringdi á skrifstofuna mína og sagði Mary að ég yrði að fara til Los Angeles en kæmi aftur síðdegis. „En herra Lucas, þú átt þrjú stefnumót.” „Aflýstu þeim,” sagði ég og lagði á. „Ég er á leiðinni, Tim. Þakka þér fyrir Nýkomin ensk húsgögn frá dttprobux^) 'BóUtrwinn Hverfisgötu 76 — Sími 15102 16 Vlkan S. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.