Vikan


Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 34

Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 34
 Fimm mínútur meö Willy Breinholst Þýð.: Anna y ><*»■»•*' r Hið undursamlega ævintýr Þegar Gloría Marlowe hafði unnið fegurðarsamkeppnina i heimabyggð sinni, fundið fyrir silkiborðanum með áletruninni MISS YORKSHIRE á öxlun- um sínum fögru, verið kvik- mynduð til reynslu, fengið minni háttar verkefni sem fyrir- sæta og tískusýningardama og hvað það nú allt heitir sem fylgir í kjölfar titla af þessu tagi, hafði hún fengið smjör- þefinn af heimsins lysti- semdum. Hún var harðákveðin í að slá í gegn og vonaðist til að geta á þann hátt orðið þátt- takandi í hinu æðislega, ótrú- lega og æsilega ævintýri. í þeim tilgangi var hún lögð af stað til Rivierunnar fyrir sparilánið sitt. Og þar finnum við hana fitlandi við glasið sitt á Bar George’s, sem er gangstéttar- búlla rétt utan við spilavítin i Monte Carlo. Síðasti dagurinn hennar á þessum slóðum er genginn i garð. Ævintýrið stór- kostlega hefur látið á sér standa, daginn eftir leggur hún af stað heim á leið með Air France — til að halda áfram í andlausa starfinu sínu á kassanum í stórversluninni, þar seút hún eyddi tímanum þangað til augnablikið mikla, þegar hún var krýnd MISS YORKSHIRE, rann upp. Þá trúði hún því að hún hefði lagt heiminn að fótum sér. Hún sötrar drykkinn óskap- lega vonsvikin og svipast um eftir þjóninum til að gera upp við hann. En um leið gerist það. Hávaxinn, glæsilegur, sólbrúnn, dökkhærður, stór- kostlega karlmannlegur, fallegur og á allan hátt dásamlegur maður, klæddur hvítum sumarklæðnaði sem ber vott um fágaðan smekk, gengur fram á breiðu marmaraþrepin fyrir framan spilavítið. Hann lítur í kringum sig andartak, eins og hann sé að leita að einhverju, festir augun á Gloríu og skjannahvítar tennurnar, sem minna á perluröð, koma í ljós í miklu brosi. Hann veifar í hrifningu og gengur léttum fjaðurmögnuðum skrefum beina leið í átt til hennar. — Mademoiselle, segir hann snortinn, grípur hönd hennar og kyssir hana létt og með glæsileik. Hann heldur áfram: — Loksins finn ég yður! Ég sá yður á flugvellinum en þér hurfuð mér í mannþröngina. Ef ég hitti þessa stúlku aftur, sagði ég við sjálfan mig, ef ég hitti þessa stórkostlegu veru þá skal hún verða mín. Þó mörg ár líði áður en við náum saman, þó það kosti mig milljónir, skal hún verða min . . . þó jafnerfitt verði að nálgast hana og hina fjarlægustu stjörnu á himin- hvelinu! Gloríu sortnar fyrir augum, hana svimar, hjartað berst á þreföldum hraða í brjósti hennar, hún er komin í miðja hringiðuna, mitt í hið undur- samlega ævintýri. Hún losar höndina eins og í leiðslu og með lagni. — Afsakið mig, heldur þetta dásamlega ofurkarlmenni Stjörnuspá llnilurinn 2l.m;irs 20.afiríl Þú færð fréttir langt að, sem þér finnast í fyrstu ekkert markverðar. Vera kann þó að þær reynist þér örlagaríkar seinna meir. Ef þú verður beðinn greiða skaltu ekki neita því. þú virðist í aðstöðu til að gera mikið gagn. \i»i>in 24.m|)I. 2.Vuki. Þér finnst kröfuharka sumra í kringum þig óþoiandi. Þú getur lítið sagt við því og reynir að gera þitt besta. Þó það sýni sig ekki strax mun þegar fram í sækir margt gott leiða af þessu heldur hvimleiða ástandi. >;iulirt 21.tipríI 2l.m;ií Unga fölkið kemur mikið við sögu þessa viku. Fjölmenn boð eða samkvæmi einkenna vikuna og sumt sem þar gerist gæti haft langvar- andi vinskap eða sam- band í för með sér. Þó er of snemmt að búast við að allt gangi vel. SporcUlrckinn 24.okl. !Mnó\. Vandaðu vei orð þín og gerðir, það verður óvenju mikið mark tekið á. þér.;Einhver ná- kominn litur nánast á orð þín sem lög. Sá hinn sami er mjög bráð- lyndur og ef illa tekst til getur það valdið slæmri sprengingu. l \ihur;irnir 22.mai 2l.júni Þú hittir einhvern sent þú hefur ekki séð lengi og líkur eru á að það hafi eitthvað óvænt i för með sér. Ef þú ert í ferðahugleiðingum ætt- irðu að hlusta vel eftir hugmyndum og lita á þá möguleika sem fyrir hendi eru. Hoitmtiúurinn 24.nó\. 21.clcs Andlegar iðkanir eru mjög heppilegar um þessar mundir. Þeir sent fást við skapandi störf ættu að geta náð góðunt árangri og áhrifum. Gættu þess bara að ofgera þér ekki líkam- lega því þú mátt illa við þvi. kr. hhinn 22.júni 2Vjúli Þreyta hefur gert vart við sig í sambandi þínu við einhvern náinn. Þú ættir að reyna að hressa svolítið upp á tilveruna með því að umgangast fleira fólk og eyða ekki of löngunt tima í að ergja þig á smámunum. Þá lagast þetta. Mcingcilin 22. dcs. 20. jan. Samúð og skilningur eru lykilorð þessarar viku. Og þú þarft að taka á honum stóra þínum ef þér á að takast að gera það sem þú vilt. Þú færð mikinn styrk frá góðum vini og hann reynist þér góður á fleiri sviðum. l.jóniO 24. júli 24. áöúsl Einhverjum mun blöskra hugmynd sem þú kemur fram nteð og finnst harla meinleysis- leg. Líttu vel á rök og gagnrök og gerðu ekkert að svo komnu. Bráðlæti er ekki viðeigandi í sumum málum. Helgin getur orðið viðburðarik. \alnshcrinn 2l.jan. lú.fchc. Óeirðin i þér er þér síst til framdráttar sem stendur. Illt umtal kann jafnvel að skapast ef þú gætir þín ekki. Samt sem áður virðist þú ekki bæta ráð þitt i þessari viku og þú verður kannski vansæll af þeim sökum. Þetta lagast fljótt. >lc)jan 24.áiíúsl 2.\.scpl Látalæti einhvers í kringum þig fara mjög í taugarnar á þér. Þú ættir ekki að hika við að nefna það við hann því gott eitt getur af því leitt. Hugsaðu betur um heilsuna og reyndu að leysa aðkallandi vanda á einfaldan hátt. Hskarnir 20.fcbr. 20.mars Sumir fiskar verða mjög undrandi er þeim tekst að gera eitthvað sem þá grunaði ekki að þeir gætu í þessari viku. Þetta getur jafnvel verið i sambandi við mjög af- gerandi mál og skipt miklu máli um fram- tíðina. Haldið áfrarn. 34 Vlkan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.