Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 8
Jónas Kristjánsson skrifar um nýju veitingahúsin
Góður
matur,
gömul
Torfa
Hér sést af stigaskörinni fram
veitingasalinn á efri hœðinni.
Annað fallegasta húsið
Torfan er önnur af tveimur fallegustu
veitingastofum landsins, enda sett upp í
gömlu og grónu húsi eins og Naustið.
Hin smekkvísa innrétting sýnir nænta
virðingu fyrir sögulegu samhengi. Hún
fellur að húsinu eins og hún sé frá sama
tíma.
Þar á ofan er matur og þjónusta með
því betra sem kostur er á hér á landi. Að
vísu er matargerð I sama, gamla, þunga.
danska stílnum og önnur matreiðsla
íslenskra veitingahúsa. En sem slík er
hún í hugmyndaríkara og fjölbreyttara
lagi.
Húsið verður bráðum hálfrar
annarrar aldar gamalt. reist árið 1838
Það er látlaust, fallegt og I samræmi, ef
frá er skilinn turninn, sem er síðari tíma
viðbót, misheppnuð leið til að tengja
húsið Latinuskólanum handan
Amtmannsstigs.
1 fordyri er skráð fróðleg saga hússins.
Og á veggjunt má sjá myndir frá endur-
reisn þess, er úr því var gerð veitinga-
stofan Torfan. Aðrar myndir á veggjum
eru breytilegar eftir árstimum og sýna
lciksvið islenskra leiktjaldahöfunda.
Eldhúsið og um 50 sæta matstofa eru
á jarðhæð. Uppi eru svo 20 sæti til
viðbótar undir stórum kvisti hússins.
Innréttingar eru I sama stíl uppi og niðri,
en þó heldur opnari og kuldalegri uppi.
þótt þar sé blómskrúðið meira.
Loftin með reitum eru hvít og glugga-
búnaður er einnig hvitur. Rúðurnar eru
litlar eins og í gamla daga. Mildilega Ijós-
grænir veggir fara vel við þessa gömlu
hefð. Brakandi trégólfið er nógu lélegt til
að vera upprunalegt.
Nýmóðins eru loftljósin yfir borðum
og þægilegu, skandinavisku tréstólarnir.
Uppi á lofti er hægt að fá til einka-
samkvæma rómantiskt herbergi
undir súð.
Þennan litla heint fylla svo köflóttir
borðdúkar úr hörblöndu, kerti og jóla-
rósir. Að öllu samanlögðu er þetta prýði-
legur ramrni góðrar máltíðar.
Tréklossar út úr stíl
Ungar stúlkur gengu vingjarnlega um
beina. Þær voru aldeilis ekki á þvi að
láta rnenn kaupa og borga heila
skammta, þegar hálfir voru nógir.
Heiðarleiki i yiðræðum um matar-
pöntun vekur traust í upphafi og stuðlar
að betri stemmningu.
Eini gallinn við þjónustuna var
skipulagður að ofan. Stúlkurnar gengu
um á tréklossum, sem hömruðu gólfið
látlaust. Af því að Torfan er ekki í
Amsterdam, mætti benda á inniskó i
staðinn, svona til að hlifa hlustum
matargesta.
Meiri tillitssemi kom fram I bak-
grunnstónlist, sem var engin. Á þessum
ný
VEITINGAHÚS
Fyrri hluta liðins árs skrifaði
Jónas Kristjánsson ritstjóri um
íslensk veitingahús fyrir Vikuna.
Þessir þættir vöktu mikla og óskipta
athygli og ber enn við að spurt sé i
hvaða blaði Jónas hafi skrifað um
þetta húsiðeða hitt.
Siðan hafa býsna margir nýir
matsölustaðir bæst í hópinn. Er þvi
vel við hæfi að gefa umsögn um
þessa nýju staði líka, og er sú yfirferð
nú hafin.
1 þessu tölublaði er fjallað um
Torfuna, en i næstu Viku má lesa
um Vesturslóð. Síðan verður haldið
áfram eins og efni standa til. Er ekki
að efa að lesendur kunna jafnvel að
meta þessa þætti og þá sem áður eru
komnir — og kannski betur!
síbyljutímum hvilir fátt taugarnar betur
en þögnin, friður fyrir tónlist. Og I and-
rúmslofti Torfunnar eiga tónsnældur
ekki heima. Þetta ber sérstaklega að
þakka.
Árstíðabundinn seðill
Matseðlar Torfunnar eru þrír, seðill
dagsins, mánaðarins og fastaseðillinn.
Þrír réttir voru á seðli dagsins, 10 á seðli
desembermánaðar og heilir 35 réttir á
fastaseðlinum. Þessi mikli fjöldi rétta er
greinilega út I hött.
Mánaðarseðillinn er skemmtileg
nýjung hér á landi. Með honum fá
matreiðslumennirnir tækifæri til að
haga vali hráefna eftir árstíðum. Þarna
var skráð rjúpa og hreindýr, aða og
hörpuskel. smákarfi og ný síld, allt mjög
freistandi.
Ég mæli hiklaust með, að gestir í
Torfunni einbeiti sér að mánaðar-
seðlinum. Þar er að finna hið óvenjulega
og óvænta. Matseðill dagsins og fasta-
seðillinn eru kunnuglegri. Fást þó tvær
útgáfur skötusels á fastaseðlinum.
Meðlæti í ferskara lagi
Allur matur í Torfunni leit glæsilega
út, þegar hann var borinn á borð.
Íslenskir matreiðslumenn kunna þann
þátt yfirleitt vel. Hins vegar var meðlæti
yfirleitt of margvislegt og of mikið, einn-
ig samkvæmt íslenskri hefð.
Meðlætið i Torfunni var þó ekki eins
staðlað og víða er hér á landi. Sama
sósan og sama soðna grænmetið fylgdi
ekki öllum réttum, heldur reyndu
kokkarnir að laga meðlætið að kjötinu
eða fiskinum, sem var þungamiðja hvers
réttar.
8 Vikan 8. tbl,