Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 23
«1
Smásagan
hann hafði gleymt varadekkinu í
bílskúrnum.
— Þeir verða komnir hingað eftir
klukkutíma, hrópaði Heick til þeirra.
Hann kinkaði enn kolli.
— Þú verður að setja upp aðvörunar-
þríhyrninginn, sagði Knudsen um leið
og hann gekk í átt að mótorhjólinu sínu.
— Lögum samkvæmt á að setja hann á
vegkantinn fimmtíu metra frá öku-
tækinu. Hér er líka beygja, svo að ekki
veitir af að fara að settum reglum.
Enn kinkaði hann kolli. Þríhyrningur-
inn,já,auðvitað.
— Ertu ekki með hann? spurði
Knudsen.
Hann svaraði ekki. Enn fannst
honum sem spurningin bærist úr
fjarlægð og kæmi sér ekki við. Hann
heyrði hana, en gat einfaldlega ekki
brugðist rétt við.
— Ertu ekki með þríhyrninginn?
spurði Knudsen þolinmóður og gekk í
átt að farangursrýminu. — Lögin segja,
að það verði að setja hann upp til
aðvörunar, ef stöðva þarf ökutæki á
aðalbraut.
— Já, auðvitað set ég hann upp,
sagði hann.
Knudsen brosti.
— Ég skal gjarna gera það fyrir þig,
sagði hann vingjarnlega. — Þá geturðu
að minnsta kosti verið viss um, að fjar-
lægðin sé rétt. Hann stóð sem
lamaður, datt ekkert í hug til að hindra
þennan leðurjakkaklædda lögregluþjón í
að framkvæma verk sitt.
1 farangursrýminu var teppi. Undir
teppinu lá stúlka, sem hét Berit. Hana
hafði hann kyrkt. Fyrir átta klukku-
stundum. Hún hlaut að vera orðin köld
núna. Kannski stirðnuð.
1 sömu mund þaut framhjá þeim
kremlitur Mercedes Benz á minnst 150
km hraða.
— Sástu þennan? hrópaði Heick og
hentist á bak mótorhjólinu. Knudsen
snerist á hæli og þaut að sínu hjóli.
— Brjálæðingur! sagði hann. — Við
verðum að ná honum.
Heick var þegar kominn á ferð.
Knudsen ók af stað á eftir honum.
— Mundu að setja upp þríhyrninginn,
hrópaði hann um öxl og var horfinn.
Eltingaleikurinn varði aðeins fimm
mínútur. Bílstjórinn var lágvaxinn,
“ dökkur á hörund, arabískur í útliti. Við
hlið hans sat ung, Ijóshærð stúlka.
Hvorugt þeirra hafði öryggisbeltið
spennt.
Knudsen opnaði bíldyrnar. Litli,
hörundsdökki maðurinn horfði á hann
móðgaður. Áfengisþefurinn leyndi sér
ekki.
— Komdu með tvær blöðrur, sagði
Knudsen við Heick.
Stúlkan horfði á hann með tómlátum
svip, eins og þetta kæmi henni á engan
hátt við. Knudsen langaði mest til að
gefa henni kinnhest.
— Ég er diplómati, sagði litli
maðurinn á lélegri ensku. — Ég get sýnt
ykkur passa.
Ekkert CD-skilti var á bílnum. Hefði
svo verið hefðu þeir aldrei stöðvað hann.
Slíkt var tímaeyðsla.
Sá litli dró upp diplómatapassann.
Knudsen grandskoðaði hann og and-
varpaði. Stúlkan geispaði og lagði
höfuðið á öxl mannsins. Hann kyssti
hana á eyrað á þann hátt, að Knudsen
varð að líta undan.
— Ertu ánægður? sagði litli maðurinn
afundinn við Knudsen, sem yppti aðeins
öxlum og rétti honum passann aftur.
Svo sneri hann sér að Heick, sem stóð
við hlið hans með blöðrurnar.
— Þetta er diplómatablók, sagði
hann. — Það er aðeins sóun á peningum
skattborgaranna að láta þau blása í
dýrmætar blöðrur.
Svipbrigði Heicks sögðu meira en orð.
Stúlkan glotti illkvittnislega. — Þetta
var þá gremjulegt, ekki satt? sagði hún
og kveikti sér I sígarettu.
Knudsen horfði á hana. — Sjálfrar
þín vegna ætla ég að ráðleggja þér að
spenna öryggisbeltið, sagði hann og
skellti aftur hurðinni.
Litli maðurinn setti Mercedesinn
aftur í gang og ók honum hægt út á
hraðbrautina. Knudsen stóð og horfði á
eftir honum með hendur í vösum.
— Nú kitlar hann líklega pinnann til
að sýna okkur í tvo heimana, sagði
Heick.
Knudsen tók hendur úr vösum með
gremjusvip á andlitinu. Hann hélt á
einhverju í hendinni. — Fjandinn hafi
það! sagði hann. — Ég hef gleymt að
láta hinn náungann hafa ökuskírteinið
sitt aftur.
Hann var næstum búinn að skipta um
dekk, þegar þeir stóðu allt I einu aftur
hjá honum. Rétt hjá honum. Hann
hafði ekki heyrt þá nálgast. Hann hafði
verið svo önnum kafinn við verk sitt.
— Nú, þú hefur þá náð i dekk svona
fljótt? sagði Knudsen spyrjandi.
Hann horfði upp til lögregluþjónanna
tveggja.
— Ég . . . ég var reyndar með það,
þegar betur var að gáð, sagði hann. —
Þá lá . . . það var undir teppi . . . konan
min hlýtur að hafa sett það inn.
Lögregluþjónarnir brostu til hans.
Þeir virtust svo stórir, þar sem þeir stóðu
og horfðu niður til hans.
— Þessa ró þarf að herða betur, sagði
Heick. — Leyfðu mér að gera það fyrir
þig-
Hann kraup við hlið hans og tók
verkfærið úr höndum hans. — Ég herði
þær allar svolítið, sagði Heick. —
Hvíldu þig bara á meðan.
Hann kinkaði kolli og reis hægt á
fætur. Þar stóð hinn lögregluþjónninn
með ökuskirteini I hendinni. Ökuskír-
teinið hans.
— Við gleymdum að skila þér
skírteininu, sagði Knudsen vingjarnlega.
— Eins gott að þú varst ekki
þegar lagður aftur af stað.
Hann rétti vélrænt út höndina eftir
skírteininu og kom því aftur fyrir á
sínum stað í peningaveskinu.
Knudsen svipaðist um. Heick naut sin
hið besta við að herða rærnar.
— í staðinn hefur þú svo gleymt að
setja upp aðvörunarþrihyrninginn, sagði
Knudsen og brosti.
Maðurinn horfði á hann skilnings-
sljór.
— Ég skal gera það fyrir þig, sagði
Knudsen vingjarnlega. — Reyndu bara
að slaka á.
Hann gekk aftur fyrir bílinn að
farangursrýminu. Lykillinn stóð í
skránni. Heick var að herða síðustu
róna.
— Æ, það skiptir annars ekki máli
lengur með þríhyrningsskömmina, sagði
Knudsen. — En mundu eftir honum í
næsta skipti.
Hann sneri sér við. 1 sama bili reis
Heick á fætur að verki loknu. En
maðurinn stóð ekki lengur hjá honum.
Hann var tekinn á rás út á akbrautina
og stefndi beint í veg fyrir stóran,
þungan flutningabíl, sem kom á mikilli
ferð eftir veginum.
— Varaðu þig! æptu lögreglu-
þjónarnir báðir samtímis. — Varaðu
þig!
Flutningabillinn rakst á manninn.
þeytti honum marga metra áfram eftir
veginum og ók svo yfir hann andartaki
síðar, án þess að ökumaðurinn hefði
minnstu möguleika til að koma í veg
fyrir það.
— Drottinn minn dýri! sagði Knudsen
skelfingu lostinn og leit á Heick, sem var
náhvítur í framan. — Hver andskotinn
gekk að manninum? Það var næstum
eins og hann gerði þetta með vilja ...?
Flutningabíllinn stansaði nokkur
hundruð metra i burtu.
Hreyfingarlaus líkami lá á akbraut-
inni miðri.
Heick kyngdi hvað eftir annað.
— Við verðum að koma okkur að
verki, sagði hann hásum rómi.
Knudsen kinkaði kolli.
— Það er best að byrja á því að setja
upp aðvörunarþríhyrning, svo að það
verði ekki fleiri bílar til að aka yfir
manninn, sagði hann. — Ég sæki
þennan, sem er í farangursrýminu . _
hans. k T
Verslunin ÓÐINN
Kirkjubraut 5, Akranesi. Sími 93-1986
Erum með flestöll í ÞRÓTT AFATNAÐUR
vinsælustu merkin, TÍSKUFATNAÐUR
Verslunin ÓÐINN
Kirkjubraut 5, Akranesi. Sími 93-1986
8. tbl. Vikan 23