Vikan


Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 48

Vikan - 19.02.1981, Blaðsíða 48
Saga úr daglega lífinu konar veislu hjá henni árið áður með Bjarna og fannst erfitt að fara þangað mannlaus. Hinum gestunum mundi finnast jtað skritið og ég yrði þá að út- skýra að Bjarni væri farinn frá mér. — Þú ættir einmitt að nota tækifærið og lyfta þér dálitið upp á meðan Svanur er á spítalanum, sagði hún. — Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af barnapíu á meðan. Skelltu þér nú i sparifötin og ég skal ábyrgjast að þú skemmtir þér vel. Jóna átti auðvitað við að ég mundi hitta Reyni. Hann var borðherrann niinn og hún átti bágt með að leyna ánægju sinni þegar hún sá að það fór vel á meðokkur. Reynir var líka fráskilinn — ef maður getur kallað það svo. Hann hafði ekki verið giftur en búið með sömu stúlkunni í sex ár. En nú var hún farin frá honum. — Henni fannst ég of rólegur i tíðinni, sagði Reynir. — Ég er svona leiðindagaur sem helst vill sitja heima og horfa á sjónvarpið eða hlusta á músik. — Sama hérna megin, sagði ég. — Ég fer heldur aldrei neitt. — Þú komst samt hingað. sagði Reynir. — Þú líka. Annars fór ég bara af því Jóna tók ekki neitun i mál. — Hún notaði sömu aðferð við mig. sagði Reynir og hló. Auðvitað sáum við í gegnum Jónu, hún hafði viljað að við hittumst. En það gerði ekkert til, við vorum henni meira að segja þakklát fyrir að hafa kynnt okkur. Ég sagði Reyni frá syni minum og tveimur vikum seinna spurði hann hvort hann mætti ekki koma með mér i heimsókn á spitalann. — Jú, auðvitað, sagði ég undrandi. — Þú ert velkominn ef þú vilt. Reynir reyndi ekki neitt að þrengja sér upp á Svan. Hann sat bara og horfði á mig leika við hann. Svanur sýndi honum heldur engan sérstakan áhuga, hann var upptekinn við að skoða járn- brautarlest sem ég hafði keypt handa honum. Þegar við fórum sagði hjúkrunar- konan að brátt yrði gifsið tekið af fætinum og ég mætti búast við honum heim innan viku. Ég var ekki sérlega ræðin á heim- leiðinni. Auðvitað gladdi það mig að Svani skyldi batna svo fljótt. En tilfinningar minar voru blandaðar þegar ég hugsaði til þess að þar með ætti ég ekkert af tíma mínum sjálf. Brátt yrði ég aö helga Svani aftur nær allan minn tíma og krafta. Hvað yrði um samband okkar Reynis? Mér var farið að þykja reglulega vænt um hann. Og hvernig færi með þau áform mín að reyna að læra eitthvað svo ég gæti séð fyrir mér? Ég var svo hrædd um að nú sækti allt i sama farið og áður. Við Svanur yrðum Medan Svanur lá á sjúkra- húsinu uppgötvaði ég að það var orðið mér um megn að annast hann. Ég skammaðist mín hræðilega fyrir þessa til- finningu. Og svo kynntist ég Reyni. aftur alein og kannski yrði það til þess að ég byrjaði að drekka aftur. — Hvað er að? spurði Reynir. — Þú ert eitthvað svo þögul og leið á svipinn. — Ég á við ýmis vandamál að stríða, sagði ég. — En það er ekkert sem viðkemur þér. — Ef það kemur þér við kemur það líka mér við, sagði Reynir. — Mér þykir vænt um þig og þér er alveg óhætt að trúa mér fyrir áhyggjum þinum. Það er aðsegja ef þú vilt. Ég komst við vegna umhyggju hans. Það var svo langt síðan nokkur manneskja hafði nennt að hlusta á mig. Það var ekki bara Bjarni sem hafði svikið mig í því tilliti heldur líka ættingj- ar minir og þeir sem ég kallaði vini mina. Enginn nennti að hlusta á áhyggjur minar. Allir hrósuðu mér fyrireinstakan dugnað og þolinmæði en enginn spurði hvað það kostaði mig. — Ég treysti mér ekki til að annast Svan ein lengur, sagði ég. — Ég hlakka ekki til að fá hann heini. Ég skammast mín hræðilega fyrir að vera svona slæni móðir en ég á enga krafta í þetta lengur. Reynir leyfði mér að tala út. Orðin streymdu af vörum mér eins og foss en jafnvel þó mér tækist ekki að fá samhengi í allt það sem mig langaði til að segja skildi hann hvað ég átti í mikilli baráttu. Ég þjáðist af samviskubiti. Það var ég sem hafði viljað eignast barn. Þess vegna hafði ég talið skyldu mína að annast Svan ein svo að hann kæmist aldrei að þvi að hann var óvelkominn. Því erfiðari sem hann varð því meira lagði ég mig i líma við að annast hann. Það var eins og mér fyndist að ég skuld- aði honum það. Það varð mér um megn eftir að Bjarni yfirgaf okkur. Ég gat ekki lengur elskað Svan eins mikið og áður. Hann hafði kostað mig of mikið. Þó ég vissi að ástand hans var ekki honum að kenna fann ég lika að hann mundi eyðileggja líf mitt. Ég hafði reynt að bæla þvílíkar hugsanir niður það var of hræðilegt að þurfa að viðurkenna þær. En svona var þetta nú samt. Ég óskaöi þess í raun og veru að hann hefði aldrei fæðst. Ég var viss um að Reynir mundi aldrei vilja sjá mig framar eftir þessa játningu mína. En það var nú eitthvað annað. Hann tók mig í faðminn og leyfði mér að gráta nægju mína áður en hann reyndi að hugga mig. Svo sagði hann: — Við verðum að finna einhverja lausn á þessu. Eins og tilfinningum þínum er háttað er bara verra fyrir ykkur bæði að þú hafir Svan áfram á sama hátt og áður. — Það er ekkert hægt að gera, hikstaði ég. — Ég verð að annast hann það sem eftir er ævi minnar. Það er mér að kenna að hann fæddist og þess vegna verðég aðsjá um hann. Reynir sagði lítið en ég fann að hann var mér ekki sammála. Nokkrum dögum seinna sagði hann mér að hann hefði haft samband við hjón sem tækju að sér fósturbörn. — Þau hafa áður haft þroskaheft barn, sagði hann. — Og þau vilja gjam- an hitta Svan. Ég get ábyrgst þér að betra fólk er ekki til en þau. Ég hafði ekki mikla trú á þessu. Hvernig átti bláókunnugt fólk að geta séð um Svan þegar ég. sem var þó móðir hans, treysti mér ekki til þess? Sennilega vildu þau bara vinna sér inn peninga á þennan hátt og ég léti Svan aldrei frá mér til þess konar fólks. En Lilja og Sigurður voru nákvæmlega eins og Reynir hafði lýst þeim. Þau voru bæði um fimmtugt og tóku á móti okkur Reyni opnum örmuni. Enda kom brátt í ljós að Reynir hafði sjálfur verið eitt af fósturbörn- unum þeirra. Hann hafði verið sendur til þeirra sem „erfiður unglingur” fjórtán ára gamall og búið hjá þeim i tvö ár. — Ég á þeim mikið að þakka, sagði Reynir. — Ef ég hefði ekki orðið fyrir svona góðum áhrifum frá þeim á þessu viðkvæma skeiði sæti ég sjálfsagt inni núna. — Það held ég varla, sagði Sigurður. — Þú varst alltaf góður strákur inn við beinið. Svanur virtist dálítið tortrygginn i fyrstu. En Lilja og Sigurður kunnu greinilega lagiðá honum. Hann fór frani í eldhús til Lilju. Hún gaf honum bollur og þau urðu brátt bestu vinir. — En hvaö hann er indæll, sagði Lilja. — Ég hef sjaldan séð jafnbliðlynd- anstrák. — Hann minnir á Pétur, sagði Sigurður, — þroskahefta drenginn sem viðhöfðum áður. — H vað varð af honum? spurði ég. — Hann dó, sagði Lilja sorgbitin á svip. — Hann var með hjartagalla og unglingaskeiðið varð honum um megn. Reynir hafði sagt þeim hjónum allt af létta um erindi okkar áður en við komum. Mér hefur tekist að ná tökum á lífi mínu og okkur Svani líður vel saman þegar hann er hjá mér. Og hver veit nema ég hitti loks þann mann sem ég get elskað og deilt líf mínu með. — Við viljum gjarnan hafa hann, sagði Lilja. — Við getum fyrst tekið hann i dálítinn tima til reynslu. — Það er ekki af því að ég vilji ekki hafa hann. sagði ég. Ég skammaðist mín hræðilega fyrir að yfirgefa son minn á þennan hátt. Hvað skyldi þetta góða og hjartahlýja fólk hugsa um mig? — Auðvitað geturðu haft hann hjá þér þegar þú vilt. sagði Lilja. — En þú verður líka að hugsa um hann. Honum á eftir að líða vel hérna í sveitinni og það er ómetanlegt fyrir hann að fá að um- gangast dýr. Það sáum við best á Pétri. Hann var reglulega duglegur að hugsa um dýrin. — Leyfðu honum að reyna i viku. bætti Sigurður við. — Mér var þungt um hjartað er ég skildi Svan eftir hjá Lilju og Sigurði. Ég veifaði ákaft til hans. Hann veifaði til baka. Hann hélt þétt um hönd Lilju og virtist alls ekki leiður yfir því að verða eftir. — Hættu nú að gráta, sagði Reynir þegar við vorum komin hálfa leið í bæinn. — Þú veist að honum liður vel þarna. — Ég veit það, sagði ég. — Hann virtist ekki einu sinni leiður yfir því að skilja viðmig. — Svanur er blíðlyndur og á næga ást til að deila henni með öðrum án þess að taka neittfrá þér, sagði Reynir. Hann hafði rétt fyrir sér. Ég þurrkaði mér um augun og ákvað að hætta að vorkenna mér. Líf mitt hefur heldur betur breyst. Ég fór að læra hjúkrun. Ég þarf auðvitaðað leggja hart að mér við námið en ég er líka stolt yfir því að standa ntig vel. Svanur verður áfram hjá Lilju og Sigurði. Hann fær næga ástúð og hefur þroskast heilmikið. Hann er orðinn miklu sjálfstæðari og er nú að læra að lesa. Hann elskar dýrin en hefur líka eignast vin. Það er strákur af næsta bæ sem virðist ekki taka til þess þó Svanur sé öðruvisi en venjuleg börn. Svanur er hjá mér minnst eina helgi í mánuði. Okkur líður vel saman en hann er alltaf jafnglaður yfir að fara aftur heim í sveitina. Við Reynir erum hætt að vera saman. Gamla kærastan hans vildi fá hann aftur. Um tíma flögraði hann á milli okkar, óhamingjusamur yfir aðgeta ekki ákveðið sig. En að lokum var það hún sem vann. Ég tók það nærri mér. Mér þótti vænt um Reyni og hefði gjarnan viljað deila lífi mínu með honum. En ég lét söknuðinn ekki ná yfirhöndinni og vin bragða ég aldrei nema við hátíðleg tæki- færi. Ég hef mikið að lifa fyrir þó að ég missti Reyni. Og þar sem ég er ekki nema þrítug er langt frá því að öll von sé úti um að ég hitti loks mann sem ég get elskað og deilt lífi minu með. 48 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.