Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 19
Fjölskyldumál
skaðsemi sem áfengisneysla þeirra getur
valdið.
Hvað segja sérfræðingar á sviði
áfengismála um notkun áfengis á
meðgöngutíma? Ulf Rydberg, sem er
sérfræðingur í áfengisrannsóknum við
Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi,
hefur ýmislegt til málanna að leggja í
[ressu sambandi. Hann vinnur nú ásamt
fleirum að rannsókn um börn áfengis-
sjúkra kvenna, og enda þótt ekki sé búið
að kunngera rannsóknina opinberlega
hefur hún vakið mikla athygii í fjöl-
miðlum, ekki síst þar sem það er algjör
nýjung fyrir marga að áfengi geti valdið
skaða í fósturlifi. Rtydberg hefur í
viðtali nefnt þrjár konur sem til hans
hafa leitað í sambandi við áhyggjur út af
áfengisneyslu á meðgöngutíma. Ein
þeirra hafði fyrir venju að drekka
nokkur glös af iéttu víni næstum daglega
áður en hún vissi að hún var komin um
þrjá mánuði á leið. Hún hafði einnig
verið í nokkrum partíum og þá drukkið
enn meira og fundið vel á sér. Þessi kona
hætti alveg allri áfengisneyslu þegar hún
vissi af þungun og íhugaði fóstureyðingu
vegna áfengisnotkunar sinnar. Ulf Ryd-
berg réð konunni frá því að fá fóstur-
eyðingu en sagði jafnframt að hann gæti
ekki algjörlega róað hana með því að
ekkert hefði komið fyrir fóstrið. Hann
sagði einnig að enn væri of lítið vitað um
áhrif áfengis á fóstur til að geta fullviss-
að konuna en að það væri aðeins vitað
að mikil og langvarandi misnotkun ylli
fósturskemmdum. Hvar mörkin liggja er
hins vegar erfitt að segja til um. Önnur
kona, sem leitaði til Rydbergs, fékk þau
ráð að skynsamlegast væri að hún fengi
fóstureyðingu, þar sem hún hafði drukkið
um það bil eina þriggja pela flösku af
sterku áfengi frá byrjun meðgöngu. Þá
áleit hann líkurnar á sköddun fósturs af
völdum áfengis það miklar að ekki ætti
að taka þá áhættu. Þriðja tilfellið likist
því fyrsta, en þar var um unga stúlku að
ræða sem smakkaði yfirleitt lítið vín en
fór I Suðurlandaferð í frii og drakk tals-
vert mikið I stuttan tíma, án þess að
vita að hún væri ófrisk. Henni var ekki
ráðlagt að fá fóstureyðingu og reynt var
að róa hana með því að segja að ósenni-
legt væri að fóstrið hefði skaddast.
Ulf Rydberg segir að erfitt sé að segja
til um hvar mörkin um skaðsemi áfengis
liggja, en af því að ástæða sé til að hafa
sem mest öryggi á meðgöngutima
ráðleggi hann mæðrum að smakka ekki
áfengi á þessum tíma. Samkvæmt
þessari skoðun hans hefur nú verið
gefinn út bæklingur til ófrískra kvenna,
jrar sem m.a. segir: „Reyndu að bragða
ekki sterka drykki, vín né öl, til þess að
vera viss um að þú skaddir ekki þá nýju
manneskju sem vex í líkama þinum."
Setning sem efalaust er erfið fyrir
margar konur því mörgum finnst að
meðgöngutíminn sé nógu erfiður þó ekki
þurfi líka að neita sér um að bragða
smávegis vín, ef maður hefur ánægju af
þvi á annað borð.
Sköddun fósturs af völdum
áfengis
Sköddun af völdum áfengis skiptir
Rydberg i tvo hópa. Á fyrstu þremur
mánuðunum getur mikil áfengisneysla
valdið skemmdum á beinagrind, í andliti
og hjarta. Barnið fær oft sérkennilegt
útlit, hefur stutt á miili augnanna og
vanskapaðan efri kjálka. Þessi sköddun
lagast ekki seinna í lífinu. Ef haldið er
áfram að misnota áfengi geta komið
fram skemmdir á síðasta hluta
meðgöngutima, eins og að barnið fæðist
minna en eðlilegt er talið og hefur lítið
höfuð, sem getur haft áhrif á vöxt
heilans. Fylgjan er oft einnig minni en
hún ætti að vera. Sköddun á seinni hluta
meðgöngutímans gemr lagast en það er
ekkert sem hægt er að fullvissa um.
Frekari tákn um hvernig áfengis-
notkun mæðra á meðgöngutima sýnir
sig í fari barna eru árásargjöm börn.
börn sem eru haldin ofvirkni og mjög
tilfinninganæm börn.
Hversu mikið má drekka?
Þessa spurningu verður sennilega
hver og ein kona að gera upp við sjálfa
sig. Það er álitið að í Svíþjóð fæðist eitt
barn af þúsund með alvarlegar fóstur-
skemmdir af völdum áfengis en I
Frakklandi, þar sem áfengisnotkun er
rnikil, eitt barnaf hverjum tvö hundruð.
Bandaríkin eru álitin liggja frekar ofar
en Norðurlönd hvað þetta snertir, en í
þekktum bandarískum rannsóknum
kemur I ljós að sérfræðingar telja litlar
líkur á fósturskemmdum af völdum
áfengis ef dagleg neysla móður er undir
átta sentílitrum af sterku víni á dag.
Spurningunni er erfitt að svara og vilja
fáir vísindamenn sennilega svara henni
alveg tvímælalaust, þó að allir virðist
vara við mjög mikilli áfengisneyslu á
meðgöngutíma.
L3
8. tbl.Vikan 19