Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 63
Pósturinn
Ofsahræðsla
við
eldgos
Kæri Póstur!
Eg vona að þú getir gefið mér einhver góð ráð við
vandamáli mínu, ef vandamál skal kalla. Þannig er að ég
þjáist af ofsahræðslu við eldgos. Eg fæ martraðir hérumbil
á hverri nóttu. Draumurinn er alltaf eins. Það kemur gos en
við sleppum ekki eins vel og síðast. Þunnt, glóandi hraun
þevtist yfir bœinn með ofsahraða. Eg vakna alltaf í svita-
baði og með dynjandi hjartslátt. Hræðslan kemur sérstaklega
upp í mér á kvöldin. Þá get ég ekki sofnað fyrr en langt er
liðið á nótt. Eg er svo hrædd við að það komi eitthvað fyrir
meðan ég sef og er ég vakni sé það orðið ofseint. Hvað á
ég að gera? Ef ég nefni þetta við einhvern er hlegið að mér!
Stundum held ég að ég sé orðin vitlaus. Hvað heldur þú?
Evrirfram þökk fyrir góð ráð.
S.O.S.
Nei, þú ert sannarlega ekki orðin vitlaus og Pósturinn vonar
að hann geti gefið þér einhver ráð. Þetta er vissulega vanda-
mál og það á sér mjög eðlilegar orsakir. Þú getur verið viss um
að einhverjir eiga við nákvæmlega sama vandamál að stríða í
kringum þig. Eftir mikla lífsreynslu, eins og gosið hlýtur að
hafa verið, er ekki nema skiljanlegt að hræðsla af þessu tagi
komi upp. Líklega má kalla þetta fælni (fóbiu) og er vel þekkt
fyrirbæri og ekkert til að skammast sín fyrir. Sumir eru mjög
flughræddir, bilhræddir eða hræddir við einhver dýr. í þínu
tilfelli er orsökin augljós en aðalvandamálið við að hjálpa
fólki sem þjáist af fælni er oftast að finna ástæðuna. Þú ættir
að reyna að hugsa áfram þessa hugsun til enda, þegar þú
finnur fyrir goshræðslunni, hugsa um hvað þú myndir gera til
að bjarga þér og þínum, áður en hugsunin um að ekkert sé
hægt að gera verður of sterk. Reyndu að muna að jafnvel þó
að gysi aftur er næstum víst að jafnvel tækist til og síðast.
Bátarnir eru til staðar og ótal undankomuleiðir ef um það er
hugsað. Jarðfræðingar halda því reyndar fram að líkurnar á
að aftur gjósi á þessum stað séu miklu minni en líkurnar á að
eldgos verði annars staðar. Þær eru næstum engar og þú ættir
að hugsa svolítið um það og reyna að fræðast eins og þú
mögulega getur um gosið og um það hvernig gos verða og
hvað óskaplega litlar líkur eru á því að svona geti átt sér stað
aftur. Fyrir alla muni ættir þú ekki að reyna að bæla þessar
hugsanir niður, það gerir illt verra. Svo er Pósturinn viss um
að það hlæja ekki allir að þér. Reyndu að tala um þetta við
einhvern sem nennir að tala í alvöru. Oft leita menn til læknis
með svona vandamál. Það er ekkert vist að það sé nauðsyn-
legt í þínu tilfelli en langvarandi svefnleysi gerirengum gott. Þá
virðast vandamálin alltaf erfiðari. Stundum eru gefin róandi
lyf við ótta en mundu að þau leysa engan vanda, hins vegar
geta þau í einstaka tilfelli hjálpað fólki ef þau eru tekin um
mjög stuttan tíma. Samhliða lyfjameðferð verður að hugsa
um að yfirvinna þennan ótta með skynsemi. Fyrst þú ert nógu
skynsöm til að gera þér grein fyrir þéssu vandamáli getur þú
áreiðanlega með tíð og tíma kynnt þér staðreyndir málsins og
skilið að það er ekkert að óttast en þú þarft að finna það sjálf
og það getur tekið nokkurn tíma.
2. Hvernig er hægt að eignast
pennavini á Norðurlöndum. til
dæmis í Noregi? Er hægt að
skrifa I eitthvert blað eða er
einhver pennavinaklúbbur?
3. Þarf eitthvert próf til þess
að komast I Myndlistaskólann?
Vona að þú getir svarað
spurningunum fyrir mig.
P.S. Afsakaðu þó að ég þúi þig,
mér finnst þéring of hátíðleg.
Á.H.
1. Sérfræðingar í tannrétting-
um eru heldur fleiri en tveir.
Við vitum um fjórar stofur í
Reykjavík sem hafa tannrétting-
ar sem sérgrein. Þær eru þessar:
Guðrún Ólafsdóttir,
Rauðarárstíg 3.
Ólafur Björgúlfsson, Miðstræti
12.
Ólöf Helga Brekkan, Miðstræti
12.
Þórður Eydal Magnússon
prófessor,
Domus Medica, Egilsgötu 3.
Auk þeirra sem reka þessar
stofur vitum við um þrjá
sérfræðinga enn í tannrétt-
ingum og vinna þeir hjá þeim
sem reka ofangreindar stofur.
Þeir eru: Helgi Einarsson,
Pétur Svavarsson og Ragnar
Traustason. Á Akureyri starfar
svo einn sérfræðingur í viðbót,
Teitur Jónsson.
2. Þú getur reynt eitthvað af
þessu:
International Youth Service,
Turku,
Finland.
Dimmalxtting,
Tórshavn,
Foroyar.
Noen for meg?
Hjemmet,
Kr. IV’s gt. 13.
Oslo I,
Norge.
Mundu bara að í öllum
tilvikum verður að fylgja fullt
nafn og heimilisfang.
3. Inntökuskilyrði í Myndlista-
skólann í Reykjavík eru engin,
önnur en að hafa áhuga. Þó er
krafist teiknikunnáttu fyrir þá
sem vilja komast í höggmynda-
deild.
Til að komast í dagdeild í
Myndlista- og handíðaskóla
íslands þarf að gangast undir
inntökupróf og ef viðkomandi
er undir 20 ára aldri þarf hann
að hafa lokið samræmdum
prófum grunnskóla. Þetta er
strangt samkeppnispróf og
aðeins helmingur fær skólavist.
Fyrir kvöldnámskeiðin, sem
standa þrjá mánuði hvert, þarf
engin skilyrði að uppfylla og
þau veita heldur engin réttindi.
Einnig þar er um að gera að
vera fyrstur, þegar auglýst er,
því námskeiðin fyllast mjög
fljótt.
P.S. Pósturinn er hjartanlega
sammála þér um þéringar.
Skop
8. tbl. Vikan 63