Vikan


Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 31

Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 31
„Frægðin hefur breytt mér," segir Kate Bush, „en til hins betra, held ég. Ég hef þroskast mikið upp á síðkastið, Það hlýtur að teljast gott, þegar ég er þyrjuð að reyna að átta mig á því hvar ég stend og hver éger.” Kate Bush hefur náð mjög langt á framabrautinni síðastliðin þrjú ár. Til marks um vinsældir hennar heima I Englandi, hafa lesendur tímaritsins Melody Maker valið hana söngkonu ársins þrjú ár í röð. Þegar hún fór I fyrstu hljómleikaferðina sína var hvar- vetna uppselt löngu fyrirfram. Sérstak- lega þykir hún höfða til yngra fólksins. Hún hefur mjög sérstakan stíl og semur lög og texta, sem höfða ekki sérlega vel til þeirra, sem komnir eru langt á þrítugsaldurinn og því orðnir dálítið ihaldssamir I músíksmekk. Tónlist hennar á þremur LP plötum. svo og mjög sérkennileg sviðsframkoma hefur valdið því að komin er á kreik einhver dularfull ímynd söngkonunnar Kate Bush. Ekki dregur það heldur úr að Kate hefur ávallt frá því að hún kom fram á sjónarsviðið reynt að halda einkalifi sinu fyrir sig. Hún býr I lítilli íbúð I Lewisham ásamt tveimur köttum sínum. Bræður hennar tveir búa i næsta nágrenni. „Ég er ekki á nokkurn hátt dularfull persóna,” segir Kate. „Ég hef aldrei ánetjast eiturlyfjum og æskuheimili mitt var ekki i rústum. Þvert á móti. Við lifðum mjög kyrrlátu lífi. Fólk hefur því búið til þessa dularfullu mynd af mér eftir að hafa séð mig I sjónvarpi og hlust að á lögin mín. Hvort tveggja er ólíkt mér, svo að myndin er stórlega ýkt.” Kate Bush var kornung, þegar hún ákvað að verða tónlistarmaður. Tæki færi lífs hennar kom í liki Dave Gilmours gítarleikara hljómsveitarinnar Pink Floyd. Hann kom I heimsókn á heimili hennar og hún notaði tækifærið til að leyfa honum að heyra lögin sín. Dave hreifst svo af þeim, að hann greiddi úr eigin vasa kostnaðinn af því að láta hana hljóðrita nokkur laga sinna. Dave tók siðan segulbands- spóluna og fór með hana til yfirmanna hjá útgáfufyrirtækinu EMl. Hún fékk plötusamning þegar I stað og þrjú þúsund sterlingspund greidd fyrirfram. Nokkur tími leið þó áður en fyrsta plata Kate kom út. Hún notaði timann til að semja lög og texta og bæta söngstíl sinn. Einnig fór hún I skóla til að læra sviðs framkomu. Það var sami kennarinn. sem kenndi henni og David Bowic. Bræður Kate, Paddy og Jay, eru henni til mikillar hjálpar. Paddy leikur á fjölda hljóðfæra á nýjustu l.P plötu hennar, Never Forever, og Jay, sem er Ijóðskáld, hefur mikil áhrif á texta hennar. „Við Jay erum nijög nánir vinir,” segir hún. „Hann gefur mér hugmyndir og eykur á sköpunargáfuna. Það að hann er bróðir minn gerir mér kleift að ræða við hann um hvað sem er. Hann er yndislegur og viðkvæmur og mér þykir mjög vænt um hann.” \5 8. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.